Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 08:17 Hugverkaiðnaður er sú atvinnugrein sem er í mestri sókn hér á landi. Stórkostlegar framfarir hafa orðið á fáum árum innan geirans og vöxtur hennar verið stöðugur. Fyrir tilstilli ríkisstjórna með framtíðarsýn hefur hér verið hlúð að umhverfi nýsköpunarfyrirtækja þannig að eftir því er tekið. Ef allt gengur eftir mun greinin skapa um 320 milljarða í útflutningstekjur á árinu og hefur hún þá tvöfaldast á aðeins fimm árum. Aukin umsvif skapa skilyrði fyrir enn betri lífskjör á Íslandi. Tækifæri í nýjum útflutningsiðnaði hafa skapað verðmæt og eftirsóknarverð störf, en starfsfólk í tækni- og hugverkagreinum hér á landi telja nú hátt í 18.000. Þessi störf eru að öllu jöfnu hálaunastörf þar sem framleiðni, þ.e. sköpuð verðmæti á hverja vinnustund, er talsvert meiri en almennt gengur og gerist í efnahagslífi þjóðarinnar. Framleiðni og lífskjör þjóða eru náskyld fyrirbæri og ef rétt verður á málum haldið er hugverkaiðnaðurinn einungis að slíta barnsskónum. Stærstu skrefin og mesti vöxturinn eru nefnilega fram undan og þá er mikið undir að ekki tapist þau sóknarfæri sem búið er að fjárfesta svo ríkulega í. Mikilvægasti liðurinn í því að sækja fram á sviði hugverkaiðnaðar eru skattahvatar vegna rannsókna og þróunar. Þannig styður ríkið við og stuðlar að áframhaldandi vexti útflutningstekna til framtíðar á sviði nýsköpunar, hugverka og tækni. Jákvæðir hvatar og hófleg skattheimta eru undirstöður fyrir þá miklu fjárfestingu sem hefur átt sér stað í vexti nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi. Auðvelt er að auka tekjur ríkissjóðs með rauðum pennastrikum og hærri sköttum á grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar, þar sem fjórða stoð hugverkaiðnaðar er sú sem hraðast vex. Ég kalla hins vegar eftir stjórnmálamönnum sem hafa langtíma framtíðarsýn fyrir Ísland; eru til í að leggjast á árarnar til að berjast fyrir samkeppnishæfu umhverfi innlendra fyrirtækja í kvikum heimi þar sem samkeppnin er þvert á landamæri. Tækifærin til að efla efnahag Íslands felast í því að einfalt sé fyrir hugmyndaríka frumkvöðla að setja á fót fyrirtæki og að regluverk sé einfalt og gott og eftirlit skilvirkt – að það laði að innlenda og erlenda fjárfestingu frekar en að leggja stein í götu hennar. Nýsköpunarumhverfið á Íslandi er gott en það þarf að skapa hér stöðugleika og fyrirsjáanleika svo hægt sé að þróa lausnir til framtíðar og sækja tækifærin. Um þetta allt mun ég hugsa þegar ég stíg inn í kjörklefann þann 30. nóvember næstkomandi og vonandi landsmenn allir. Því við í hugverkaiðnaði erum bara rétt að byrja – til hagsbóta fyrir okkur öll. Höfundur er forstjóri lyfjafyrirtækisins Coripharma og varaformaður Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Nýsköpun Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Hugverkaiðnaður er sú atvinnugrein sem er í mestri sókn hér á landi. Stórkostlegar framfarir hafa orðið á fáum árum innan geirans og vöxtur hennar verið stöðugur. Fyrir tilstilli ríkisstjórna með framtíðarsýn hefur hér verið hlúð að umhverfi nýsköpunarfyrirtækja þannig að eftir því er tekið. Ef allt gengur eftir mun greinin skapa um 320 milljarða í útflutningstekjur á árinu og hefur hún þá tvöfaldast á aðeins fimm árum. Aukin umsvif skapa skilyrði fyrir enn betri lífskjör á Íslandi. Tækifæri í nýjum útflutningsiðnaði hafa skapað verðmæt og eftirsóknarverð störf, en starfsfólk í tækni- og hugverkagreinum hér á landi telja nú hátt í 18.000. Þessi störf eru að öllu jöfnu hálaunastörf þar sem framleiðni, þ.e. sköpuð verðmæti á hverja vinnustund, er talsvert meiri en almennt gengur og gerist í efnahagslífi þjóðarinnar. Framleiðni og lífskjör þjóða eru náskyld fyrirbæri og ef rétt verður á málum haldið er hugverkaiðnaðurinn einungis að slíta barnsskónum. Stærstu skrefin og mesti vöxturinn eru nefnilega fram undan og þá er mikið undir að ekki tapist þau sóknarfæri sem búið er að fjárfesta svo ríkulega í. Mikilvægasti liðurinn í því að sækja fram á sviði hugverkaiðnaðar eru skattahvatar vegna rannsókna og þróunar. Þannig styður ríkið við og stuðlar að áframhaldandi vexti útflutningstekna til framtíðar á sviði nýsköpunar, hugverka og tækni. Jákvæðir hvatar og hófleg skattheimta eru undirstöður fyrir þá miklu fjárfestingu sem hefur átt sér stað í vexti nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi. Auðvelt er að auka tekjur ríkissjóðs með rauðum pennastrikum og hærri sköttum á grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar, þar sem fjórða stoð hugverkaiðnaðar er sú sem hraðast vex. Ég kalla hins vegar eftir stjórnmálamönnum sem hafa langtíma framtíðarsýn fyrir Ísland; eru til í að leggjast á árarnar til að berjast fyrir samkeppnishæfu umhverfi innlendra fyrirtækja í kvikum heimi þar sem samkeppnin er þvert á landamæri. Tækifærin til að efla efnahag Íslands felast í því að einfalt sé fyrir hugmyndaríka frumkvöðla að setja á fót fyrirtæki og að regluverk sé einfalt og gott og eftirlit skilvirkt – að það laði að innlenda og erlenda fjárfestingu frekar en að leggja stein í götu hennar. Nýsköpunarumhverfið á Íslandi er gott en það þarf að skapa hér stöðugleika og fyrirsjáanleika svo hægt sé að þróa lausnir til framtíðar og sækja tækifærin. Um þetta allt mun ég hugsa þegar ég stíg inn í kjörklefann þann 30. nóvember næstkomandi og vonandi landsmenn allir. Því við í hugverkaiðnaði erum bara rétt að byrja – til hagsbóta fyrir okkur öll. Höfundur er forstjóri lyfjafyrirtækisins Coripharma og varaformaður Samtaka iðnaðarins
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar