Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 07:00 Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að flakka um Norðvesturkjördæmi síðastliðnar vikur. Það er augljóslega mikil gróska í kjördæminu sem er stútfullt af tækifærum – birtu og von. Það hefur verið magnað að fylgjast með uppgangi nýsköpunar, frumkvöðlastarfs og vaxtar í kjördæminu. Eftir áratugi af fólksfækkun virðist dæmið loksins vera mögulega að snúast við. En til þess að hægt sé að byggja áfram upp á svæðinu og til þess að tækifæri geti orðið að veruleika er nauðsynlegt að tryggja þar sterkar undirstöður – sterka innviði. Það er samt ein skuggahlið á annars björtum tónum. Hvert sem ég fer segir fólk mér frá þeim ótta sem fylgir því að neyðast til að keyra á lélegum og hættulegum vegum á milli staða til að sækja vinnu eða aðra grunnþjónustu. Jafnvel á hverjum einasta degi. Ég velti því stundum fyrir mér hvort fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu geri sér raunverulega grein fyrir því hvers konar aðstæður þetta eru oft og tíðum. Hvers konar fyrirhyggju maður þarf að hafa, stunda hinar ýmsu veðurathuganir, athuganir á færð og daglegar vangaveltur um það hvort maður komist á milli staða. Þetta er veruleiki þúsunda Íslendinga sem búa á strjálbýlum og torfærum svæðum. Vond vinnubrögð og vond forgangsröðun Hvernig gerist það að ákveðið er að fjarlægja vinnutæki og vinnubúðir af Dynjandisheiði þegar aðeins sjö kílómetrar eru eftir af vinnunni? Það er einhvers konar táknmynd um vegamál í kjördæminu að enn sé þar að finna malarvegi árið 2024. Það er svo skýrt ákall frá Vesturbyggð að koma jarðgöngum um Mikladal og Hálfdán ofar á forgangslista stjórnvalda. Bíldudalsvegur er einnig í afar slæmu ástandi. Í ofanálag er ekki vetrarþjónusta á vegunum um helgar. Það er auðvitað ein forsenda fyrir nýsameinaðri Vesturbyggð að samgöngur séu greiðar og öruggar á milli byggðarkjarna. Bjóða þarf út Gufudal og Djúpafjörð. Öryggi um Súðarvíkurhlíð er svo stöðugt áhyggjuefni sem verður að leysa. Við getum síðan rætt Klettsháls. Á Vesturlandi er Skógarstrandarvegur stórhættulegur og vegir á Snæfellsnesi illa farnir vegna skorts á viðhaldi. Gripið hefur verið til þess ráðs að minnka hámarkshraða úr 90´í 70 km hraða á sumum stöðum vegna ástandsins. Staðan í Dölunum var svo óboðleg í ár og ég gæti haldið endalaust áfram. Til framtíðar eigum við að stefna að láglendisvegi á sem flestum stöðum. Slíkt dregur úr aðstöðumun og skapar tækifæri til framtíðar. Hugsum stórt Þetta er staðan. Það er því ekki furða að það skipti ekki máli hvert ég fer og drekk kaffibolla þessa dagana. Þá eru samgöngumálin í brennidepli. Áratugir af vanrækslu og uppsöfnuð innviðaskuld í Norðvesturkjördæmi er staðreynd. Þetta blasir við hverjum þeim sem keyrir um kjördæmið. Innviðafélag Vestfjarða á hrós skilið fyrir að setja fram með skýrum hætti hvað er í húfi ef ekkert þokast áfram. Það er ekki nóg að rýna bara í íbúafjölda þegar fjárfesta á í innviðum. Framtíðarsýn félagsins um Vestfjarðarlínu er spennandi og djörf. Mér finnst það hljóma skynsamt að stefna á sérstaka samgöngusáttmála innan allra kjördæma með skírskotun að fyrirmynd Höfuðborgarsáttmálans. Leita þarf leiða til að fjármagna slíkt með skynsömum hætti. Við eigum að leyfa okkur að hugsa stórt og setja markið hátt. Það er hagur okkar allra að vegurinn heim sé öruggur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðvesturkjördæmi Viðreisn María Rut Kristinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Sjá meira
Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt að flakka um Norðvesturkjördæmi síðastliðnar vikur. Það er augljóslega mikil gróska í kjördæminu sem er stútfullt af tækifærum – birtu og von. Það hefur verið magnað að fylgjast með uppgangi nýsköpunar, frumkvöðlastarfs og vaxtar í kjördæminu. Eftir áratugi af fólksfækkun virðist dæmið loksins vera mögulega að snúast við. En til þess að hægt sé að byggja áfram upp á svæðinu og til þess að tækifæri geti orðið að veruleika er nauðsynlegt að tryggja þar sterkar undirstöður – sterka innviði. Það er samt ein skuggahlið á annars björtum tónum. Hvert sem ég fer segir fólk mér frá þeim ótta sem fylgir því að neyðast til að keyra á lélegum og hættulegum vegum á milli staða til að sækja vinnu eða aðra grunnþjónustu. Jafnvel á hverjum einasta degi. Ég velti því stundum fyrir mér hvort fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu geri sér raunverulega grein fyrir því hvers konar aðstæður þetta eru oft og tíðum. Hvers konar fyrirhyggju maður þarf að hafa, stunda hinar ýmsu veðurathuganir, athuganir á færð og daglegar vangaveltur um það hvort maður komist á milli staða. Þetta er veruleiki þúsunda Íslendinga sem búa á strjálbýlum og torfærum svæðum. Vond vinnubrögð og vond forgangsröðun Hvernig gerist það að ákveðið er að fjarlægja vinnutæki og vinnubúðir af Dynjandisheiði þegar aðeins sjö kílómetrar eru eftir af vinnunni? Það er einhvers konar táknmynd um vegamál í kjördæminu að enn sé þar að finna malarvegi árið 2024. Það er svo skýrt ákall frá Vesturbyggð að koma jarðgöngum um Mikladal og Hálfdán ofar á forgangslista stjórnvalda. Bíldudalsvegur er einnig í afar slæmu ástandi. Í ofanálag er ekki vetrarþjónusta á vegunum um helgar. Það er auðvitað ein forsenda fyrir nýsameinaðri Vesturbyggð að samgöngur séu greiðar og öruggar á milli byggðarkjarna. Bjóða þarf út Gufudal og Djúpafjörð. Öryggi um Súðarvíkurhlíð er svo stöðugt áhyggjuefni sem verður að leysa. Við getum síðan rætt Klettsháls. Á Vesturlandi er Skógarstrandarvegur stórhættulegur og vegir á Snæfellsnesi illa farnir vegna skorts á viðhaldi. Gripið hefur verið til þess ráðs að minnka hámarkshraða úr 90´í 70 km hraða á sumum stöðum vegna ástandsins. Staðan í Dölunum var svo óboðleg í ár og ég gæti haldið endalaust áfram. Til framtíðar eigum við að stefna að láglendisvegi á sem flestum stöðum. Slíkt dregur úr aðstöðumun og skapar tækifæri til framtíðar. Hugsum stórt Þetta er staðan. Það er því ekki furða að það skipti ekki máli hvert ég fer og drekk kaffibolla þessa dagana. Þá eru samgöngumálin í brennidepli. Áratugir af vanrækslu og uppsöfnuð innviðaskuld í Norðvesturkjördæmi er staðreynd. Þetta blasir við hverjum þeim sem keyrir um kjördæmið. Innviðafélag Vestfjarða á hrós skilið fyrir að setja fram með skýrum hætti hvað er í húfi ef ekkert þokast áfram. Það er ekki nóg að rýna bara í íbúafjölda þegar fjárfesta á í innviðum. Framtíðarsýn félagsins um Vestfjarðarlínu er spennandi og djörf. Mér finnst það hljóma skynsamt að stefna á sérstaka samgöngusáttmála innan allra kjördæma með skírskotun að fyrirmynd Höfuðborgarsáttmálans. Leita þarf leiða til að fjármagna slíkt með skynsömum hætti. Við eigum að leyfa okkur að hugsa stórt og setja markið hátt. Það er hagur okkar allra að vegurinn heim sé öruggur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun