Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir, Anna Sigríður Guðnadóttir og Valdimar Birgisson skrifa 13. nóvember 2024 21:46 Við búum í samfélagi sem býður upp á mörg tækifæri og margt er sannarlega til fyrirmyndar og gott. En samfélag okkar einkennist líka af miklum hraða og þá er auðvelt að missa sjónar af því hvað það er sem mestu skiptir í lífinu, börnin okkar. Það þarf þorp til að ala upp barn er gjarnan sagt og það eru orð að sönnu. Við fullorðna fólkið, foreldrar og allir aðrir sem koma að uppeldi barna, þurfum að hlúa vel að þeim og hlusta á unga fólkið okkar, vera til staðar og leiðbeina því áreitið er svo mikið úr öllum áttum. Fjárfestum í framtíðinni Þó að samfélagið okkar sé gott og flest börn og ungmenni fái tækifæri til að blómstra þá sýna tölur okkur því miður að það eru sífellt fleiri ungmenni sem eru vansæl og sýna áhættuhegðun. Þá hefur barnaverndarmálum fjölgað mikið að undanförnu. Það er nauðsynlegt sem aldrei fyrr að samfélagið taki höndum saman og bæti umhverfi og uppvaxtarmöguleika barna og fjárfesti þannig í framtíðinni. Við hér í Mosfellsbæ ætlum ekki að láta okkar eftir liggja eða bíða eftir því að einhver annar byrji og taki til hendinni. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti einróma í ágúst síðastliðnum að tillögur um markvissar aðgerðir í þágu forvarna skyldu liggja fyrir við framlagningu fjárhagsáætlunar. Nú liggur fyrir aðgerðaáætlun með markvissum, fjármögnuðum aðgerðum í þágu barna sem við munum verja 100 milljónum til á árinu 2025 til viðbótar við þau fjölmörgu verkefni á sviði forvarna sem þegar eru til staðar á vegum bæjarins. Til þess að ná sem bestum árangri þurfum við öll sem eitt að fara í þessa vegferð saman. Við þurfum nefnilega fjölbreyttar og víðtækar aðgerðir og þátttöku alls samfélagsins í þessu risastóra verkefni. Það þarf þjóðarátak. Börnin og framtíðin eiga það skilið. Aðgerðir í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 ákváðum við að setja börn og ungmenni í fyrsta sæti. Við ætlum, eins og áður sagði, að verja 100 milljónum til 27 markvissra forvarnaraðgerða á árinu. Aðgerðaráætlunin sem hefur verið unnin undir dyggri forystu Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra Mosfellsbæjar er ekki unnin í tómarúmi heldur byggir á niðurstöðum frá vinnustofum með sérfræðingum bæjarins, fundum og samtölum við unglinga, foreldra og forráðamenn. Aðgerðirnar skiptast í almennar forvarnir, snemmtækan stuðning og styrkingu barnaverndar. Dæmi um almennar forvarnir sem ráðist verður í er hækkun frístundastyrks, gerð samskiptasáttmála heimilis og skóla, aðstaða gerð fyrir rafíþróttir, rýmri opnun íþróttahúsa að kvöldlagi, námskeið fyrir foreldra og meira samstarf við foreldrafélögin í bænum. Í þeim aðgerðum sem snúa að snemmtækum stuðningi verður aukið aðgengi barna og unglinga að sálfræðingi í skólum Mosfellsbæjar og aukið aðgengi foreldra að símaráðgjöf sálfræðinga og félagsráðgjafa. Samstarf við Bergið í formi vikulegra opinna viðtalstíma í Mosfellsbæ verður tekið upp. Þá verður veitt fjármagn til íþróttafélaga til að auka framboð íþrótta fyrir börn með sértækar þarfir og börn af erlendum uppruna sem og fræðsla fyrir starfsfólk. Barnaverndin verður styrkt með því að efla stuðningsúrræði eins og hegðunarráðgjöf, stuðning inni á heimili og með uppeldisráðgjöf. Auk þess verður ráðinn sérstakur unglingaráðgjafi til barnaverndar. Það er vissulega áskorun að koma slíkri aðgerðaráætlun saman og finna fjármagn en við teljum að aðgerðir í málaflokknum þoli enga bið. Allar þessar aðgerðir eru mikilvægar til þess að ná að vinna vel með börnum og fjölskyldum þeirra áður en vandinn verður of stór. Þetta er okkar svar við þeim áskorunum sem við er að etja í umhverfi barna og fjölskyldna þeirra. Önnur sérhæfðari og bráðnauðsynleg úrræði eru á höndum ríkisvaldsins og við treystum því að þar verði tekið til hendinni hratt og vel. Hér má nálgast kynningu á aðgerðunum. Höfundar eru: Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingar Valdimar Birgisson, starfandi oddviti Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Börn og uppeldi Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Við búum í samfélagi sem býður upp á mörg tækifæri og margt er sannarlega til fyrirmyndar og gott. En samfélag okkar einkennist líka af miklum hraða og þá er auðvelt að missa sjónar af því hvað það er sem mestu skiptir í lífinu, börnin okkar. Það þarf þorp til að ala upp barn er gjarnan sagt og það eru orð að sönnu. Við fullorðna fólkið, foreldrar og allir aðrir sem koma að uppeldi barna, þurfum að hlúa vel að þeim og hlusta á unga fólkið okkar, vera til staðar og leiðbeina því áreitið er svo mikið úr öllum áttum. Fjárfestum í framtíðinni Þó að samfélagið okkar sé gott og flest börn og ungmenni fái tækifæri til að blómstra þá sýna tölur okkur því miður að það eru sífellt fleiri ungmenni sem eru vansæl og sýna áhættuhegðun. Þá hefur barnaverndarmálum fjölgað mikið að undanförnu. Það er nauðsynlegt sem aldrei fyrr að samfélagið taki höndum saman og bæti umhverfi og uppvaxtarmöguleika barna og fjárfesti þannig í framtíðinni. Við hér í Mosfellsbæ ætlum ekki að láta okkar eftir liggja eða bíða eftir því að einhver annar byrji og taki til hendinni. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti einróma í ágúst síðastliðnum að tillögur um markvissar aðgerðir í þágu forvarna skyldu liggja fyrir við framlagningu fjárhagsáætlunar. Nú liggur fyrir aðgerðaáætlun með markvissum, fjármögnuðum aðgerðum í þágu barna sem við munum verja 100 milljónum til á árinu 2025 til viðbótar við þau fjölmörgu verkefni á sviði forvarna sem þegar eru til staðar á vegum bæjarins. Til þess að ná sem bestum árangri þurfum við öll sem eitt að fara í þessa vegferð saman. Við þurfum nefnilega fjölbreyttar og víðtækar aðgerðir og þátttöku alls samfélagsins í þessu risastóra verkefni. Það þarf þjóðarátak. Börnin og framtíðin eiga það skilið. Aðgerðir í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 ákváðum við að setja börn og ungmenni í fyrsta sæti. Við ætlum, eins og áður sagði, að verja 100 milljónum til 27 markvissra forvarnaraðgerða á árinu. Aðgerðaráætlunin sem hefur verið unnin undir dyggri forystu Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra Mosfellsbæjar er ekki unnin í tómarúmi heldur byggir á niðurstöðum frá vinnustofum með sérfræðingum bæjarins, fundum og samtölum við unglinga, foreldra og forráðamenn. Aðgerðirnar skiptast í almennar forvarnir, snemmtækan stuðning og styrkingu barnaverndar. Dæmi um almennar forvarnir sem ráðist verður í er hækkun frístundastyrks, gerð samskiptasáttmála heimilis og skóla, aðstaða gerð fyrir rafíþróttir, rýmri opnun íþróttahúsa að kvöldlagi, námskeið fyrir foreldra og meira samstarf við foreldrafélögin í bænum. Í þeim aðgerðum sem snúa að snemmtækum stuðningi verður aukið aðgengi barna og unglinga að sálfræðingi í skólum Mosfellsbæjar og aukið aðgengi foreldra að símaráðgjöf sálfræðinga og félagsráðgjafa. Samstarf við Bergið í formi vikulegra opinna viðtalstíma í Mosfellsbæ verður tekið upp. Þá verður veitt fjármagn til íþróttafélaga til að auka framboð íþrótta fyrir börn með sértækar þarfir og börn af erlendum uppruna sem og fræðsla fyrir starfsfólk. Barnaverndin verður styrkt með því að efla stuðningsúrræði eins og hegðunarráðgjöf, stuðning inni á heimili og með uppeldisráðgjöf. Auk þess verður ráðinn sérstakur unglingaráðgjafi til barnaverndar. Það er vissulega áskorun að koma slíkri aðgerðaráætlun saman og finna fjármagn en við teljum að aðgerðir í málaflokknum þoli enga bið. Allar þessar aðgerðir eru mikilvægar til þess að ná að vinna vel með börnum og fjölskyldum þeirra áður en vandinn verður of stór. Þetta er okkar svar við þeim áskorunum sem við er að etja í umhverfi barna og fjölskyldna þeirra. Önnur sérhæfðari og bráðnauðsynleg úrræði eru á höndum ríkisvaldsins og við treystum því að þar verði tekið til hendinni hratt og vel. Hér má nálgast kynningu á aðgerðunum. Höfundar eru: Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingar Valdimar Birgisson, starfandi oddviti Viðreisnar
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun