Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2024 22:02 Í nýlegri frétt á Vísi kom fram að allt að helmingslíkur séu á því að farið verði yfir vendipunkt í veltihringrás Atlantshafsins á þessari öld. Þar er vitnað í Stefan Rahmstorf, hafeðlisfræðing við Potsdam Institute í Þýskalandi en sá hinn sami hélt áhrifamikinn fyrirlestur í HÍ fyrir mánuði síðan. En hver er þessi veltihringrás og hvað þýðir þetta eiginlega? Okkur var kennt í skóla að Íslendingar eigi allt lífsviðurværi sitt undir Golfstraumnum komið. Hluti Golfstraumsins liggur norður til Íslands og tengist stærri hringrás sem er kölluð veltihringrás Atlantshafsins eða AMOC (Atlantic Meridional Overturning Circulation). Sú veltihringrás er drifin áfram af seltu. Sjórinn er hlýrri og saltari við miðbaug vegna uppgufunar og hann flytur okkur varma þegar hann streymir norður til Íslands. Þegar straumurinn tekur að kólna þá sekkur hann því saltari sjór er eðlisþyngri. Niðurstreymi sjósins tekur með sér súrefni þegar það sekkur niður í djúpin og á þeim svæðum eru jafnan gjöful fiskimið. En getur þessi veltihringrás hrunið? Undanfarna áratugi hefur mælst kuldapollur í hafinu suðvestan af Íslandi, einmitt á því svæði þar sem straumur veltihringrásarinnar sekkur. Þetta þýðir að veltihringrásin sé að dvína og stafar það af auknu írennsli ferskvatns frá bráðnun Grænlandsjökuls og aukinni úrkomu. Aukið ferskvatn dregur úr virkni hringrásarinnar, sem dregur úr streymi saltvatns norður á bóginn, sem dregur enn frekar úr virkni hringrásarinnar. Eftir að farið er yfir vendipunkt í þessu ferli, verður það að vítahring sem dregur sífellt meir úr virkni hringrásarinnar þar til hún hrynur. Aðeins nýlega eru loftslagslíkön farin að taka tillit til þessa samspils jökla, hafs og lofts. Þá hefur kemur í ljós að vendipunkturinn er mun nær en við héldum og hrun veltihringrásarinnar er yfirvofandi, ef ekkert er að gert. Stefan Rahmstorf hefur tekið saman niðurstöður loftslagslíkana úr nýlegum vísindagreinum á þessu sviði og dregur þá ályktun að allt að helmingslíkur séu á því að við förum yfir vendipunktinn á þessari öld. Ef farið er yfir vendipunktinn þá er ekki aftur snúið heldur aðeins tímaspursmál hvenær veltihringrásin hrynur. En hvað myndi það þýða fyrir Ísland ef veltihringrásin hrynur? Í stuttu máli, þá myndi hitastig á Íslandi falla um 7-9 gráður, þrátt fyrir hnattræna hlýnun, og Ísland yrði óbyggilegt. Við gætum engan landbúnað stundað, gjöfulu fiskimiðin okkar myndu hverfa, jöklar myndu skríða fram og við gætum annað hvort reynt að norpa við erfiðar aðstæður meðfram strandlínunni eða flúið land. Íslendingar yrðu þá sennilega flestir loftslagsflóttamenn. Öll okkar menning og mannvirki yrðu að engu og allt okkar strit í 1200 ár til einskis unnið. Því segi ég að við verðum af brýnni nauðsyn að stöðva alla losun gróðurhúsalofttegunda á örfáum árum til að koma í veg fyrir gífurlegar hamfarir vegna loftslags- og sjávarbreytinga sem munu annars eyða allri byggð á Íslandi. Nú duga engin vettlingatök eða afsakanir. Engin loftslagsaðgerð telst óhagkvæm ef hagkerfið sjálft er í húfi. Hér þarf samhent átak okkar allra af stærðargráðu sem aldrei hefur sést áður. Undir því er öll okkar framtíð komin. Kjósum aðeins þá flokka sem hafa raunverulega metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum. Sem hópstjóri umhverfisnefndar hjá Vinstri grænum hef ég lagt allt kapp á að gera umhverfisstefnu okkar eins róttæka og unnt er. Þið megið treysta því að sjálfur muni ég berjast fyrir framtíð okkar af öllum mætti og því býð ég mig fram á lista Vinstri grænna í þingkosningunum 2024. Höfundur umhverfisverkfræðingur og 8. á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Loftslagsmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í nýlegri frétt á Vísi kom fram að allt að helmingslíkur séu á því að farið verði yfir vendipunkt í veltihringrás Atlantshafsins á þessari öld. Þar er vitnað í Stefan Rahmstorf, hafeðlisfræðing við Potsdam Institute í Þýskalandi en sá hinn sami hélt áhrifamikinn fyrirlestur í HÍ fyrir mánuði síðan. En hver er þessi veltihringrás og hvað þýðir þetta eiginlega? Okkur var kennt í skóla að Íslendingar eigi allt lífsviðurværi sitt undir Golfstraumnum komið. Hluti Golfstraumsins liggur norður til Íslands og tengist stærri hringrás sem er kölluð veltihringrás Atlantshafsins eða AMOC (Atlantic Meridional Overturning Circulation). Sú veltihringrás er drifin áfram af seltu. Sjórinn er hlýrri og saltari við miðbaug vegna uppgufunar og hann flytur okkur varma þegar hann streymir norður til Íslands. Þegar straumurinn tekur að kólna þá sekkur hann því saltari sjór er eðlisþyngri. Niðurstreymi sjósins tekur með sér súrefni þegar það sekkur niður í djúpin og á þeim svæðum eru jafnan gjöful fiskimið. En getur þessi veltihringrás hrunið? Undanfarna áratugi hefur mælst kuldapollur í hafinu suðvestan af Íslandi, einmitt á því svæði þar sem straumur veltihringrásarinnar sekkur. Þetta þýðir að veltihringrásin sé að dvína og stafar það af auknu írennsli ferskvatns frá bráðnun Grænlandsjökuls og aukinni úrkomu. Aukið ferskvatn dregur úr virkni hringrásarinnar, sem dregur úr streymi saltvatns norður á bóginn, sem dregur enn frekar úr virkni hringrásarinnar. Eftir að farið er yfir vendipunkt í þessu ferli, verður það að vítahring sem dregur sífellt meir úr virkni hringrásarinnar þar til hún hrynur. Aðeins nýlega eru loftslagslíkön farin að taka tillit til þessa samspils jökla, hafs og lofts. Þá hefur kemur í ljós að vendipunkturinn er mun nær en við héldum og hrun veltihringrásarinnar er yfirvofandi, ef ekkert er að gert. Stefan Rahmstorf hefur tekið saman niðurstöður loftslagslíkana úr nýlegum vísindagreinum á þessu sviði og dregur þá ályktun að allt að helmingslíkur séu á því að við förum yfir vendipunktinn á þessari öld. Ef farið er yfir vendipunktinn þá er ekki aftur snúið heldur aðeins tímaspursmál hvenær veltihringrásin hrynur. En hvað myndi það þýða fyrir Ísland ef veltihringrásin hrynur? Í stuttu máli, þá myndi hitastig á Íslandi falla um 7-9 gráður, þrátt fyrir hnattræna hlýnun, og Ísland yrði óbyggilegt. Við gætum engan landbúnað stundað, gjöfulu fiskimiðin okkar myndu hverfa, jöklar myndu skríða fram og við gætum annað hvort reynt að norpa við erfiðar aðstæður meðfram strandlínunni eða flúið land. Íslendingar yrðu þá sennilega flestir loftslagsflóttamenn. Öll okkar menning og mannvirki yrðu að engu og allt okkar strit í 1200 ár til einskis unnið. Því segi ég að við verðum af brýnni nauðsyn að stöðva alla losun gróðurhúsalofttegunda á örfáum árum til að koma í veg fyrir gífurlegar hamfarir vegna loftslags- og sjávarbreytinga sem munu annars eyða allri byggð á Íslandi. Nú duga engin vettlingatök eða afsakanir. Engin loftslagsaðgerð telst óhagkvæm ef hagkerfið sjálft er í húfi. Hér þarf samhent átak okkar allra af stærðargráðu sem aldrei hefur sést áður. Undir því er öll okkar framtíð komin. Kjósum aðeins þá flokka sem hafa raunverulega metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum. Sem hópstjóri umhverfisnefndar hjá Vinstri grænum hef ég lagt allt kapp á að gera umhverfisstefnu okkar eins róttæka og unnt er. Þið megið treysta því að sjálfur muni ég berjast fyrir framtíð okkar af öllum mætti og því býð ég mig fram á lista Vinstri grænna í þingkosningunum 2024. Höfundur umhverfisverkfræðingur og 8. á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun