Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar 18. nóvember 2024 07:15 Kjósendur virðast forgangsraða loftslagsmálum neðar en heilbrigðis-, félags-. húsnæðis- og efnahagsmálum. Enda vandamálin ærin og ekki skal lítið gert úr þeim hér. Skiljanlegt er að stjórnmálaflokkar reyni að höfða til kjósenda með því að gera þessi mál að „stóru kosningamálunum“. Það er hins vegar ekki ástæða fyrir fjölmiðla að stökkva á sama vagninn og gleyma mikilvægi gagnrýninnar fjölmiðlunar. Það eru stærri og brýnni mál sem næsta ríkisstjórn þarf að taka á við. Handan við hornið eru fordæmalausar breytingar á lífsskilyrðum vegna hlýnunar jarðar. Samkvæmt vísindamönnum þarf að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu um helming fyrir árið 2030 ef ekki á að fara illa. Einn virtasti vísindamaður heims, hafeðlisfræðinginn Stefan Rahmstorf sem starfar við Potsdam Institute í Þýskalandi, segir að vegna breytinga í hafstraumum (AMOC kerfinu) sé helmingslíkur á því að hitastigið á Íslandi lækki um allt að 7-9 gráður á þessari öld. Það þarf ekki að fjölyrða mikið um afleiðingar þess því Ísland yrði óbyggilegt. Árangur Íslands í loftslagsmálum er að hér eykst losun og við tilheyrum þeim þjóðum sem losa hvað mest af gróðurhúsalofttegundum á hvern íbúa. Munar þar mestu um framræst votlendi og illa farið land. Sem dæmi um upplýsingaóreiðuna og þekkingarleysið þá hafa formenn nokkurra stjórnmálaflokka komist upp með það í viðtölum í aðdraganda kosninga að fullyrða að Ísland standi sig svo vel og sé það mikil fyrirmynd annarra þjóða að ekki þurfi að gera neitt. Því fer fjarri því samkvæmt opinberum tölum losum við árlega 12.5 milljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. Til að setja losun Íslands í eitthvað samhengi þá losum við um þriðjung af því sem Norðmenn losa. Við erum um 400.000 þúsund en Norðmenn 5,4 milljónir. Losun er að minnka í Noregi. Það er þörf á því að fjölmiðlar krefji stjórnmálaflokka svara við því hvað þeir sjá fyrir sér að gera til að takast á við þessar stóru áskoranir. Staðan er mjög alvarleg og brýnt að fá svör og gagnrýna umræðu. Hér eru dæmi um mikilvægar spurningar sem fjölmiðlar ættu að leggja fyrir frambjóðendur: Hvaða aðgerðir setur þú/þinn flokkur í forgang til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og hvers vegna? Samkvæmt opinberum tölum losar framræst votlendi 7,7 milljónir tonna af þeim 12,5 milljónum tonna sem Íslands losar. Hvernig ætlar þinn flokkur nálgast það mál? Danir ætla sér stóra hluti í sjálfbærri landbúnaðarframleiðslu og m.a. draga stórlega úr neyslu á kjöti, t.d. með merkingum á kolefnisspori matvæla á umbúðum og með því að auka hlutfall grænmetis og ávaxta. Hver er stefna þíns flokks í þessum efnum? Hvaða aðgerðir ætlar þinn flokkur að ráðast í til að stöðva frekari gróðureyðingu á viðkvæmum svæðum og hvernig hyggst hann auka bindingu kolefnis í gróðri? Nú eru Norðmenn búnir að ná miklum árangri í að auka hlutfall bifreiða sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti og munu banna nýskráningu bensín- og díselbíla í byrjun næsta árs. Á sama tíma er bakslag hér á landi og aukning í sölu bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Hvernig ætlar þinn flokkur að bregðast við þeirri þróun? Samkvæmt skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá 2014 er gert ráð fyrir að meðalhækkun sjávarborðs verði á bilinu 61 cm til 1,1 metra árið 2100. Hvaða aðgerðir ætlar þinn flokkur að grípa til til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga s.s. hækkun sjávaryfirborðs, aurskriður, vatnsflóð, snjóflóð og fárvirði? Í nýútgefnum Sjálfbærnivísi PwC 2024 hefur aðeins eitt af 50 stærstu fyrirtækjum Íslands sýnt fram á samdrátt í losun í samræmi við markmið Parísarsamningsins. Hver er stefna þíns flokks í að fá fyrirtæki til að minnka kolefnisfótspor sitt? Höfundur er kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Loftslagsmál Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Kjósendur virðast forgangsraða loftslagsmálum neðar en heilbrigðis-, félags-. húsnæðis- og efnahagsmálum. Enda vandamálin ærin og ekki skal lítið gert úr þeim hér. Skiljanlegt er að stjórnmálaflokkar reyni að höfða til kjósenda með því að gera þessi mál að „stóru kosningamálunum“. Það er hins vegar ekki ástæða fyrir fjölmiðla að stökkva á sama vagninn og gleyma mikilvægi gagnrýninnar fjölmiðlunar. Það eru stærri og brýnni mál sem næsta ríkisstjórn þarf að taka á við. Handan við hornið eru fordæmalausar breytingar á lífsskilyrðum vegna hlýnunar jarðar. Samkvæmt vísindamönnum þarf að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu um helming fyrir árið 2030 ef ekki á að fara illa. Einn virtasti vísindamaður heims, hafeðlisfræðinginn Stefan Rahmstorf sem starfar við Potsdam Institute í Þýskalandi, segir að vegna breytinga í hafstraumum (AMOC kerfinu) sé helmingslíkur á því að hitastigið á Íslandi lækki um allt að 7-9 gráður á þessari öld. Það þarf ekki að fjölyrða mikið um afleiðingar þess því Ísland yrði óbyggilegt. Árangur Íslands í loftslagsmálum er að hér eykst losun og við tilheyrum þeim þjóðum sem losa hvað mest af gróðurhúsalofttegundum á hvern íbúa. Munar þar mestu um framræst votlendi og illa farið land. Sem dæmi um upplýsingaóreiðuna og þekkingarleysið þá hafa formenn nokkurra stjórnmálaflokka komist upp með það í viðtölum í aðdraganda kosninga að fullyrða að Ísland standi sig svo vel og sé það mikil fyrirmynd annarra þjóða að ekki þurfi að gera neitt. Því fer fjarri því samkvæmt opinberum tölum losum við árlega 12.5 milljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. Til að setja losun Íslands í eitthvað samhengi þá losum við um þriðjung af því sem Norðmenn losa. Við erum um 400.000 þúsund en Norðmenn 5,4 milljónir. Losun er að minnka í Noregi. Það er þörf á því að fjölmiðlar krefji stjórnmálaflokka svara við því hvað þeir sjá fyrir sér að gera til að takast á við þessar stóru áskoranir. Staðan er mjög alvarleg og brýnt að fá svör og gagnrýna umræðu. Hér eru dæmi um mikilvægar spurningar sem fjölmiðlar ættu að leggja fyrir frambjóðendur: Hvaða aðgerðir setur þú/þinn flokkur í forgang til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og hvers vegna? Samkvæmt opinberum tölum losar framræst votlendi 7,7 milljónir tonna af þeim 12,5 milljónum tonna sem Íslands losar. Hvernig ætlar þinn flokkur nálgast það mál? Danir ætla sér stóra hluti í sjálfbærri landbúnaðarframleiðslu og m.a. draga stórlega úr neyslu á kjöti, t.d. með merkingum á kolefnisspori matvæla á umbúðum og með því að auka hlutfall grænmetis og ávaxta. Hver er stefna þíns flokks í þessum efnum? Hvaða aðgerðir ætlar þinn flokkur að ráðast í til að stöðva frekari gróðureyðingu á viðkvæmum svæðum og hvernig hyggst hann auka bindingu kolefnis í gróðri? Nú eru Norðmenn búnir að ná miklum árangri í að auka hlutfall bifreiða sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti og munu banna nýskráningu bensín- og díselbíla í byrjun næsta árs. Á sama tíma er bakslag hér á landi og aukning í sölu bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Hvernig ætlar þinn flokkur að bregðast við þeirri þróun? Samkvæmt skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá 2014 er gert ráð fyrir að meðalhækkun sjávarborðs verði á bilinu 61 cm til 1,1 metra árið 2100. Hvaða aðgerðir ætlar þinn flokkur að grípa til til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga s.s. hækkun sjávaryfirborðs, aurskriður, vatnsflóð, snjóflóð og fárvirði? Í nýútgefnum Sjálfbærnivísi PwC 2024 hefur aðeins eitt af 50 stærstu fyrirtækjum Íslands sýnt fram á samdrátt í losun í samræmi við markmið Parísarsamningsins. Hver er stefna þíns flokks í að fá fyrirtæki til að minnka kolefnisfótspor sitt? Höfundur er kjósandi.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun