Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 24. nóvember 2024 11:31 Það er algjörlega óþolandi að mínu mati að búa við það gildismat stjórnvalda að peningar skipti meira máli heldur en fólkið í landinu. En þar sem það er staðan, þá skulum við tala um peningana. Hér er frábær samantekt frá Valgeiri Magnússyni viðskipta- og hagfræðingi þar sem hann fer vel yfir hver kostnaður samfélagsins er af því að hafa meðferðarmál vegna vímuefnavanda í jafn miklum ólestri og þau eru í dag. Miðað við hans útreikninga er árlegur kostnaður samfélagsins 15.1 milljarðar einungis af þeim sem eru að bíða eftir hjálp við sínum vanda. Til að eyða þessum biðlista þarf aðeins að fjárfesta fyrir um það bil 1 milljarð á ári. Reikningsdæmið blasir því við öllum sem vilja sjá, að það að fjárfesta almennilega í meðferðarkerfi fyrir fólk í vímuefnavanda er NO-BRAINER. Þetta er eitthvað sem Píratar setja á oddinn. Píratar ætla að: Skoða notkun vímuefna út frá skaðaminnkandi nálgun. Stuðla að áfallamiðaðri nálgun, þjónustu og úrræðum. Fjölga sértækum úrræðum fyrir fólk með fjölbreyttar þarfir. Leggja áherslu á virðingu og mannréttindi. Efla félagslega velsæld með áherslu á forvarnir, félagsstarf og notendavæna þjónustu. Afglæpavæða neysluskammta vímuefna og tryggja lagalegan grundvöll fyrir skaðaminnkandi þjónustu. Til að bæta um betur, af því að Píratar eru flokkur sem tekur upplýstar ákvarðanir samkvæmt vísindalegum gögnum, þá hafa Píratar líka lagt áherslu á það að RÁÐAST Á RÓTINA ekki síður en að fjárfesta almennilega í meðferð við vandanum. Píratar vita að gott velferðarkerfi er heilbrigðismál. Píratar vilja hlúa að foreldrum og börnum, Píratar vilja efla forvarnir, og Píratar vilja endurreisa heilbrigðiskerfið eins og það leggur sig. Allt eru þetta mikilvægir liðir í að sporna við vímuefnavanda. Og þá er eitt ótalið. Vísindaleg gögn málsins eru alveg skýr, bannstefnan virkar ekki. Stríðið gegn vímuefnum er stríð gegn fólki, og ef við ætlum einhvern tímann að ná tökum á vímuefnavanda þá þarf að koma böndum á vímuefnamarkaðinn, sem nú er í höndunum á siðlausum glæpagengjum á meðan við eyðum ótæpilegu fjármagni í að skera höfuð af hydru, og horfa á tvö vaxa í staðinn. Ég deili því hér líka hlekk á grein frá Jóhannesi S. Ólafssyni hæstaréttarlögmanni, sem rekur dæmi af því hversu yfirgengilega heimskuleg notkun á opinberu fjármagni það er að vera að eltast við neysluskammta vímuefna, ég hvet ykkur til að lesa hana líka. Það er FULLT HÆGT AÐ GERA, og Píratar hafa þekkinguna og hjartað til þess að láta verkin tala, fái þeir til þess umboð almennings. <3 Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er algjörlega óþolandi að mínu mati að búa við það gildismat stjórnvalda að peningar skipti meira máli heldur en fólkið í landinu. En þar sem það er staðan, þá skulum við tala um peningana. Hér er frábær samantekt frá Valgeiri Magnússyni viðskipta- og hagfræðingi þar sem hann fer vel yfir hver kostnaður samfélagsins er af því að hafa meðferðarmál vegna vímuefnavanda í jafn miklum ólestri og þau eru í dag. Miðað við hans útreikninga er árlegur kostnaður samfélagsins 15.1 milljarðar einungis af þeim sem eru að bíða eftir hjálp við sínum vanda. Til að eyða þessum biðlista þarf aðeins að fjárfesta fyrir um það bil 1 milljarð á ári. Reikningsdæmið blasir því við öllum sem vilja sjá, að það að fjárfesta almennilega í meðferðarkerfi fyrir fólk í vímuefnavanda er NO-BRAINER. Þetta er eitthvað sem Píratar setja á oddinn. Píratar ætla að: Skoða notkun vímuefna út frá skaðaminnkandi nálgun. Stuðla að áfallamiðaðri nálgun, þjónustu og úrræðum. Fjölga sértækum úrræðum fyrir fólk með fjölbreyttar þarfir. Leggja áherslu á virðingu og mannréttindi. Efla félagslega velsæld með áherslu á forvarnir, félagsstarf og notendavæna þjónustu. Afglæpavæða neysluskammta vímuefna og tryggja lagalegan grundvöll fyrir skaðaminnkandi þjónustu. Til að bæta um betur, af því að Píratar eru flokkur sem tekur upplýstar ákvarðanir samkvæmt vísindalegum gögnum, þá hafa Píratar líka lagt áherslu á það að RÁÐAST Á RÓTINA ekki síður en að fjárfesta almennilega í meðferð við vandanum. Píratar vita að gott velferðarkerfi er heilbrigðismál. Píratar vilja hlúa að foreldrum og börnum, Píratar vilja efla forvarnir, og Píratar vilja endurreisa heilbrigðiskerfið eins og það leggur sig. Allt eru þetta mikilvægir liðir í að sporna við vímuefnavanda. Og þá er eitt ótalið. Vísindaleg gögn málsins eru alveg skýr, bannstefnan virkar ekki. Stríðið gegn vímuefnum er stríð gegn fólki, og ef við ætlum einhvern tímann að ná tökum á vímuefnavanda þá þarf að koma böndum á vímuefnamarkaðinn, sem nú er í höndunum á siðlausum glæpagengjum á meðan við eyðum ótæpilegu fjármagni í að skera höfuð af hydru, og horfa á tvö vaxa í staðinn. Ég deili því hér líka hlekk á grein frá Jóhannesi S. Ólafssyni hæstaréttarlögmanni, sem rekur dæmi af því hversu yfirgengilega heimskuleg notkun á opinberu fjármagni það er að vera að eltast við neysluskammta vímuefna, ég hvet ykkur til að lesa hana líka. Það er FULLT HÆGT AÐ GERA, og Píratar hafa þekkinguna og hjartað til þess að láta verkin tala, fái þeir til þess umboð almennings. <3 Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar