Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar 13. nóvember 2024 10:15 Hvað er það besta sem ég get gert fyrir loftslagið? Þessa spurningu fæ ég oft frá fólki sem hefur áhyggjur af loftslagsmálum og vill gera sitt til að vera hluti af lausninni. Oft hefur það áhyggjur af eigin kolefnisfótspori eða hefur sterkar meiningar um kolefnisspor nágrannans. Svar mitt um að kolefnispor þeirra eða nágrannans sé ólíklegt til að vera stóra málið vekur furðu. En hvað er þá það besta sem þú gerir fyrir loftslagið? Svarið tengist því sem mörg okkar hafa tækifæri til að gera þann 30. nóvember. En fyrst nokkrar staðreyndir. Síðustu tvö ár eru heitustu tvö ár frá upphafi mælinga og styrkur gróðurhúsalofttegunda hefur sjaldan vaxið jafn hratt milli ára. Afleiðingar aukinna gróðurhúsaáhrifa eru augljósar öllum sem fylgjast með fréttum af ofsaveðri og náttúruhamförum. Það tjón sem loftslagsbreytingar valda fer vaxandi. Ef heldur sem horfir mun kostnaðurinn aukast svo mikið að hann fer að bitna á verkefnum þjóðfélaga, svo sem að tryggja velferð og gang efnahagslífsins. Loftslagsbreytingar stafa af óheftri losun gróðurhúsalofttegunda. Losunar sem er á ábyrgð ríkisstjórna og hins hnattræna hagkerfis sem hefur til skamms tíma verið að mestu knúið af bruna jarðefnaeldsneytis. Það er mergurinn málsins. Vandinn er kerfislægur og þarf að leysa á því plani. Það er vissulega gott ef við hugum að kolefnisspori okkar, en kolefnisspor einstaklinga mun ekki ráða úrslitum. Til að ná tökum á vandanum þarf hnitmiðaðar aðgerðir ríkisstjórna heimsins, sem þurfa að umbreyta hinu hnattræna efnahagskerfi svo það gangi á endurnýjanlegri orku sem ekki mengar eða veldur komandi kynslóðum tjóni. Til þess að leysa vandann þarf stjórnvöld sem þora að stíga fram og takast á við vandann án þess að kikna. Þetta er mjög stórt verkefni og skiljanlegt að sumum fallist hendur. Hér áður fyrr var algengt að viðbrögðin væru að afneita vandanum og ófáum blaðagreinum hefur verið sólundað í að draga loftslagsvísindi í efa. Á síðustu árum hafa alvarleg áhrif loftslagsbreytinga þó orðið öllum augljós og viðbrögðin færst frá hreinni afneitun í að færa ábyrgðina, eða að draga allar lausnir í efa. Það að færa ábyrgðina beinir athyglinni að kolefnisspori einstaklinga, gerir þá ábyrga fyrir losun sem þeir hafa takmarkaða möguleika til að hafa áhrif á og það mun ekki leysa vandann. Það að deila um til hvaða lausna eigi að grípa er hinsvegar eðlilegt. Í lýðræðisþjóðfélagi er eðlilegt að takast á um hvaða leiðir eigi að fara til að umbylta hagkerfinu á þann hátt sem nauðsynlegt er til að leysa loftslagsvandann. Og þá komum við að því mikilvægasta sem við gerum í baráttunni við loftslagsbreytingar, sem er að kjósa eftir loftslagsstefnu flokka. Það er mikilvægt að við segjum frambjóðendum þess flokks sem okkur líst best á að loftslagsmál skipti okkur máli, - við viljum að þeir hafi raunhæfa stefnu í loftslagsmálum. Þá sé hægt að mæla með þeim við aðra. Og þá er einnig hægt að halda þeim við efnið að loknum kosningum. Í sumum nágrannalöndum okkar hafa loftslagsmál orðið bitbein milli hægri og vinstri afla í stjórnmálum. Það er oftast byggt á misskilningi. Loftslagsmál ná vítt yfir hið pólitíska róf. Það eru til vinstri sinnaðar lausnir á vandanum og það eru til hægri sinnaðar lausnir á vandanum. Loftslagsmál eru hvorki hægri né vinstri, þau eru einfaldlega leysanlegt vandamál og það eru ólíkar leiðir færar að markinu. Og það er stjórnmálanna að velja lausnir, - og það er okkar að kjósa flokka sem bjóða upp á þær loftslagslausnir sem okkur líst best á. Það mikilvægasta sem við gerum í baráttunni við loftslagsvandann á sér því stað í kjörklefanum - að kjósa þann flokk sem við treystum til að takast á við vanda sem að óbreyttu stefnir okkur og börnunum okkar í óefni. Höfundur er formaður Vísindanefndar um loftslagsbreytingar og meðlimur Loftslagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Hvað er það besta sem ég get gert fyrir loftslagið? Þessa spurningu fæ ég oft frá fólki sem hefur áhyggjur af loftslagsmálum og vill gera sitt til að vera hluti af lausninni. Oft hefur það áhyggjur af eigin kolefnisfótspori eða hefur sterkar meiningar um kolefnisspor nágrannans. Svar mitt um að kolefnispor þeirra eða nágrannans sé ólíklegt til að vera stóra málið vekur furðu. En hvað er þá það besta sem þú gerir fyrir loftslagið? Svarið tengist því sem mörg okkar hafa tækifæri til að gera þann 30. nóvember. En fyrst nokkrar staðreyndir. Síðustu tvö ár eru heitustu tvö ár frá upphafi mælinga og styrkur gróðurhúsalofttegunda hefur sjaldan vaxið jafn hratt milli ára. Afleiðingar aukinna gróðurhúsaáhrifa eru augljósar öllum sem fylgjast með fréttum af ofsaveðri og náttúruhamförum. Það tjón sem loftslagsbreytingar valda fer vaxandi. Ef heldur sem horfir mun kostnaðurinn aukast svo mikið að hann fer að bitna á verkefnum þjóðfélaga, svo sem að tryggja velferð og gang efnahagslífsins. Loftslagsbreytingar stafa af óheftri losun gróðurhúsalofttegunda. Losunar sem er á ábyrgð ríkisstjórna og hins hnattræna hagkerfis sem hefur til skamms tíma verið að mestu knúið af bruna jarðefnaeldsneytis. Það er mergurinn málsins. Vandinn er kerfislægur og þarf að leysa á því plani. Það er vissulega gott ef við hugum að kolefnisspori okkar, en kolefnisspor einstaklinga mun ekki ráða úrslitum. Til að ná tökum á vandanum þarf hnitmiðaðar aðgerðir ríkisstjórna heimsins, sem þurfa að umbreyta hinu hnattræna efnahagskerfi svo það gangi á endurnýjanlegri orku sem ekki mengar eða veldur komandi kynslóðum tjóni. Til þess að leysa vandann þarf stjórnvöld sem þora að stíga fram og takast á við vandann án þess að kikna. Þetta er mjög stórt verkefni og skiljanlegt að sumum fallist hendur. Hér áður fyrr var algengt að viðbrögðin væru að afneita vandanum og ófáum blaðagreinum hefur verið sólundað í að draga loftslagsvísindi í efa. Á síðustu árum hafa alvarleg áhrif loftslagsbreytinga þó orðið öllum augljós og viðbrögðin færst frá hreinni afneitun í að færa ábyrgðina, eða að draga allar lausnir í efa. Það að færa ábyrgðina beinir athyglinni að kolefnisspori einstaklinga, gerir þá ábyrga fyrir losun sem þeir hafa takmarkaða möguleika til að hafa áhrif á og það mun ekki leysa vandann. Það að deila um til hvaða lausna eigi að grípa er hinsvegar eðlilegt. Í lýðræðisþjóðfélagi er eðlilegt að takast á um hvaða leiðir eigi að fara til að umbylta hagkerfinu á þann hátt sem nauðsynlegt er til að leysa loftslagsvandann. Og þá komum við að því mikilvægasta sem við gerum í baráttunni við loftslagsbreytingar, sem er að kjósa eftir loftslagsstefnu flokka. Það er mikilvægt að við segjum frambjóðendum þess flokks sem okkur líst best á að loftslagsmál skipti okkur máli, - við viljum að þeir hafi raunhæfa stefnu í loftslagsmálum. Þá sé hægt að mæla með þeim við aðra. Og þá er einnig hægt að halda þeim við efnið að loknum kosningum. Í sumum nágrannalöndum okkar hafa loftslagsmál orðið bitbein milli hægri og vinstri afla í stjórnmálum. Það er oftast byggt á misskilningi. Loftslagsmál ná vítt yfir hið pólitíska róf. Það eru til vinstri sinnaðar lausnir á vandanum og það eru til hægri sinnaðar lausnir á vandanum. Loftslagsmál eru hvorki hægri né vinstri, þau eru einfaldlega leysanlegt vandamál og það eru ólíkar leiðir færar að markinu. Og það er stjórnmálanna að velja lausnir, - og það er okkar að kjósa flokka sem bjóða upp á þær loftslagslausnir sem okkur líst best á. Það mikilvægasta sem við gerum í baráttunni við loftslagsvandann á sér því stað í kjörklefanum - að kjósa þann flokk sem við treystum til að takast á við vanda sem að óbreyttu stefnir okkur og börnunum okkar í óefni. Höfundur er formaður Vísindanefndar um loftslagsbreytingar og meðlimur Loftslagsráðs.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun