Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar 19. nóvember 2024 17:47 „Við erum tilbúin til uppbyggilegs samtals,“ sögðum við í júlí þegar bæjaryfirvöld á Akureyri boðuðu breytingar á gjaldskrám. Við fögnuðum loforðum um samráð, um víðtækt samtal við hagsmunaaðila og um reglulegt endurmatsferli þar sem allir kæmu að borðinu. Nú aðeins fjórum mánuðum síðar stendur eftir sársaukafullt svik á trausti launafólks. Í stað samtals og samráðs virðast vera að raungerast víðtækar gjaldskrárhækkanir sem eru hrein árás á kaupmátt launafólks. Gríðarlegar hækkanir á grunnþjónustu Staðreyndirnar eru sláandi. Á meðan verkalýðshreyfingin sýndi ábyrgð með því að ganga að 3,5% launahækkun í þágu stöðugleika, ætla Norðurorka og Akureyrarbær sér að hækka gjaldskrár langt umfram allar eðlilegar forsendur. Hitaveitan hækkar um 7,5%, rafveitan um 9,2%, vatnsveitan um 5,2% og fráveitan um heilar 11,2%. Ofan á þetta bætast svo sorphirðugjöld sem eiga að hækka um ótrúlegar 57,4%, líklegast afsakað í nafni kerfisbreytinga. Kjarabætur étnar upp Setjum þetta í samhengi við raunveruleika venjulegs launafólks. Sá sem er með 600.000 krónur á mánuði fær 21.000 króna launahækkun fyrir skatt samkvæmt kjarasamningum, eða um 13-14.000 krónur eftir skatta. Á móti koma hækkanir á grunnþjónustu upp á rúmar 5.000 krónur á mánuði og þá er ekki tekið tillit til annarra verðhækkana sem munu óhjákvæmilega fylgja í kjölfarið. Það sem átti að vera kjarabót verður í raun kjaraskerðing. Traust og trúnaður brotinn Þetta er ekki bara tæknilegt mál um prósentur og krónur. Þetta er grundvallarspurning um trúnað og traust. Í sumar lofuðu bæjaryfirvöld samtali og samráði. Þau töluðu um mikilvægi þess að skoða áhrif breytinga á ólíka tekjuhópa, gagnsæi og upplýsingagjöf. Þau lofuðu gagnsæi og upplýsingagjöf. Ekkert af þessu var efnt. Þess í stað var tilkynnt um hækkanir sem gengu þvert á allar forsendur stöðugleikasamninga. Skatttekjur hækka umfram kjarasamninga Akureyrarbær gerir ráð fyrir að skatttekjur hækki um 8,87% á næsta ári - langt umfram þær launahækkanir sem samið var um. Almennur rekstrarkostnaður á að hækka um 3,9% á sama tíma og íbúar eiga að taka á sig margfaldar hækkanir á grunnþjónustu. Þetta gengur ekki upp. Krafa um tafarlausar aðgerðir Við krefjumst þess að ríkisstjórnin og sveitarfélög grípi strax inn í þessa óheillaþróun. Endurskoðunarákvæði kjarasamninga verður að virkja ef verðbólga fer yfir mörk og sérstakur stuðningur verður að koma til tekjulægri heimila. Það er óásættanlegt að opinberir aðilar séu sjálfir að keyra upp verðbólgu með gegndarlausum hækkunum á grunnþjónustu. Verðbólgudraugurinn endurvakinn Hækkanir af þessari stærðargráðu á grunnþjónustu eru bein uppskrift að aukinni verðbólgu. Á sama tíma og Seðlabankinn berst við að ná verðbólgu niður með háu vaxtastigi virðast opinberir aðilar vinna gegn því markmiði með því að keyra upp verðlag. Slíkar hækkanir munu óhjákvæmilega smitast út í verðlag og gera baráttuna við verðbólgu enn erfiðari. Þetta er þeim mun alvarlegra í ljósi þess að grunnþjónusta sveitarfélaga og opinberra fyrirtækja vegur þungt í vísitölu neysluverðs. Ákall til kjósenda Nú þegar gengið er að kjörborðinu þurfa kjósendur að spyrja sig: Viljum við að stjórnvöld sem gefa orð sín að vettugi ráði ferðinni? Launafólk hefur rétt á stjórnvöldum sem standa vörð um þeirra hagsmuni – og verkalýðshreyfingin mun gera sitt til að tryggja að svo verði. Hverjir munu raunverulega standa vörð um kaupmátt launafólks? Hverjir munu setja hömlur á gjaldskrárhækkanir opinberra aðila og hverjir muni tryggja að stöðugleikasamningunum verði fylgt? Og ekki síst - hverjir muni tryggja að loforð um samráð séu ekki bara orðin tóm? Við krefjumst þess að kjósendur taki ábyrgð sína alvarlega og velji stjórnmálamenn sem standa með launafólki og forðast svik. Verkalýðshreyfingin mun ekki sitja hjá aðgerðarlaus á meðan opinberir aðilar og sveitarfélög svíkja gefin loforð og eyðileggja þann árangur sem náðst hefur í kjarasamningum. Við munum ekki horfa upp á kaupmátt félagsmanna okkar étinn upp af stjórnvöldum sem virða orð sín að vettugi. Staðreyndir máls - Boðaðar hækkanir 2025 Norðurorka: Hitaveita: 7,5% Rafveita: 9,2% Vatnsveita: 5,2% Fráveita: 11,2% Sorphirðugjöld: Hækkun: 57,4% Úr 50.268 kr. í 79.100 kr. á ári Mánaðarleg hækkun: 2.403 kr. Akureyrarbær: Almenn hækkun rekstrarkostnaðar: 3,9% Skatttekjur hækka um: 8,87% Til samanburðar: Samningsbundin launahækkun: 3,5% Heimildir: Forsendur fyrir fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun, Akureyrarbær Norðurorka fundargerð frá 22.10.2024 Gjaldskrá sorphirðu 2025 Höfundur er formaður Einingar-iðju Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
„Við erum tilbúin til uppbyggilegs samtals,“ sögðum við í júlí þegar bæjaryfirvöld á Akureyri boðuðu breytingar á gjaldskrám. Við fögnuðum loforðum um samráð, um víðtækt samtal við hagsmunaaðila og um reglulegt endurmatsferli þar sem allir kæmu að borðinu. Nú aðeins fjórum mánuðum síðar stendur eftir sársaukafullt svik á trausti launafólks. Í stað samtals og samráðs virðast vera að raungerast víðtækar gjaldskrárhækkanir sem eru hrein árás á kaupmátt launafólks. Gríðarlegar hækkanir á grunnþjónustu Staðreyndirnar eru sláandi. Á meðan verkalýðshreyfingin sýndi ábyrgð með því að ganga að 3,5% launahækkun í þágu stöðugleika, ætla Norðurorka og Akureyrarbær sér að hækka gjaldskrár langt umfram allar eðlilegar forsendur. Hitaveitan hækkar um 7,5%, rafveitan um 9,2%, vatnsveitan um 5,2% og fráveitan um heilar 11,2%. Ofan á þetta bætast svo sorphirðugjöld sem eiga að hækka um ótrúlegar 57,4%, líklegast afsakað í nafni kerfisbreytinga. Kjarabætur étnar upp Setjum þetta í samhengi við raunveruleika venjulegs launafólks. Sá sem er með 600.000 krónur á mánuði fær 21.000 króna launahækkun fyrir skatt samkvæmt kjarasamningum, eða um 13-14.000 krónur eftir skatta. Á móti koma hækkanir á grunnþjónustu upp á rúmar 5.000 krónur á mánuði og þá er ekki tekið tillit til annarra verðhækkana sem munu óhjákvæmilega fylgja í kjölfarið. Það sem átti að vera kjarabót verður í raun kjaraskerðing. Traust og trúnaður brotinn Þetta er ekki bara tæknilegt mál um prósentur og krónur. Þetta er grundvallarspurning um trúnað og traust. Í sumar lofuðu bæjaryfirvöld samtali og samráði. Þau töluðu um mikilvægi þess að skoða áhrif breytinga á ólíka tekjuhópa, gagnsæi og upplýsingagjöf. Þau lofuðu gagnsæi og upplýsingagjöf. Ekkert af þessu var efnt. Þess í stað var tilkynnt um hækkanir sem gengu þvert á allar forsendur stöðugleikasamninga. Skatttekjur hækka umfram kjarasamninga Akureyrarbær gerir ráð fyrir að skatttekjur hækki um 8,87% á næsta ári - langt umfram þær launahækkanir sem samið var um. Almennur rekstrarkostnaður á að hækka um 3,9% á sama tíma og íbúar eiga að taka á sig margfaldar hækkanir á grunnþjónustu. Þetta gengur ekki upp. Krafa um tafarlausar aðgerðir Við krefjumst þess að ríkisstjórnin og sveitarfélög grípi strax inn í þessa óheillaþróun. Endurskoðunarákvæði kjarasamninga verður að virkja ef verðbólga fer yfir mörk og sérstakur stuðningur verður að koma til tekjulægri heimila. Það er óásættanlegt að opinberir aðilar séu sjálfir að keyra upp verðbólgu með gegndarlausum hækkunum á grunnþjónustu. Verðbólgudraugurinn endurvakinn Hækkanir af þessari stærðargráðu á grunnþjónustu eru bein uppskrift að aukinni verðbólgu. Á sama tíma og Seðlabankinn berst við að ná verðbólgu niður með háu vaxtastigi virðast opinberir aðilar vinna gegn því markmiði með því að keyra upp verðlag. Slíkar hækkanir munu óhjákvæmilega smitast út í verðlag og gera baráttuna við verðbólgu enn erfiðari. Þetta er þeim mun alvarlegra í ljósi þess að grunnþjónusta sveitarfélaga og opinberra fyrirtækja vegur þungt í vísitölu neysluverðs. Ákall til kjósenda Nú þegar gengið er að kjörborðinu þurfa kjósendur að spyrja sig: Viljum við að stjórnvöld sem gefa orð sín að vettugi ráði ferðinni? Launafólk hefur rétt á stjórnvöldum sem standa vörð um þeirra hagsmuni – og verkalýðshreyfingin mun gera sitt til að tryggja að svo verði. Hverjir munu raunverulega standa vörð um kaupmátt launafólks? Hverjir munu setja hömlur á gjaldskrárhækkanir opinberra aðila og hverjir muni tryggja að stöðugleikasamningunum verði fylgt? Og ekki síst - hverjir muni tryggja að loforð um samráð séu ekki bara orðin tóm? Við krefjumst þess að kjósendur taki ábyrgð sína alvarlega og velji stjórnmálamenn sem standa með launafólki og forðast svik. Verkalýðshreyfingin mun ekki sitja hjá aðgerðarlaus á meðan opinberir aðilar og sveitarfélög svíkja gefin loforð og eyðileggja þann árangur sem náðst hefur í kjarasamningum. Við munum ekki horfa upp á kaupmátt félagsmanna okkar étinn upp af stjórnvöldum sem virða orð sín að vettugi. Staðreyndir máls - Boðaðar hækkanir 2025 Norðurorka: Hitaveita: 7,5% Rafveita: 9,2% Vatnsveita: 5,2% Fráveita: 11,2% Sorphirðugjöld: Hækkun: 57,4% Úr 50.268 kr. í 79.100 kr. á ári Mánaðarleg hækkun: 2.403 kr. Akureyrarbær: Almenn hækkun rekstrarkostnaðar: 3,9% Skatttekjur hækka um: 8,87% Til samanburðar: Samningsbundin launahækkun: 3,5% Heimildir: Forsendur fyrir fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun, Akureyrarbær Norðurorka fundargerð frá 22.10.2024 Gjaldskrá sorphirðu 2025 Höfundur er formaður Einingar-iðju
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun