Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 11:15 Áætlanir um byggingu mölunarverksmiðju stórfyrirtækisins Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi hafa vakið áhyggjur um neikvæð áhrif á rekstur fiskeldisfyrirtækja og uppeldisaðstæður eldisfiska. Í vor var íbúakosningu um skipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju Heidelberg og nýrrar hafnar við Þorlákshöfn frestað vegna alvarlegra athugasemda sem gerðar voru af hálfu forsvarsmanna landeldisfyrirtækisins First Water. Ástæðan sú að meirihluti bæjarstjórnar Ölfuss taldi nauðsynlegt að framfylgja rannsóknareglunni og leiða fram sannleikann um áhyggjur First Water. Heidelberg fékk því það hlutverk að láta rannsaka áhyggjurnar. Nú stendur til að íbúar Ölfuss kjósi um fyrrnefnda mölunarverksmiðju og hafnarframkvæmdir samhliða þingkosningum. Fiskeldisfyrirtæki gegna lykilhlutverki í efnahagslegum vexti svæðisins og stuðla að sjálfbærri próteinframleiðslu og nýsköpun. Hins vegar getur stöðugur titringur, mengun og mikill hávaði frá mölunarverksmiðju haft veruleg áhrif á þessi fyrirtæki framtíðaruppbyggingu þeirra. Marklaus úttekt verkfræðifyrirtækis? Verkfræðifyrirtækið COWI skilaði skýrslu í byrjun nóvember sem gerð var til að svara þeim alvarlegu athugasemdum sem First Water gerði við fyrirhugaða mölunarverksmiðju sem staðsetja á nánast við hlið fyrirtækisins við Laxabraut í Þorlákshöfn. Var skýrslan stíluð á Heidelberg á Íslandi. Beindust athugasemdir First Water m.a. að stöðugum titringi sem stafar af starfsemi slíkrar verksmiðju og neikvæðum áhrifum sem slíkur titringur hefur á vaxtaskilyrði eldisfiska og gæði afurða auk fleiri alvarlegra þátta. Í skýrslu COWI virðist fyrst og fremst hafa verið tekið mið af áhrifum verksmiðjunnar á íbúa Þorlákshafnar en í miklu mun minna mæli á starfsemi landeldisfyrirtækja sem liggja steinsnar frá fyrirhugaðri verksmiðju. Neikvæð áhrif á landeldisfisk Rannsóknir sýna að stöðugur titringur getur haft neikvæð áhrif á vöxt, heilsu, streitu og afurðagæði fiska í landeldi. Slíkar aðstæður geta raskað lífeðlisfræðilegri starfsemi fiska, þar með talið ónæmiskerfi þeirra og næringarupptöku. Skert ónæmi eykur viðkvæmni fiska fyrir sjúkdómum, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu og afkomu fyrirtækjanna. Samhliða getur minni vaxtarhraði leitt til lægri afurðagæða og framleiðslu, sem skerðir hagkvæmni landeldisins og getur sett frekari áform um uppbyggingu í uppnám. Auk þess getur stöðugur titringur haft áhrif á vatnsgæði í kerfum landeldisstöðva. Rannsóknir hafa sýnt að truflun af þessum toga getur raskað hreinsunarkerfum, valdið óstöðugleika í efnajafnvægi og leitt til skemmda á búnaði til lengri tíma litið. Þetta eykur viðhaldskostnað og skapar hættu á óvæntum bilunum sem geta ógnað rekstraröryggi hjá landeldisfyrirtækjum. Þessir þættir voru ekki skoðað af hálfu verkfræðifyrirtækjanna. Hávaðamengun og skaðleg áhrif á landeldi Hávaði er annar þáttur sem hefur skaðleg áhrif á landeldisrekstur. Hávaði getur valdið viðvarandi streitu hjá fiskum, sem hefur áhrif á líðan þeirra og heilsu. Langtímastreita hjá fiskum líkt og öðrum lífverum hefur neikvæð áhrif á vaxtarskilyrði þeirra og gæði afurða. Ekki var skoðað í skýrslu COWI hversu mikill hávaði muni berast frá rekstri mölunarverksmiðjunnar til eldisstöðvanna. Ekki var tekið mið af endurkasti hljóðs frá byggingunni sjálfri. Mælingar sem gerðar voru á núverandi umhverfisaðstæðum m.t.t. hávaða eru því ómarktækar hvað varðar áhrif á rekstur landeldisfyrirtækjanna. Olíumengun í höfninni Norska úttektarfyrirtækið DNV (Det Norske Veritas) gerði úttekt á öryggi og aðstæðum vegna nýrrar hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn, en Heidelberg gerir ráð fyrir um 25 flutningaskipum í viku, bæði með aðflutningi hráefnis og útflutningi afurða. Enda stendur til að mylja niður og flytja út heilt fjall og enn stærri hluta af sjávarbotni á viðkvæmu hrygningarsvæði við Landeyjarhöfn. Vegagerðin hefur varað við því að aðstæður fyrir nýja höfn á þessu svæði séu mjög varasamar. Þar sé hafnarstæðið ekki náttúrulegt og há alda nái langt inn á víkina sem geri aðstæður mjög erfiðar. Þungaflutningar í þessa fyrirhuguðu höfn auka hættu á strand- og olíuslysum, með „mjög alvarlegum afleiðingum“ samkvæmt skýrslu DNV. DNV taldi líkur á slysum vissulega ekki miklar – en það vekur þó athygli að þær líkur eru einungis reiknaðar útfrá umferð og meðaltali sjóslysa í heiminum heilt yfir en ekki út frá þeim varasömu aðstæðum sem geta myndast á þessu erfiða hafnarsvæði. Þó svo að deila megi um líkur á sjóslysum í höfninni þá myndi olíumengun að völdum slíks skips hafa gríðarlega alvarleg áhrif á umhverfið sem og rekstur First Water sem sækir jarðsjó og ferskvatn úr jörðu á þessu svæði til landeldisins. Græn ímynd Ölfuss og Íslands í hættu Ísland er í einstakri stöðu til þess að skapa sér sérstöðu í sölu og markaðssetningu á landeldisfiski á alþjóðavísu. Sterkt orðspor Íslands, græn orka og aðgengi að góðum vatnsgæðum og hreinu umhverfi eru lykilatriði þegar kemur að sölu á hágæða próteini um heim allan. Fyrirætlanir um mölunarverksmiðju Heidelberg í Þorlákshöfn teflir í tvísýnu þeim miklu hagsmunum sem undir eru og mun, til lengri tíma litið, skaða ímynd Ölfus sem leiðandi sveitarfélags þegar kemur að grænni atvinnuuppbyggingu og framleiðslu á hágæða matvælum fyrir heimsmarkaðinn. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og bæjarfulltrúi í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Matvælaframleiðsla Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Áætlanir um byggingu mölunarverksmiðju stórfyrirtækisins Heidelberg í nágrenni landeldisstöðva í Ölfusi hafa vakið áhyggjur um neikvæð áhrif á rekstur fiskeldisfyrirtækja og uppeldisaðstæður eldisfiska. Í vor var íbúakosningu um skipulagstillögur vegna mölunarverksmiðju Heidelberg og nýrrar hafnar við Þorlákshöfn frestað vegna alvarlegra athugasemda sem gerðar voru af hálfu forsvarsmanna landeldisfyrirtækisins First Water. Ástæðan sú að meirihluti bæjarstjórnar Ölfuss taldi nauðsynlegt að framfylgja rannsóknareglunni og leiða fram sannleikann um áhyggjur First Water. Heidelberg fékk því það hlutverk að láta rannsaka áhyggjurnar. Nú stendur til að íbúar Ölfuss kjósi um fyrrnefnda mölunarverksmiðju og hafnarframkvæmdir samhliða þingkosningum. Fiskeldisfyrirtæki gegna lykilhlutverki í efnahagslegum vexti svæðisins og stuðla að sjálfbærri próteinframleiðslu og nýsköpun. Hins vegar getur stöðugur titringur, mengun og mikill hávaði frá mölunarverksmiðju haft veruleg áhrif á þessi fyrirtæki framtíðaruppbyggingu þeirra. Marklaus úttekt verkfræðifyrirtækis? Verkfræðifyrirtækið COWI skilaði skýrslu í byrjun nóvember sem gerð var til að svara þeim alvarlegu athugasemdum sem First Water gerði við fyrirhugaða mölunarverksmiðju sem staðsetja á nánast við hlið fyrirtækisins við Laxabraut í Þorlákshöfn. Var skýrslan stíluð á Heidelberg á Íslandi. Beindust athugasemdir First Water m.a. að stöðugum titringi sem stafar af starfsemi slíkrar verksmiðju og neikvæðum áhrifum sem slíkur titringur hefur á vaxtaskilyrði eldisfiska og gæði afurða auk fleiri alvarlegra þátta. Í skýrslu COWI virðist fyrst og fremst hafa verið tekið mið af áhrifum verksmiðjunnar á íbúa Þorlákshafnar en í miklu mun minna mæli á starfsemi landeldisfyrirtækja sem liggja steinsnar frá fyrirhugaðri verksmiðju. Neikvæð áhrif á landeldisfisk Rannsóknir sýna að stöðugur titringur getur haft neikvæð áhrif á vöxt, heilsu, streitu og afurðagæði fiska í landeldi. Slíkar aðstæður geta raskað lífeðlisfræðilegri starfsemi fiska, þar með talið ónæmiskerfi þeirra og næringarupptöku. Skert ónæmi eykur viðkvæmni fiska fyrir sjúkdómum, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslu og afkomu fyrirtækjanna. Samhliða getur minni vaxtarhraði leitt til lægri afurðagæða og framleiðslu, sem skerðir hagkvæmni landeldisins og getur sett frekari áform um uppbyggingu í uppnám. Auk þess getur stöðugur titringur haft áhrif á vatnsgæði í kerfum landeldisstöðva. Rannsóknir hafa sýnt að truflun af þessum toga getur raskað hreinsunarkerfum, valdið óstöðugleika í efnajafnvægi og leitt til skemmda á búnaði til lengri tíma litið. Þetta eykur viðhaldskostnað og skapar hættu á óvæntum bilunum sem geta ógnað rekstraröryggi hjá landeldisfyrirtækjum. Þessir þættir voru ekki skoðað af hálfu verkfræðifyrirtækjanna. Hávaðamengun og skaðleg áhrif á landeldi Hávaði er annar þáttur sem hefur skaðleg áhrif á landeldisrekstur. Hávaði getur valdið viðvarandi streitu hjá fiskum, sem hefur áhrif á líðan þeirra og heilsu. Langtímastreita hjá fiskum líkt og öðrum lífverum hefur neikvæð áhrif á vaxtarskilyrði þeirra og gæði afurða. Ekki var skoðað í skýrslu COWI hversu mikill hávaði muni berast frá rekstri mölunarverksmiðjunnar til eldisstöðvanna. Ekki var tekið mið af endurkasti hljóðs frá byggingunni sjálfri. Mælingar sem gerðar voru á núverandi umhverfisaðstæðum m.t.t. hávaða eru því ómarktækar hvað varðar áhrif á rekstur landeldisfyrirtækjanna. Olíumengun í höfninni Norska úttektarfyrirtækið DNV (Det Norske Veritas) gerði úttekt á öryggi og aðstæðum vegna nýrrar hafnar í Keflavík við Þorlákshöfn, en Heidelberg gerir ráð fyrir um 25 flutningaskipum í viku, bæði með aðflutningi hráefnis og útflutningi afurða. Enda stendur til að mylja niður og flytja út heilt fjall og enn stærri hluta af sjávarbotni á viðkvæmu hrygningarsvæði við Landeyjarhöfn. Vegagerðin hefur varað við því að aðstæður fyrir nýja höfn á þessu svæði séu mjög varasamar. Þar sé hafnarstæðið ekki náttúrulegt og há alda nái langt inn á víkina sem geri aðstæður mjög erfiðar. Þungaflutningar í þessa fyrirhuguðu höfn auka hættu á strand- og olíuslysum, með „mjög alvarlegum afleiðingum“ samkvæmt skýrslu DNV. DNV taldi líkur á slysum vissulega ekki miklar – en það vekur þó athygli að þær líkur eru einungis reiknaðar útfrá umferð og meðaltali sjóslysa í heiminum heilt yfir en ekki út frá þeim varasömu aðstæðum sem geta myndast á þessu erfiða hafnarsvæði. Þó svo að deila megi um líkur á sjóslysum í höfninni þá myndi olíumengun að völdum slíks skips hafa gríðarlega alvarleg áhrif á umhverfið sem og rekstur First Water sem sækir jarðsjó og ferskvatn úr jörðu á þessu svæði til landeldisins. Græn ímynd Ölfuss og Íslands í hættu Ísland er í einstakri stöðu til þess að skapa sér sérstöðu í sölu og markaðssetningu á landeldisfiski á alþjóðavísu. Sterkt orðspor Íslands, græn orka og aðgengi að góðum vatnsgæðum og hreinu umhverfi eru lykilatriði þegar kemur að sölu á hágæða próteini um heim allan. Fyrirætlanir um mölunarverksmiðju Heidelberg í Þorlákshöfn teflir í tvísýnu þeim miklu hagsmunum sem undir eru og mun, til lengri tíma litið, skaða ímynd Ölfus sem leiðandi sveitarfélags þegar kemur að grænni atvinnuuppbyggingu og framleiðslu á hágæða matvælum fyrir heimsmarkaðinn. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og bæjarfulltrúi í Ölfusi.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar