Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2024 08:32 Í of langan tíma hafa heimili og fyrirtæki þurft að þola óásættanlegt vaxtastig. Ástæðurnar eru vel þekktar: Seðlabankinn þurfti fyrst að bregðast við alþjóðlegum verðbólguskell og svo með frekari vaxtahækkunum þegar launahækkanir og mikill kraftur í hagkerfinu héldu glæðum lengur í verðbólgunni. Síðastliðið ár hafa þó hlutirnir þróast til betri vegar – verðbólga hefur minnkað og vextir eru teknir að lækka. Óhætt er að segja að byggst hafi upp miklar væntingar um vaxtalækkun þegar Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun á morgun. Hvað sem gerist, þá eru verulegar vaxtalækkanir næstu mánuði að teiknast upp ef haldið er rétt á spilunum. Því hefur yfirveguð og traust hagstjórn skilað og það kristallast í fimm staðreyndum. 1. Verðbólga hefur minnkað í takt við spár Sú mikilvægasta er að verðbólgan hefur minnkað mikið og er nú í frjálsu falli. Verðbólgan mælist nú 5,1% en var 8% fyrir ári. Spár gera nú ráð fyrir að verðbólgan í nóvember sé um 4,5%. Verði það raunin hefur verðlag hækkað um einungis 1% síðasta hálfa árið. Enda eru spár að gera ráð fyrir að verðbólgan hjaðni áfram næstu mánuði. Hófsamir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði, sem stjórnvöld studdu dyggilega, hafa skipt sköpum. 2. Verðbólguvæntingar nálgast verðbólgumarkmið Ekki bara spár, heldur einnig væntingar gera ráð fyrir að verðbólgan fari minnkandi. Það sést á mörkuðum og þegar fólk er einfaldlega spurt. Markaðsaðilar telja að verðbólga eftir ár verið 3,5% eftir ár, innan vikmarka verðbólgumarkmiðs. Svoleiðis tölur hafa ekki sést síðan 2021. Verðbólguvæntingar til langs tíma hafa ekki verið lægri síðan í byrjun árs 2022. 3. Krónan er stöðug og styrkist Lykilþáttur í því að horfurnar eru góðar er að krónan hefur verið mjög stöðug síðustu misseri. Það sem meira er, þá hefur hún nú styrkst síðustu daga og ekki verið sterkari í meira en ár. Ekki er hægt að skýra þennan stöðugleika með öðru en að undirstöður hagkerfisins, stórbætt umgjörð hagstjórnar, fremur litlar skuldir og stór gjaldeyrisforði skipti höfuðmáli. 4. Hagkerfið í mjúkri lendingu Verðbólga er slæm en atvinnuleysi er jafnvel verra og getur hæglega verið afleiðing þess þegar verðbólga er barin niður með aðhaldssamri hagstjórn. Slíkt erum við ekki að sjá. Skráð atvinnuleysi var aðeins 3,4% í október, samanborið við 3,2% á síðasta ári. Að auki er störfum enn að fjölga í einkageiranum – um 2% milli ára á síðasta ársfjórðungi. Líklegt er að hagvöxtur þessi misserin reynist lítill en hingað til er hagkerfið á góðri siglingu. 5. Aðhald í ríkisfjármálum staðfest í fjárlögum fyrir næsta ár Loks er ljóst að aðhald í ríkisfjármálum hefur skilað sér. Frá 2022 hafa ríkisfjármálin verið aðhaldssöm og vegið gegn mikilli eftirspurn í einkageiranum. Bæði fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabankinn hafa metið að fjárlög ársins 2025 feli í sér áframhaldandi aðhald. Þær breytingar sem urðu í meðförum Alþingis tryggja að svo verði, en lakari afkoma en áður var talið helgast nær alfarið af lakari þjóðhagsspá Hagstofunnar. Skreytt stolnum fjöðrum? Þegar allt er tekið er augljóst að við erum á réttri leið og mikill árangur hefur náðst. Ef engin óvænt áföll koma upp er staðreynd málsins að hagstjórnarákvarðanir undanfarin misseri eru búnar að stilla kúrsinn inn á vaxtalækkanir næstu mánuði, enda taka ákvarðanirnar eitt ár eða lengri tíma að hafa áhrif á verðbólguna. Hægt er að stilla kúrsinn betur og tækifærin til frekari framfara eru takmarkalaus en stóra myndin er skýr. Nú þegar allir stjórnmálaflokkar keppast við að lofa vaxtalækkunum er mikilvægt að hafa þetta í huga. Það kapphlaup felur í sér að hinir sömu eru að segja að fráfarandi ríkisstjórn hafi gert vel ef vextir lækka á miðvikudaginn. Nema þeir sömu flokkar séu að segja að stefna ríkisstjórnar skipti engu máli, en þá eru þeir líka að segja að þeir sjálfir geti ekkert gert í vaxtastiginu. Það er eitthvað fyrir kjósendur að hugsa um. Höfundur er efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Konráð S. Guðjónsson Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Í of langan tíma hafa heimili og fyrirtæki þurft að þola óásættanlegt vaxtastig. Ástæðurnar eru vel þekktar: Seðlabankinn þurfti fyrst að bregðast við alþjóðlegum verðbólguskell og svo með frekari vaxtahækkunum þegar launahækkanir og mikill kraftur í hagkerfinu héldu glæðum lengur í verðbólgunni. Síðastliðið ár hafa þó hlutirnir þróast til betri vegar – verðbólga hefur minnkað og vextir eru teknir að lækka. Óhætt er að segja að byggst hafi upp miklar væntingar um vaxtalækkun þegar Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun á morgun. Hvað sem gerist, þá eru verulegar vaxtalækkanir næstu mánuði að teiknast upp ef haldið er rétt á spilunum. Því hefur yfirveguð og traust hagstjórn skilað og það kristallast í fimm staðreyndum. 1. Verðbólga hefur minnkað í takt við spár Sú mikilvægasta er að verðbólgan hefur minnkað mikið og er nú í frjálsu falli. Verðbólgan mælist nú 5,1% en var 8% fyrir ári. Spár gera nú ráð fyrir að verðbólgan í nóvember sé um 4,5%. Verði það raunin hefur verðlag hækkað um einungis 1% síðasta hálfa árið. Enda eru spár að gera ráð fyrir að verðbólgan hjaðni áfram næstu mánuði. Hófsamir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði, sem stjórnvöld studdu dyggilega, hafa skipt sköpum. 2. Verðbólguvæntingar nálgast verðbólgumarkmið Ekki bara spár, heldur einnig væntingar gera ráð fyrir að verðbólgan fari minnkandi. Það sést á mörkuðum og þegar fólk er einfaldlega spurt. Markaðsaðilar telja að verðbólga eftir ár verið 3,5% eftir ár, innan vikmarka verðbólgumarkmiðs. Svoleiðis tölur hafa ekki sést síðan 2021. Verðbólguvæntingar til langs tíma hafa ekki verið lægri síðan í byrjun árs 2022. 3. Krónan er stöðug og styrkist Lykilþáttur í því að horfurnar eru góðar er að krónan hefur verið mjög stöðug síðustu misseri. Það sem meira er, þá hefur hún nú styrkst síðustu daga og ekki verið sterkari í meira en ár. Ekki er hægt að skýra þennan stöðugleika með öðru en að undirstöður hagkerfisins, stórbætt umgjörð hagstjórnar, fremur litlar skuldir og stór gjaldeyrisforði skipti höfuðmáli. 4. Hagkerfið í mjúkri lendingu Verðbólga er slæm en atvinnuleysi er jafnvel verra og getur hæglega verið afleiðing þess þegar verðbólga er barin niður með aðhaldssamri hagstjórn. Slíkt erum við ekki að sjá. Skráð atvinnuleysi var aðeins 3,4% í október, samanborið við 3,2% á síðasta ári. Að auki er störfum enn að fjölga í einkageiranum – um 2% milli ára á síðasta ársfjórðungi. Líklegt er að hagvöxtur þessi misserin reynist lítill en hingað til er hagkerfið á góðri siglingu. 5. Aðhald í ríkisfjármálum staðfest í fjárlögum fyrir næsta ár Loks er ljóst að aðhald í ríkisfjármálum hefur skilað sér. Frá 2022 hafa ríkisfjármálin verið aðhaldssöm og vegið gegn mikilli eftirspurn í einkageiranum. Bæði fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabankinn hafa metið að fjárlög ársins 2025 feli í sér áframhaldandi aðhald. Þær breytingar sem urðu í meðförum Alþingis tryggja að svo verði, en lakari afkoma en áður var talið helgast nær alfarið af lakari þjóðhagsspá Hagstofunnar. Skreytt stolnum fjöðrum? Þegar allt er tekið er augljóst að við erum á réttri leið og mikill árangur hefur náðst. Ef engin óvænt áföll koma upp er staðreynd málsins að hagstjórnarákvarðanir undanfarin misseri eru búnar að stilla kúrsinn inn á vaxtalækkanir næstu mánuði, enda taka ákvarðanirnar eitt ár eða lengri tíma að hafa áhrif á verðbólguna. Hægt er að stilla kúrsinn betur og tækifærin til frekari framfara eru takmarkalaus en stóra myndin er skýr. Nú þegar allir stjórnmálaflokkar keppast við að lofa vaxtalækkunum er mikilvægt að hafa þetta í huga. Það kapphlaup felur í sér að hinir sömu eru að segja að fráfarandi ríkisstjórn hafi gert vel ef vextir lækka á miðvikudaginn. Nema þeir sömu flokkar séu að segja að stefna ríkisstjórnar skipti engu máli, en þá eru þeir líka að segja að þeir sjálfir geti ekkert gert í vaxtastiginu. Það er eitthvað fyrir kjósendur að hugsa um. Höfundur er efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun