Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar 21. nóvember 2024 15:01 Seðlabankinn lækkar vexti um hálft prósentustig, en Íslandsbanki rænir lántaka ávinningnum. Bankinn notar sömu skilmála til að lækka bæði vexti og hækka þá. Þetta er í hæsta máta ósanngjarnt. Þó Seðlabankavextir séu enn þeir hæstu í Evrópu, utan átakasvæða, fögnuðu lántakar í gær þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. Sáu þeir fram á að greiðslubyrði lána sinna myndu lækka. Því skýtur því afar skökku við að Íslandsbanki skuli samdægurs hafa af lántökum meginþorra ávinnings lækkunarinnar með hækkun vaxta verðtryggðra lána um 0,3%. Ákvörðunin er óskiljanleg venjulegum lántökum og kemur einungis til vegna þess að bankinn telur sig geta og mega það. Bankinn lækkaði breytilega vextir óverðtryggðra lána um 0,5%, sem var rétt og eðlilegt vegna ákvörðunar Seðlabankans. Vextir verðtryggðra lána voru hækkaðir en óverðtryggðra lána lækkaðir. Íslandsbanki byggir vaxtabreytingarnar á skilmálum lánasamninga sinna. Þar eru tilgreindar margvíslegar ástæður sem leyfa bankanum að hækka vexti, þar á meðal „ófyrirséður kostnaður“, sem bankinn hefur ótakmarkaða heimild til þess að velta yfir á neytendur. Nákvæmlega sama orðalag er á þessum skilmála bankans vegna lána með verðtryggðum breytilegum og? óverðtryggðum með breytilegum vöxtum. Hið grátbroslega er að sami skilmálinn, með nákvæmlega sama orðalagi, leyfir að mati bankans, bæði hækkun og lækkun vaxta íbúðalána. Það sýnir að bankinn telur að skilmálinn leyfi þær breytingar sem honum hentar hverju sinni. Neytendasamtökin eru þessu ósammála og telja fráleitt að lánveitendur geti nýtt skilmála eftir hentugleikum. Breyting vaxta verða að vera nota fyrirsjáanleg, og notast við hlutlæg, skýr og aðgengileg viðmið. Neytendasamtökin telja að framkvæmd og skilmálar lána með breytilegum vöxtum séu ólöglegir og hafa þess vegna stefnt bönkunum. EFTA dómstóllinn tók í einu og öllu undir rök samtakanna í ráðgefandi áliti sínu til Héraðsdóms. Engu að síður ákvað Héraðsdómur Reykjaness að hunsa álitið og sýkna bankann af þeirri ósvinnu að breyta vöxtum nánast eftir eigin geðþótta þar sem hann telur íslenskar sérreglur gilda. Að sjálfsögðu munu samtökin áfrýja dómnum. Því gildi íslenskar sérreglur, líkt og héraðsdómur Reykjaness heldur fram, þá er innleiðing Evróputilskipunarinnar röng og að líkindum er þá íslenska ríkið skaðabótaskylt. Neytendasamtökin hvetja lántaka sem eru ósammála geðþótta-vaxtaákvörðunum að láta í sér heyra, taka þátt í Vaxtamálinu og sækja rétt sinn. Nú er farið af stað vaxtalækkunarskeið og því afar mikilvægt að bankarnir skili ávinningi lækkana til lántaka, en láti ekki greipar sópa um hann og skari þannig eld að eigin köku. Lántakar eiga rétt á að skilja hvað ræður vaxtaákvörðunum og að þær séu sannreynanlegar. Mikilvægt er að bregðast strax við til að slíta fyrningu, því annars getur hluti eða öll krafan tapast en ekki síður til að eiga rétt á dráttarvöxtum, en þeir reiknast frá þeim degi sem þú gerir endurkröfu á hendur lánveitanda. Sækjum rétt okkar og knýjum þannig fram breytingar sem gagnast öllum lántökum í nútíð og framtíð. Skráum okkur til þátttöku á vaxtamalid.is. Mögulegur ávinningur er umtalsverður. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Neytendur Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Seðlabankinn lækkar vexti um hálft prósentustig, en Íslandsbanki rænir lántaka ávinningnum. Bankinn notar sömu skilmála til að lækka bæði vexti og hækka þá. Þetta er í hæsta máta ósanngjarnt. Þó Seðlabankavextir séu enn þeir hæstu í Evrópu, utan átakasvæða, fögnuðu lántakar í gær þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. Sáu þeir fram á að greiðslubyrði lána sinna myndu lækka. Því skýtur því afar skökku við að Íslandsbanki skuli samdægurs hafa af lántökum meginþorra ávinnings lækkunarinnar með hækkun vaxta verðtryggðra lána um 0,3%. Ákvörðunin er óskiljanleg venjulegum lántökum og kemur einungis til vegna þess að bankinn telur sig geta og mega það. Bankinn lækkaði breytilega vextir óverðtryggðra lána um 0,5%, sem var rétt og eðlilegt vegna ákvörðunar Seðlabankans. Vextir verðtryggðra lána voru hækkaðir en óverðtryggðra lána lækkaðir. Íslandsbanki byggir vaxtabreytingarnar á skilmálum lánasamninga sinna. Þar eru tilgreindar margvíslegar ástæður sem leyfa bankanum að hækka vexti, þar á meðal „ófyrirséður kostnaður“, sem bankinn hefur ótakmarkaða heimild til þess að velta yfir á neytendur. Nákvæmlega sama orðalag er á þessum skilmála bankans vegna lána með verðtryggðum breytilegum og? óverðtryggðum með breytilegum vöxtum. Hið grátbroslega er að sami skilmálinn, með nákvæmlega sama orðalagi, leyfir að mati bankans, bæði hækkun og lækkun vaxta íbúðalána. Það sýnir að bankinn telur að skilmálinn leyfi þær breytingar sem honum hentar hverju sinni. Neytendasamtökin eru þessu ósammála og telja fráleitt að lánveitendur geti nýtt skilmála eftir hentugleikum. Breyting vaxta verða að vera nota fyrirsjáanleg, og notast við hlutlæg, skýr og aðgengileg viðmið. Neytendasamtökin telja að framkvæmd og skilmálar lána með breytilegum vöxtum séu ólöglegir og hafa þess vegna stefnt bönkunum. EFTA dómstóllinn tók í einu og öllu undir rök samtakanna í ráðgefandi áliti sínu til Héraðsdóms. Engu að síður ákvað Héraðsdómur Reykjaness að hunsa álitið og sýkna bankann af þeirri ósvinnu að breyta vöxtum nánast eftir eigin geðþótta þar sem hann telur íslenskar sérreglur gilda. Að sjálfsögðu munu samtökin áfrýja dómnum. Því gildi íslenskar sérreglur, líkt og héraðsdómur Reykjaness heldur fram, þá er innleiðing Evróputilskipunarinnar röng og að líkindum er þá íslenska ríkið skaðabótaskylt. Neytendasamtökin hvetja lántaka sem eru ósammála geðþótta-vaxtaákvörðunum að láta í sér heyra, taka þátt í Vaxtamálinu og sækja rétt sinn. Nú er farið af stað vaxtalækkunarskeið og því afar mikilvægt að bankarnir skili ávinningi lækkana til lántaka, en láti ekki greipar sópa um hann og skari þannig eld að eigin köku. Lántakar eiga rétt á að skilja hvað ræður vaxtaákvörðunum og að þær séu sannreynanlegar. Mikilvægt er að bregðast strax við til að slíta fyrningu, því annars getur hluti eða öll krafan tapast en ekki síður til að eiga rétt á dráttarvöxtum, en þeir reiknast frá þeim degi sem þú gerir endurkröfu á hendur lánveitanda. Sækjum rétt okkar og knýjum þannig fram breytingar sem gagnast öllum lántökum í nútíð og framtíð. Skráum okkur til þátttöku á vaxtamalid.is. Mögulegur ávinningur er umtalsverður. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun