Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 08:32 Fyrir tæpum 3 árum flutti ég frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og hef allar götur síðan verið í skýjunum með stjórnun bæjarins með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra fremsta í flokki. Að koma frá Reykjavík sem að mínu mati er illa stjórnað, orðin afskaplega óþrifaleg og lítt spennandi, og færa mig til Hafnarfjarðar var upplifun fyrir mig. Blómstrandi menningarlíf, atvinnulíf, lýðheilsustefna, og ábyrg fjármálastjórnun var það fyrsta sem ég tók eftir. Fljótt tók ég líka eftir því hvernig Rósa stýrði bænum af mikilli röggsemi en jafnframt af virðingu gagnvart bæjarfélaginu og íbúunum. Rósa hugar jafnt að leik- og grunnskólamálum, menningu, afþreyingu, atvinnulífi og lýðheilsumálum og sjálf fer hún reglulega og heilsar upp á marga þá sem eru með þjónustu í bænum, kannar hljóðið í rekstraraðilum og bregst fljótt við ábendingum. Með störfum sínum hefur Rósa heldur betur breytt ásjónu bæjarins. Umbreytingin og öfluga starfsemin sem skapast hefur í Lífsgæðasetrinu á St. Jó er til marks um hugarfar hennar þegar kemur að vellíðan bæjarbúa en heilsu- og hamingjudagar eru haldnir ár hvert þar að auki til að styðja við lýðheilsumarkmið. Bæjarhátíðin Í Hjarta Hafnarfjarðar og Jólabærinn Hafnarfjörður sem þróast hafa á undanförnum árum stuðla að því að bæjarbúar hittast og taka á móti fjölda gesta, bæði að sumri og að vetri og njóta þannig samvista og félagsskapar sem ekki veitir af á þessum tímum einmanaleikans. Aðrir viðburðir sem bærinn stendur að eru til algjörrar fyrirmyndar og glæða svo sannarlega gleði í mínu hjarta og fjölskyldna þeirra sem koma víða að til þess að njóta. Rósa er driffjöðurin í þessum breytingum öllum og á heiður skilinn fyrir röggsemi og virðingu fyrir líðan og afkomu bæjarbúa. Hvernig hún hefur breytt fjárhagslegri stöðu, umhverfi og fegurð bæjarins og bæjarlífinu í þessu fjölmenna bæjarfélagi er til eftirbreytni. Rósa er hvetjandi og tekur mjög virkan þátt í öllu því sem er að gerast í bæjarfélaginu, íþróttaviðburðum, í menningarlífinu og hreinlega alls staðar þar sem hún styður við sitt fólk og gerir það með hreinu og heilu hjarta sem er líklega það fallegasta sem Rósa á í fari sínu að mínu mati. Fyrirtæki hafa hreinlega blómstrað og ný atvinnutækifæri orðið til. Hún átti ríkan þátt í að Tækniskólinn ákvað að byggja upp í Hafnarfirði, lóðaframboð hefur verið til fyrirmyndar og innritunaraldur á leikskóla er lægri en í flestum sveitarfélögum. Rósa ber mikla virðingu fyrir bæjarbúum en hún er jafnframt fylgin sér, hefur skýra sýn og framkvæmir það sem hún telur til heilla fyrir sitt bæjarfélag. Ef allir hefðu puttann á púlsinum til jafns við hana þá værum við á Íslandi í góðum málum og þess vegna styð ég Rósu Guðbjartsdóttur af heilum hug í komandi kosningum, við þurfum á hennar kröftum og atorkusemi að halda í landsmálunum. Rósa skipar 4. sætið á lista Sjálfstæðisflokkins í Suðvestur - tryggjum henni þingsæti í komandi Alþingiskosningum. Höfundur er markþjálfi, samskiptaráðgjafi og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum 3 árum flutti ég frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og hef allar götur síðan verið í skýjunum með stjórnun bæjarins með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra fremsta í flokki. Að koma frá Reykjavík sem að mínu mati er illa stjórnað, orðin afskaplega óþrifaleg og lítt spennandi, og færa mig til Hafnarfjarðar var upplifun fyrir mig. Blómstrandi menningarlíf, atvinnulíf, lýðheilsustefna, og ábyrg fjármálastjórnun var það fyrsta sem ég tók eftir. Fljótt tók ég líka eftir því hvernig Rósa stýrði bænum af mikilli röggsemi en jafnframt af virðingu gagnvart bæjarfélaginu og íbúunum. Rósa hugar jafnt að leik- og grunnskólamálum, menningu, afþreyingu, atvinnulífi og lýðheilsumálum og sjálf fer hún reglulega og heilsar upp á marga þá sem eru með þjónustu í bænum, kannar hljóðið í rekstraraðilum og bregst fljótt við ábendingum. Með störfum sínum hefur Rósa heldur betur breytt ásjónu bæjarins. Umbreytingin og öfluga starfsemin sem skapast hefur í Lífsgæðasetrinu á St. Jó er til marks um hugarfar hennar þegar kemur að vellíðan bæjarbúa en heilsu- og hamingjudagar eru haldnir ár hvert þar að auki til að styðja við lýðheilsumarkmið. Bæjarhátíðin Í Hjarta Hafnarfjarðar og Jólabærinn Hafnarfjörður sem þróast hafa á undanförnum árum stuðla að því að bæjarbúar hittast og taka á móti fjölda gesta, bæði að sumri og að vetri og njóta þannig samvista og félagsskapar sem ekki veitir af á þessum tímum einmanaleikans. Aðrir viðburðir sem bærinn stendur að eru til algjörrar fyrirmyndar og glæða svo sannarlega gleði í mínu hjarta og fjölskyldna þeirra sem koma víða að til þess að njóta. Rósa er driffjöðurin í þessum breytingum öllum og á heiður skilinn fyrir röggsemi og virðingu fyrir líðan og afkomu bæjarbúa. Hvernig hún hefur breytt fjárhagslegri stöðu, umhverfi og fegurð bæjarins og bæjarlífinu í þessu fjölmenna bæjarfélagi er til eftirbreytni. Rósa er hvetjandi og tekur mjög virkan þátt í öllu því sem er að gerast í bæjarfélaginu, íþróttaviðburðum, í menningarlífinu og hreinlega alls staðar þar sem hún styður við sitt fólk og gerir það með hreinu og heilu hjarta sem er líklega það fallegasta sem Rósa á í fari sínu að mínu mati. Fyrirtæki hafa hreinlega blómstrað og ný atvinnutækifæri orðið til. Hún átti ríkan þátt í að Tækniskólinn ákvað að byggja upp í Hafnarfirði, lóðaframboð hefur verið til fyrirmyndar og innritunaraldur á leikskóla er lægri en í flestum sveitarfélögum. Rósa ber mikla virðingu fyrir bæjarbúum en hún er jafnframt fylgin sér, hefur skýra sýn og framkvæmir það sem hún telur til heilla fyrir sitt bæjarfélag. Ef allir hefðu puttann á púlsinum til jafns við hana þá værum við á Íslandi í góðum málum og þess vegna styð ég Rósu Guðbjartsdóttur af heilum hug í komandi kosningum, við þurfum á hennar kröftum og atorkusemi að halda í landsmálunum. Rósa skipar 4. sætið á lista Sjálfstæðisflokkins í Suðvestur - tryggjum henni þingsæti í komandi Alþingiskosningum. Höfundur er markþjálfi, samskiptaráðgjafi og rithöfundur.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun