Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar 23. nóvember 2024 10:47 „Að mínu mati hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi eftir nýrri stjórnarskrá,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands árið 2018, þegar sex ár voru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Vigdís sagði ennfremur: „Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 hratt Alþingi af stað stórmerkilegu ferli sem ætlað var að láta drauminn um nýja stjórnarskrá loks rætast. Framtakið vakti athygli víða um heim enda um að ræða eitt víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um. Stjórnlagaráð var þjóðkjörið. Þar hljómuðu því margvíslegar raddir samfélags okkar á Íslandi og drög voru gerð að nýrri stjórnarskrá með samþykki allra meðlima Stjórnlagaráðsins. Auk þess kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu yfirgnæfandi vilji meirihluta íslenskra kjósenda til þess að nýja stjórnarskráin öðlaðist gildi. Enn sem komið er hefur Alþingi ekki auðnast að koma til móts við þann vilja.“ Nú eru liðin 12 ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá og Alþingi hefur ekki enn auðnast að virða úrslit atkvæðagreiðslunnar og lýðræðislegan vilja kjósenda. Þetta gengur ekki í lýðræðisríki. Reyna þarf nýjar leiðir. Almennir borgarar skiluðu sínu með sóma á þjóðfundi og í stjórnlagaráði eftir hrun, eins og Vigdís benti á. Það er tímabært að Alþingi rjúfi stöðnunina og leiti aftur til þeirra. Stjórnlagaþing almennra borgara Alþingi kalli saman stjórnlagaþing almennra borgara sem valdir verða með slembivali. Verkefni þingsins verði tvíþætt. Í fyrsta lagi að leggja lokahönd á tillögur að nýrri stjórnarskrá sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Í öðru lagi að gera tillögur að öðrum breytingum, ef rík ástæða þykir til. Í vinnu sinni skal stjórnlagaþingið hafa að leiðarljósi athugasemdir Feneyjanefndar Evrópuráðsins í álitsgerð nefndarinnar til þáv. forsætisráðherra árið 2020 og leiðbeiningar Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns varðandi lýðræðisleg vinnubrögð. Í álitsgerð Feneyjanefndarinnar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá þeim tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Leiðbeiningar Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns eru af sama toga: Tillögurnar voru fengnar með lýðræðislegum hætti. Þeir sem hafa hug á að endursemja eða breyta þeim þurfa því að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en óbreyttar tillögur. Viðfangsefni stjórnlagaþingsins yrði fyrst og síðast tillögurnar sem samþykktar voru sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár 2012. Þingið skal leggja lokahönd á þær með hliðsjón af frumvarpi sem lá fyrir fullbúið af hálfu Alþingis í mars 2013 og vinnu sem leiddi til þess frumvarps. Þegar stjórnlagaþingið hefur lagt lokahönd á samþykktar tillögur getur það gert tillögur um aðrar breytingar á stjórnarskrá, sjái það ríka ástæðu til. Frágengnum tillögum að nýrri stjórnarskrá skal skilað til Alþingis, sem ber þær undir dóm kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. — Gengið er út frá því að úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu verði virt. Stjórnarskrárfélagið heitir á kjósendur að krefja stjórnmálaflokkana svara um það hvað þeir ætli að gera í sambandi við stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána. Við eigum nýja stjórnarskrá. Stjórn Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Þórir Baldursson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Stjórnarskrá Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
„Að mínu mati hefur íslenska þjóðin beðið nógu lengi eftir nýrri stjórnarskrá,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands árið 2018, þegar sex ár voru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Vigdís sagði ennfremur: „Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 hratt Alþingi af stað stórmerkilegu ferli sem ætlað var að láta drauminn um nýja stjórnarskrá loks rætast. Framtakið vakti athygli víða um heim enda um að ræða eitt víðtækasta og lýðræðislegasta stjórnarskrárferli sem vitað er um. Stjórnlagaráð var þjóðkjörið. Þar hljómuðu því margvíslegar raddir samfélags okkar á Íslandi og drög voru gerð að nýrri stjórnarskrá með samþykki allra meðlima Stjórnlagaráðsins. Auk þess kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu yfirgnæfandi vilji meirihluta íslenskra kjósenda til þess að nýja stjórnarskráin öðlaðist gildi. Enn sem komið er hefur Alþingi ekki auðnast að koma til móts við þann vilja.“ Nú eru liðin 12 ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá og Alþingi hefur ekki enn auðnast að virða úrslit atkvæðagreiðslunnar og lýðræðislegan vilja kjósenda. Þetta gengur ekki í lýðræðisríki. Reyna þarf nýjar leiðir. Almennir borgarar skiluðu sínu með sóma á þjóðfundi og í stjórnlagaráði eftir hrun, eins og Vigdís benti á. Það er tímabært að Alþingi rjúfi stöðnunina og leiti aftur til þeirra. Stjórnlagaþing almennra borgara Alþingi kalli saman stjórnlagaþing almennra borgara sem valdir verða með slembivali. Verkefni þingsins verði tvíþætt. Í fyrsta lagi að leggja lokahönd á tillögur að nýrri stjórnarskrá sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Í öðru lagi að gera tillögur að öðrum breytingum, ef rík ástæða þykir til. Í vinnu sinni skal stjórnlagaþingið hafa að leiðarljósi athugasemdir Feneyjanefndar Evrópuráðsins í álitsgerð nefndarinnar til þáv. forsætisráðherra árið 2020 og leiðbeiningar Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns varðandi lýðræðisleg vinnubrögð. Í álitsgerð Feneyjanefndarinnar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá þeim tillögum sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Leiðbeiningar Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns eru af sama toga: Tillögurnar voru fengnar með lýðræðislegum hætti. Þeir sem hafa hug á að endursemja eða breyta þeim þurfa því að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en óbreyttar tillögur. Viðfangsefni stjórnlagaþingsins yrði fyrst og síðast tillögurnar sem samþykktar voru sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár 2012. Þingið skal leggja lokahönd á þær með hliðsjón af frumvarpi sem lá fyrir fullbúið af hálfu Alþingis í mars 2013 og vinnu sem leiddi til þess frumvarps. Þegar stjórnlagaþingið hefur lagt lokahönd á samþykktar tillögur getur það gert tillögur um aðrar breytingar á stjórnarskrá, sjái það ríka ástæðu til. Frágengnum tillögum að nýrri stjórnarskrá skal skilað til Alþingis, sem ber þær undir dóm kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. — Gengið er út frá því að úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu verði virt. Stjórnarskrárfélagið heitir á kjósendur að krefja stjórnmálaflokkana svara um það hvað þeir ætli að gera í sambandi við stjórnarskrármálið og nýju stjórnarskrána. Við eigum nýja stjórnarskrá. Stjórn Stjórnarskrárfélagsins, Jóna Benediktsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Katrín Oddsdóttir, Kjartan Jónsson, Kristín Erna Arnardóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Þórir Baldursson.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun