Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2024 09:02 Forsenda þess að hægt sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna er að tekið verði á ríkisfjármálunum og stuðlað að ábyrgri hagstjórn. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í Forystusætinu í Ríkisútvarpinu fyrir helgi. Í sama viðtali vildi hún hins vegar aðspurð meina að slíkt væri hreinlega ekki hægt með krónuna sem gjaldmiðil þjóðarinnar! „Við getum ekkert tekið upp stöðugan gjaldmiðil ef það er allt í steik heima hjá okkur. Við verðum að ná tökum á ríkisfjármálunum, ábyrgri hagstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín þannig í viðtalinu. Þetta væri grunnforsenda þess að hægt væri að setja inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru á dagskrá sem áður segir. „Við verðum fyrst að ná tökum á ríkisfjármálunum.“ Með öðrum orðum er það auðvitað hægt með krónunni. Snýst fyrst og síðast um hagstjórnina Vitanlega er það hárrétt hjá Þorgerði Katrínu að málið snýst fyrst og síðast um hagstjórnina. Ekki það hvaða gjaldmiðill er notaður. Hins vegar hentar Viðreisn pólitískt að sparka í krónuna og telja fólki trú um að ef aðeins yrði skipt um gjaldmiðill og annar tekinn upp, sem noetabene myndi seint endurspegla efnahagslegan veruleika á Íslandi eða taka mið af hagsmunum lands og þjóðar, yrði allt svo mikið, mikið betra. Hins vegar er það þannig í kokkabókum Viðreisnar að nokkurn veginn allt sem miður fer efnahagslega hér á landi er krónunni að kenna á meðan ekkert slíkt á evrusvæðinu er evrunni að kenna heldur hagstjórn evruríkjanna. Í hvorugu tilfelli er hins vegar gjaldmiðillinn sökudólgurinn heldur fyrst og fremst sú efnahagslega umgjörð sem honum hefur verið sköpuð. Ekki sízt sem fyrr segir hvernig haldið er á hagstjórninni. Hefðu getað dregið úr verðbólgunni Hitt er svo annað mál að sporin hræða þegar hagstjórn Viðreisnar er annars vegar. Ekki þarf annað en að horfa til Reykjavíkur í þeim efnum þar sem flokkurinn hefur verið við völd ásamt einkum Samfylkingunni og Pírötum undanfarin ár á meðan verðbólgan, sem nú er á hraðri leið niður, hefur geisað. Verðbólga sem umræddir flokkar bera mikla ábyrgð á vegna þeirrar stefnu að viðhalda miklum lóðaskorti í borginni. Helzti drifkraftur verðbólgunnar hér á landi hefur þannig verið aukinn húsnæðiskostnaður fyrir utan innflutta verðbólgu frá Evrópusambandinu framan af. Meirihlutinn í Reykjavík hefur beinlínis staðið gegn því að tryggt væri nægt framboð húsnæðis og ekki aðeins í höfuðborginni sjálfri heldur einnig í nágrannasveitarfélögunum í krafti úrelds samkomulags sem gert var 2015 um vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins. Vilja eingöngu tala um vaxtastigið Hvað efnahagsástandið innan Evrópusambandsins annars varðar hefur það ekki beinlínis verið til að hrópa húrra yfir. Forystumenn Viðreisnar tala einungis um vaxtastigið á evrusvæðinu sem er alls ekki til marks um heilbrigt efnahagsástand. Þvert á móti hefur tilgangurinn með lágum vöxtum verið að reyna að koma stöðnuðu efnahagslífi svæðisins, með tilheyrandi skorti á hagvexti og miklu atvinnuleysi, í gang. Til að mynda hefur verið fjallað um vægast sagt bágt efnahagsástand innan Evrópusambandsins og ekki sízt evrusvæðisins í skýrslum fyrir sambandið sem birtar hafa verið á árinu. Nú síðast skýrslu eftir Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópusambandsins, Mjög langur vegur er þannig frá því að innganga í sambandið væri skref fram á við í efnahagsmálum fyrir utan valdaframsalið sem hún fæli í sér. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Forsenda þess að hægt sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna er að tekið verði á ríkisfjármálunum og stuðlað að ábyrgri hagstjórn. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í Forystusætinu í Ríkisútvarpinu fyrir helgi. Í sama viðtali vildi hún hins vegar aðspurð meina að slíkt væri hreinlega ekki hægt með krónuna sem gjaldmiðil þjóðarinnar! „Við getum ekkert tekið upp stöðugan gjaldmiðil ef það er allt í steik heima hjá okkur. Við verðum að ná tökum á ríkisfjármálunum, ábyrgri hagstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín þannig í viðtalinu. Þetta væri grunnforsenda þess að hægt væri að setja inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru á dagskrá sem áður segir. „Við verðum fyrst að ná tökum á ríkisfjármálunum.“ Með öðrum orðum er það auðvitað hægt með krónunni. Snýst fyrst og síðast um hagstjórnina Vitanlega er það hárrétt hjá Þorgerði Katrínu að málið snýst fyrst og síðast um hagstjórnina. Ekki það hvaða gjaldmiðill er notaður. Hins vegar hentar Viðreisn pólitískt að sparka í krónuna og telja fólki trú um að ef aðeins yrði skipt um gjaldmiðill og annar tekinn upp, sem noetabene myndi seint endurspegla efnahagslegan veruleika á Íslandi eða taka mið af hagsmunum lands og þjóðar, yrði allt svo mikið, mikið betra. Hins vegar er það þannig í kokkabókum Viðreisnar að nokkurn veginn allt sem miður fer efnahagslega hér á landi er krónunni að kenna á meðan ekkert slíkt á evrusvæðinu er evrunni að kenna heldur hagstjórn evruríkjanna. Í hvorugu tilfelli er hins vegar gjaldmiðillinn sökudólgurinn heldur fyrst og fremst sú efnahagslega umgjörð sem honum hefur verið sköpuð. Ekki sízt sem fyrr segir hvernig haldið er á hagstjórninni. Hefðu getað dregið úr verðbólgunni Hitt er svo annað mál að sporin hræða þegar hagstjórn Viðreisnar er annars vegar. Ekki þarf annað en að horfa til Reykjavíkur í þeim efnum þar sem flokkurinn hefur verið við völd ásamt einkum Samfylkingunni og Pírötum undanfarin ár á meðan verðbólgan, sem nú er á hraðri leið niður, hefur geisað. Verðbólga sem umræddir flokkar bera mikla ábyrgð á vegna þeirrar stefnu að viðhalda miklum lóðaskorti í borginni. Helzti drifkraftur verðbólgunnar hér á landi hefur þannig verið aukinn húsnæðiskostnaður fyrir utan innflutta verðbólgu frá Evrópusambandinu framan af. Meirihlutinn í Reykjavík hefur beinlínis staðið gegn því að tryggt væri nægt framboð húsnæðis og ekki aðeins í höfuðborginni sjálfri heldur einnig í nágrannasveitarfélögunum í krafti úrelds samkomulags sem gert var 2015 um vaxtamörk höfuðborgarsvæðisins. Vilja eingöngu tala um vaxtastigið Hvað efnahagsástandið innan Evrópusambandsins annars varðar hefur það ekki beinlínis verið til að hrópa húrra yfir. Forystumenn Viðreisnar tala einungis um vaxtastigið á evrusvæðinu sem er alls ekki til marks um heilbrigt efnahagsástand. Þvert á móti hefur tilgangurinn með lágum vöxtum verið að reyna að koma stöðnuðu efnahagslífi svæðisins, með tilheyrandi skorti á hagvexti og miklu atvinnuleysi, í gang. Til að mynda hefur verið fjallað um vægast sagt bágt efnahagsástand innan Evrópusambandsins og ekki sízt evrusvæðisins í skýrslum fyrir sambandið sem birtar hafa verið á árinu. Nú síðast skýrslu eftir Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópusambandsins, Mjög langur vegur er þannig frá því að innganga í sambandið væri skref fram á við í efnahagsmálum fyrir utan valdaframsalið sem hún fæli í sér. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun