Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 06:32 Kaupmáttur launa hefur sveiflast þrisvar sinnum meira á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum undanfarna tvo áratug. Fólk finnur fyrir þessum sveiflum og þessu ójafnvægi, ekki síst ungt fólk sem nýlega hefur stofnað heimili. Á sama tíma hafa lítil- og meðalstór fyrirtæki þurft að glíma við ófyrirsjáanlegt og ósamkeppnishæft starfsumhverfi. Þessar kosningar snúast fyrst og fremst um að skapa meira jafnvægi og betri kjör fyrir fólk og lítil - og meðalstór fyrirtæki. Til að ná þessu markmiði mun Viðreisn tala fyrir aukinni forgangsröðun, hagræðingu í ríkisfjármálum og styrkingu samkeppnisinnviða. Það mun leiða til meira jafnvægis og betri kjara. Næsta ríkisstjórn verður að hafa hagsmuni vinnandi fólks og fyrirtækja að leiðarljósi. Það ætlar Viðreisn að gera. Önnur hver króna af verðmætasköpun Í kosningabaráttunni hefur verið rætt um ólíka afstöðu flokka til skattahækkana. Það er mikilvæg umræða. Minna fer hins vegar fyrir umræðu um þá staðreynd að skattbyrði fólks á Íslandi er há í öllum alþjóðlegum samanburði. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hefur nú samþykkt að skattar á lögaðila hækki um 1% árið 2025. Árið 2023 voru um 1.600 milljarðar greiddir í skatta til ríkis og sveitarfélaga og 300 milljarðar króna í samtryggingu lífeyrissjóðanna. Það er næstum önnur hver króna af allri verðmætasköpun á Íslandi. Svo miklar álögur á fólk og fyrirtæki kalla eðlilega á heilbrigðar kröfur fólks til þess að innviðir á landinu öllu séu sterkir og að þjónusta sé aðgengileg. Markmið Viðreisnar er einfalt; þjónusta við fólkið í landinu og innviðir eiga að standast samanburð við það besta sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Raunveruleikinn á Íslandi er hins vegar því miður allt annar. Skattfé sem ætti að fara í að bæta samgöngur og betra heilbrigðis- og menntakerfi fer nefnilega í að borga vexti af lánum ríkisins. Vaxtakostnaður er fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Á liðnum sjö árum hefur einfaldlega verið farið illa með skattfé almennings. Á næsta ári er útlit fyrir að vaxtakostnaður ríkisins verði 120 milljarðar króna. Þrátt fyrir þessa skattheimtu þá lengjast biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu. Eldra fólk liggur á göngum Landspítalans og bíður alltof lengi eftir því að komast á hjúkrunarheimili. Unga fólkið hefur árum saman staðið sig illa í alþjóðlegum samanburði menntunar án þess að það hafi vakið nein sérstök viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Löggæsla stendur veik frammi fyrir nýjum veruleika glæpastarfsemi. Vegir og brýr liggja undir skemmdum. Skattahækkanir á vinnandi fólk og fyrirtæki koma ekki til greina En blasir þá ekki við að hækka þarf skatta? Nei, staðan er einfaldlega sú að þeir skattar sem almenningur greiðir á Íslandi eiga að geta staðið undir betri þjónustu og sterkari innviðum. Mikið hefur hins vegar vantað upp á forgangsröðun og ábyrgð í ríkisfjármálum á liðnum sjö árum. Stefna Viðreisnar í skattamálum er einföld. Skattahækkanir á vinnandi fólk og lítil- og meðalstór fyrirtæki koma ekki til greina. Markmiðið til lengri tíma á í raun að vera að leita leiða til að lækka skatta án þess þó að slegið sé af kröfum um aukna velferð á Íslandi. Hagvöxtur sem fólk finnur fyrir Stóra lífsgæðamálið á Íslandi er að nýta skattfé fólks og fyrirtækja betur og um leið að skapa nýjan hagvöxt. Hagvöxt sem fólk finnur fyrir en ekki hagvöxtur sem fyrst og fremst byggir á fólksfjölgun. Þetta verður best gert með hagkvæmari rekstri opinberra stofnana, betri forgangsröðun, aukinni samkeppni á markaði og samtali við þjóðina um nýja og betri atvinnustefnu. Viðreisn vill atvinnustefnu sem miðar að því að auka framleiðni sem birtast mun í auknum kaupmætti launa og meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Með því verður hægt að bæta innviði og þjónustu fyrir fólkið í landinu. Ný ríkisstjórn mun taka við eftir tímabil stöðnunar og pólitískrar ósamstöðu. Áralöng óeining og ójafnvægi í ríkisstjórnarsamstarfi hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fólkið í landinu. Nýrrar ríkisstjórnar bíður að skapa ný tækifæri. Viðreisn vill skapa þessi tækifæri með jafnvægi, ábyrgð og forgangsröðun að leiðarljósi. Við erum tilbúin. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skattar og tollar Verðlag Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Sjá meira
Kaupmáttur launa hefur sveiflast þrisvar sinnum meira á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum undanfarna tvo áratug. Fólk finnur fyrir þessum sveiflum og þessu ójafnvægi, ekki síst ungt fólk sem nýlega hefur stofnað heimili. Á sama tíma hafa lítil- og meðalstór fyrirtæki þurft að glíma við ófyrirsjáanlegt og ósamkeppnishæft starfsumhverfi. Þessar kosningar snúast fyrst og fremst um að skapa meira jafnvægi og betri kjör fyrir fólk og lítil - og meðalstór fyrirtæki. Til að ná þessu markmiði mun Viðreisn tala fyrir aukinni forgangsröðun, hagræðingu í ríkisfjármálum og styrkingu samkeppnisinnviða. Það mun leiða til meira jafnvægis og betri kjara. Næsta ríkisstjórn verður að hafa hagsmuni vinnandi fólks og fyrirtækja að leiðarljósi. Það ætlar Viðreisn að gera. Önnur hver króna af verðmætasköpun Í kosningabaráttunni hefur verið rætt um ólíka afstöðu flokka til skattahækkana. Það er mikilvæg umræða. Minna fer hins vegar fyrir umræðu um þá staðreynd að skattbyrði fólks á Íslandi er há í öllum alþjóðlegum samanburði. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hefur nú samþykkt að skattar á lögaðila hækki um 1% árið 2025. Árið 2023 voru um 1.600 milljarðar greiddir í skatta til ríkis og sveitarfélaga og 300 milljarðar króna í samtryggingu lífeyrissjóðanna. Það er næstum önnur hver króna af allri verðmætasköpun á Íslandi. Svo miklar álögur á fólk og fyrirtæki kalla eðlilega á heilbrigðar kröfur fólks til þess að innviðir á landinu öllu séu sterkir og að þjónusta sé aðgengileg. Markmið Viðreisnar er einfalt; þjónusta við fólkið í landinu og innviðir eiga að standast samanburð við það besta sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Raunveruleikinn á Íslandi er hins vegar því miður allt annar. Skattfé sem ætti að fara í að bæta samgöngur og betra heilbrigðis- og menntakerfi fer nefnilega í að borga vexti af lánum ríkisins. Vaxtakostnaður er fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Á liðnum sjö árum hefur einfaldlega verið farið illa með skattfé almennings. Á næsta ári er útlit fyrir að vaxtakostnaður ríkisins verði 120 milljarðar króna. Þrátt fyrir þessa skattheimtu þá lengjast biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu. Eldra fólk liggur á göngum Landspítalans og bíður alltof lengi eftir því að komast á hjúkrunarheimili. Unga fólkið hefur árum saman staðið sig illa í alþjóðlegum samanburði menntunar án þess að það hafi vakið nein sérstök viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Löggæsla stendur veik frammi fyrir nýjum veruleika glæpastarfsemi. Vegir og brýr liggja undir skemmdum. Skattahækkanir á vinnandi fólk og fyrirtæki koma ekki til greina En blasir þá ekki við að hækka þarf skatta? Nei, staðan er einfaldlega sú að þeir skattar sem almenningur greiðir á Íslandi eiga að geta staðið undir betri þjónustu og sterkari innviðum. Mikið hefur hins vegar vantað upp á forgangsröðun og ábyrgð í ríkisfjármálum á liðnum sjö árum. Stefna Viðreisnar í skattamálum er einföld. Skattahækkanir á vinnandi fólk og lítil- og meðalstór fyrirtæki koma ekki til greina. Markmiðið til lengri tíma á í raun að vera að leita leiða til að lækka skatta án þess þó að slegið sé af kröfum um aukna velferð á Íslandi. Hagvöxtur sem fólk finnur fyrir Stóra lífsgæðamálið á Íslandi er að nýta skattfé fólks og fyrirtækja betur og um leið að skapa nýjan hagvöxt. Hagvöxt sem fólk finnur fyrir en ekki hagvöxtur sem fyrst og fremst byggir á fólksfjölgun. Þetta verður best gert með hagkvæmari rekstri opinberra stofnana, betri forgangsröðun, aukinni samkeppni á markaði og samtali við þjóðina um nýja og betri atvinnustefnu. Viðreisn vill atvinnustefnu sem miðar að því að auka framleiðni sem birtast mun í auknum kaupmætti launa og meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Með því verður hægt að bæta innviði og þjónustu fyrir fólkið í landinu. Ný ríkisstjórn mun taka við eftir tímabil stöðnunar og pólitískrar ósamstöðu. Áralöng óeining og ójafnvægi í ríkisstjórnarsamstarfi hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fólkið í landinu. Nýrrar ríkisstjórnar bíður að skapa ný tækifæri. Viðreisn vill skapa þessi tækifæri með jafnvægi, ábyrgð og forgangsröðun að leiðarljósi. Við erum tilbúin. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun