Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar 19. nóvember 2024 17:47 „Við erum tilbúin til uppbyggilegs samtals,“ sögðum við í júlí þegar bæjaryfirvöld á Akureyri boðuðu breytingar á gjaldskrám. Við fögnuðum loforðum um samráð, um víðtækt samtal við hagsmunaaðila og um reglulegt endurmatsferli þar sem allir kæmu að borðinu. Nú aðeins fjórum mánuðum síðar stendur eftir sársaukafullt svik á trausti launafólks. Í stað samtals og samráðs virðast vera að raungerast víðtækar gjaldskrárhækkanir sem eru hrein árás á kaupmátt launafólks. Gríðarlegar hækkanir á grunnþjónustu Staðreyndirnar eru sláandi. Á meðan verkalýðshreyfingin sýndi ábyrgð með því að ganga að 3,5% launahækkun í þágu stöðugleika, ætla Norðurorka og Akureyrarbær sér að hækka gjaldskrár langt umfram allar eðlilegar forsendur. Hitaveitan hækkar um 7,5%, rafveitan um 9,2%, vatnsveitan um 5,2% og fráveitan um heilar 11,2%. Ofan á þetta bætast svo sorphirðugjöld sem eiga að hækka um ótrúlegar 57,4%, líklegast afsakað í nafni kerfisbreytinga. Kjarabætur étnar upp Setjum þetta í samhengi við raunveruleika venjulegs launafólks. Sá sem er með 600.000 krónur á mánuði fær 21.000 króna launahækkun fyrir skatt samkvæmt kjarasamningum, eða um 13-14.000 krónur eftir skatta. Á móti koma hækkanir á grunnþjónustu upp á rúmar 5.000 krónur á mánuði og þá er ekki tekið tillit til annarra verðhækkana sem munu óhjákvæmilega fylgja í kjölfarið. Það sem átti að vera kjarabót verður í raun kjaraskerðing. Traust og trúnaður brotinn Þetta er ekki bara tæknilegt mál um prósentur og krónur. Þetta er grundvallarspurning um trúnað og traust. Í sumar lofuðu bæjaryfirvöld samtali og samráði. Þau töluðu um mikilvægi þess að skoða áhrif breytinga á ólíka tekjuhópa, gagnsæi og upplýsingagjöf. Þau lofuðu gagnsæi og upplýsingagjöf. Ekkert af þessu var efnt. Þess í stað var tilkynnt um hækkanir sem gengu þvert á allar forsendur stöðugleikasamninga. Skatttekjur hækka umfram kjarasamninga Akureyrarbær gerir ráð fyrir að skatttekjur hækki um 8,87% á næsta ári - langt umfram þær launahækkanir sem samið var um. Almennur rekstrarkostnaður á að hækka um 3,9% á sama tíma og íbúar eiga að taka á sig margfaldar hækkanir á grunnþjónustu. Þetta gengur ekki upp. Krafa um tafarlausar aðgerðir Við krefjumst þess að ríkisstjórnin og sveitarfélög grípi strax inn í þessa óheillaþróun. Endurskoðunarákvæði kjarasamninga verður að virkja ef verðbólga fer yfir mörk og sérstakur stuðningur verður að koma til tekjulægri heimila. Það er óásættanlegt að opinberir aðilar séu sjálfir að keyra upp verðbólgu með gegndarlausum hækkunum á grunnþjónustu. Verðbólgudraugurinn endurvakinn Hækkanir af þessari stærðargráðu á grunnþjónustu eru bein uppskrift að aukinni verðbólgu. Á sama tíma og Seðlabankinn berst við að ná verðbólgu niður með háu vaxtastigi virðast opinberir aðilar vinna gegn því markmiði með því að keyra upp verðlag. Slíkar hækkanir munu óhjákvæmilega smitast út í verðlag og gera baráttuna við verðbólgu enn erfiðari. Þetta er þeim mun alvarlegra í ljósi þess að grunnþjónusta sveitarfélaga og opinberra fyrirtækja vegur þungt í vísitölu neysluverðs. Ákall til kjósenda Nú þegar gengið er að kjörborðinu þurfa kjósendur að spyrja sig: Viljum við að stjórnvöld sem gefa orð sín að vettugi ráði ferðinni? Launafólk hefur rétt á stjórnvöldum sem standa vörð um þeirra hagsmuni – og verkalýðshreyfingin mun gera sitt til að tryggja að svo verði. Hverjir munu raunverulega standa vörð um kaupmátt launafólks? Hverjir munu setja hömlur á gjaldskrárhækkanir opinberra aðila og hverjir muni tryggja að stöðugleikasamningunum verði fylgt? Og ekki síst - hverjir muni tryggja að loforð um samráð séu ekki bara orðin tóm? Við krefjumst þess að kjósendur taki ábyrgð sína alvarlega og velji stjórnmálamenn sem standa með launafólki og forðast svik. Verkalýðshreyfingin mun ekki sitja hjá aðgerðarlaus á meðan opinberir aðilar og sveitarfélög svíkja gefin loforð og eyðileggja þann árangur sem náðst hefur í kjarasamningum. Við munum ekki horfa upp á kaupmátt félagsmanna okkar étinn upp af stjórnvöldum sem virða orð sín að vettugi. Staðreyndir máls - Boðaðar hækkanir 2025 Norðurorka: Hitaveita: 7,5% Rafveita: 9,2% Vatnsveita: 5,2% Fráveita: 11,2% Sorphirðugjöld: Hækkun: 57,4% Úr 50.268 kr. í 79.100 kr. á ári Mánaðarleg hækkun: 2.403 kr. Akureyrarbær: Almenn hækkun rekstrarkostnaðar: 3,9% Skatttekjur hækka um: 8,87% Til samanburðar: Samningsbundin launahækkun: 3,5% Heimildir: Forsendur fyrir fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun, Akureyrarbær Norðurorka fundargerð frá 22.10.2024 Gjaldskrá sorphirðu 2025 Höfundur er formaður Einingar-iðju Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Við erum tilbúin til uppbyggilegs samtals,“ sögðum við í júlí þegar bæjaryfirvöld á Akureyri boðuðu breytingar á gjaldskrám. Við fögnuðum loforðum um samráð, um víðtækt samtal við hagsmunaaðila og um reglulegt endurmatsferli þar sem allir kæmu að borðinu. Nú aðeins fjórum mánuðum síðar stendur eftir sársaukafullt svik á trausti launafólks. Í stað samtals og samráðs virðast vera að raungerast víðtækar gjaldskrárhækkanir sem eru hrein árás á kaupmátt launafólks. Gríðarlegar hækkanir á grunnþjónustu Staðreyndirnar eru sláandi. Á meðan verkalýðshreyfingin sýndi ábyrgð með því að ganga að 3,5% launahækkun í þágu stöðugleika, ætla Norðurorka og Akureyrarbær sér að hækka gjaldskrár langt umfram allar eðlilegar forsendur. Hitaveitan hækkar um 7,5%, rafveitan um 9,2%, vatnsveitan um 5,2% og fráveitan um heilar 11,2%. Ofan á þetta bætast svo sorphirðugjöld sem eiga að hækka um ótrúlegar 57,4%, líklegast afsakað í nafni kerfisbreytinga. Kjarabætur étnar upp Setjum þetta í samhengi við raunveruleika venjulegs launafólks. Sá sem er með 600.000 krónur á mánuði fær 21.000 króna launahækkun fyrir skatt samkvæmt kjarasamningum, eða um 13-14.000 krónur eftir skatta. Á móti koma hækkanir á grunnþjónustu upp á rúmar 5.000 krónur á mánuði og þá er ekki tekið tillit til annarra verðhækkana sem munu óhjákvæmilega fylgja í kjölfarið. Það sem átti að vera kjarabót verður í raun kjaraskerðing. Traust og trúnaður brotinn Þetta er ekki bara tæknilegt mál um prósentur og krónur. Þetta er grundvallarspurning um trúnað og traust. Í sumar lofuðu bæjaryfirvöld samtali og samráði. Þau töluðu um mikilvægi þess að skoða áhrif breytinga á ólíka tekjuhópa, gagnsæi og upplýsingagjöf. Þau lofuðu gagnsæi og upplýsingagjöf. Ekkert af þessu var efnt. Þess í stað var tilkynnt um hækkanir sem gengu þvert á allar forsendur stöðugleikasamninga. Skatttekjur hækka umfram kjarasamninga Akureyrarbær gerir ráð fyrir að skatttekjur hækki um 8,87% á næsta ári - langt umfram þær launahækkanir sem samið var um. Almennur rekstrarkostnaður á að hækka um 3,9% á sama tíma og íbúar eiga að taka á sig margfaldar hækkanir á grunnþjónustu. Þetta gengur ekki upp. Krafa um tafarlausar aðgerðir Við krefjumst þess að ríkisstjórnin og sveitarfélög grípi strax inn í þessa óheillaþróun. Endurskoðunarákvæði kjarasamninga verður að virkja ef verðbólga fer yfir mörk og sérstakur stuðningur verður að koma til tekjulægri heimila. Það er óásættanlegt að opinberir aðilar séu sjálfir að keyra upp verðbólgu með gegndarlausum hækkunum á grunnþjónustu. Verðbólgudraugurinn endurvakinn Hækkanir af þessari stærðargráðu á grunnþjónustu eru bein uppskrift að aukinni verðbólgu. Á sama tíma og Seðlabankinn berst við að ná verðbólgu niður með háu vaxtastigi virðast opinberir aðilar vinna gegn því markmiði með því að keyra upp verðlag. Slíkar hækkanir munu óhjákvæmilega smitast út í verðlag og gera baráttuna við verðbólgu enn erfiðari. Þetta er þeim mun alvarlegra í ljósi þess að grunnþjónusta sveitarfélaga og opinberra fyrirtækja vegur þungt í vísitölu neysluverðs. Ákall til kjósenda Nú þegar gengið er að kjörborðinu þurfa kjósendur að spyrja sig: Viljum við að stjórnvöld sem gefa orð sín að vettugi ráði ferðinni? Launafólk hefur rétt á stjórnvöldum sem standa vörð um þeirra hagsmuni – og verkalýðshreyfingin mun gera sitt til að tryggja að svo verði. Hverjir munu raunverulega standa vörð um kaupmátt launafólks? Hverjir munu setja hömlur á gjaldskrárhækkanir opinberra aðila og hverjir muni tryggja að stöðugleikasamningunum verði fylgt? Og ekki síst - hverjir muni tryggja að loforð um samráð séu ekki bara orðin tóm? Við krefjumst þess að kjósendur taki ábyrgð sína alvarlega og velji stjórnmálamenn sem standa með launafólki og forðast svik. Verkalýðshreyfingin mun ekki sitja hjá aðgerðarlaus á meðan opinberir aðilar og sveitarfélög svíkja gefin loforð og eyðileggja þann árangur sem náðst hefur í kjarasamningum. Við munum ekki horfa upp á kaupmátt félagsmanna okkar étinn upp af stjórnvöldum sem virða orð sín að vettugi. Staðreyndir máls - Boðaðar hækkanir 2025 Norðurorka: Hitaveita: 7,5% Rafveita: 9,2% Vatnsveita: 5,2% Fráveita: 11,2% Sorphirðugjöld: Hækkun: 57,4% Úr 50.268 kr. í 79.100 kr. á ári Mánaðarleg hækkun: 2.403 kr. Akureyrarbær: Almenn hækkun rekstrarkostnaðar: 3,9% Skatttekjur hækka um: 8,87% Til samanburðar: Samningsbundin launahækkun: 3,5% Heimildir: Forsendur fyrir fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun, Akureyrarbær Norðurorka fundargerð frá 22.10.2024 Gjaldskrá sorphirðu 2025 Höfundur er formaður Einingar-iðju
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar