Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir og Guðrún Johnsen skrifa 12. nóvember 2024 14:51 2025: Alþjóðlegt ár samvinnuhreyfinga hjá Sameinuðu Þjóðunum Í upphafi árs 2024 boðaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að árið 2025 yrði alþjóðlegt ár samvinnufélaga, í annað sinn síðan árið 2012. Með þessu hvetja SÞ aðildarríki sín til að vekja athygli á samvinnufélögum, þeim möguleikum sem þau skapa í atvinnustarfsemi og framlagi þeirra til framkvæmdar sjálfbærrar efnahags- og samfélagsþróunar. Ennfremur hvetja SÞ stjórnvöld í aðildarríkjum til að styrkja rekstrarlegt vistkerfi samvinnufélaga svo nýta megi þetta rekstrarform í nýsköpun, hvers konar uppbyggingu efnahagslegra tækifæra og atvinnustarfsemi. Samvinnufélögin eru í eðli sínu sjálfbært rekstrarform sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni heldur eru þau stofnuð á samvinnugrundvelli til að efla hag félagsmanna eftir viðskiptalegri þátttöku þeirra í félagsstarfinu, t.d. af framleiðendum, viðskiptavinum, byggingaraðilum eða öðrum sem vilja skapa neytendaábáta, virði og rekstrarafgang til handa félagsmönnum og því samfélagi sem þau starfa í. Í takt við ákall SÞ beitti menningar - og viðskiptaráðherra Íslands sér fyrir því að löggjöf um samvinnufélög var endurskoðuð á vormánuðum 2024. Með því að draga úr kröfum um fjölda stofnfélaga samvinnufélags hefur ráðherrann og Alþingi rutt úr vegi óþarfa aðgangshindrunum að þessu formi atvinnurekstrar og framkvæmda. Húsnæðissamvinnufélög og byggingarsamvinnufélög: sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Samkvæmt yfirliti Hagstofu Íslands voru einungis sjö húsnæðisamvinnufélög skráð á Íslandi árið 2023. Flest voru þau skráð á árunum 2005-2009, en þá aðeins níu talsins. Ef Íslandi væri í takt við Danmörku ættu þessi félög að eiga 10,400 íbúðir á Íslandi, en 8% alls húsnæðismarkaðar er undir hatti húsnæðissamvinnufélaga (d. Andelsbolig) þar í landi. Í miðpunkti alþjóðlegs fjármálamarkaðar, New York borg, eru húsnæðissamvinnufélögin eitt algengasta búsetuform íbúa, eða um 74% af húsnæðismarkaðnum. Skoðunarefni er þess vegna hversu fátíð húsnæðissamvinnufélögin eru hér á landi en löggjöf um rekstur þeirra er til staðar. Það blasa við sóknarfæri fyrir bankastofnanir að bjóða húsnæðissamvinnufélögum og öðrum samvinnufélögum hagstæð kjör og sérstaka þjónustu við stofnun slíkra félaga, enda felast í því tækifæri til að auka lánveitingar sem uppfyllt geta skilyrði sívaxandi sjálfbærrar fjármögnunar bankanna, sem lífeyrissjóðir landsins og fleiri fjárfestar virðast fúsir að veita. Háskólinn á Bifröst svarar ákalli SÞ – hvað með sveitarfélög og Reykjavíkurborg? Háskólinn á Bifröst á rætur sínar að rekja til samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi og er því ljúft og skylt að svara ákalli eins og því frá SÞ um að veita samvinnufélögum sérstakan gaum í kennslu og rannsóknum. Í þeirri viðleitni vinnur Háskólinn á Bifröst m.a. að stofnun rannsóknarstofnunar um þetta gamalreynda rekstrarform, sem skapað hefur virði fyrir viðskiptavini og samfélög, áhugaverð störf fyrir launafólk og skilvirkar leiðir til að koma vörum á markað. Á alþjóðlegu ári samvinnuhreyfingarinnar 2025 mun Háskólinn á Bifröst blása til ráðstefnu um samvinnufélög þar sem innlendir og erlendir stjórnendur og fræðafólk mun deila innsýn í kosti samvinnufélaga og hvaða tæknibreytingar eru nú til staðar til að mæta áskorunum rekstrarformsins. Vonandi verður ákall SÞ öðrum stefnumótandi aðilum einnig hvatning til að skoða þennan möguleika og gera jafnvel sérstaklega ráð fyrir þeim þegar skipulag og úthlutun lóða til húsnæðis- og atvinnuuppbyggingar ber á góma. Elín H. Jónsdóttir, MBA, LL.M, lektor við lagadeild Háskólans á BifröstGuðrún Johnsen, PhD. deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Skóla- og menntamál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
2025: Alþjóðlegt ár samvinnuhreyfinga hjá Sameinuðu Þjóðunum Í upphafi árs 2024 boðaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að árið 2025 yrði alþjóðlegt ár samvinnufélaga, í annað sinn síðan árið 2012. Með þessu hvetja SÞ aðildarríki sín til að vekja athygli á samvinnufélögum, þeim möguleikum sem þau skapa í atvinnustarfsemi og framlagi þeirra til framkvæmdar sjálfbærrar efnahags- og samfélagsþróunar. Ennfremur hvetja SÞ stjórnvöld í aðildarríkjum til að styrkja rekstrarlegt vistkerfi samvinnufélaga svo nýta megi þetta rekstrarform í nýsköpun, hvers konar uppbyggingu efnahagslegra tækifæra og atvinnustarfsemi. Samvinnufélögin eru í eðli sínu sjálfbært rekstrarform sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni heldur eru þau stofnuð á samvinnugrundvelli til að efla hag félagsmanna eftir viðskiptalegri þátttöku þeirra í félagsstarfinu, t.d. af framleiðendum, viðskiptavinum, byggingaraðilum eða öðrum sem vilja skapa neytendaábáta, virði og rekstrarafgang til handa félagsmönnum og því samfélagi sem þau starfa í. Í takt við ákall SÞ beitti menningar - og viðskiptaráðherra Íslands sér fyrir því að löggjöf um samvinnufélög var endurskoðuð á vormánuðum 2024. Með því að draga úr kröfum um fjölda stofnfélaga samvinnufélags hefur ráðherrann og Alþingi rutt úr vegi óþarfa aðgangshindrunum að þessu formi atvinnurekstrar og framkvæmda. Húsnæðissamvinnufélög og byggingarsamvinnufélög: sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Samkvæmt yfirliti Hagstofu Íslands voru einungis sjö húsnæðisamvinnufélög skráð á Íslandi árið 2023. Flest voru þau skráð á árunum 2005-2009, en þá aðeins níu talsins. Ef Íslandi væri í takt við Danmörku ættu þessi félög að eiga 10,400 íbúðir á Íslandi, en 8% alls húsnæðismarkaðar er undir hatti húsnæðissamvinnufélaga (d. Andelsbolig) þar í landi. Í miðpunkti alþjóðlegs fjármálamarkaðar, New York borg, eru húsnæðissamvinnufélögin eitt algengasta búsetuform íbúa, eða um 74% af húsnæðismarkaðnum. Skoðunarefni er þess vegna hversu fátíð húsnæðissamvinnufélögin eru hér á landi en löggjöf um rekstur þeirra er til staðar. Það blasa við sóknarfæri fyrir bankastofnanir að bjóða húsnæðissamvinnufélögum og öðrum samvinnufélögum hagstæð kjör og sérstaka þjónustu við stofnun slíkra félaga, enda felast í því tækifæri til að auka lánveitingar sem uppfyllt geta skilyrði sívaxandi sjálfbærrar fjármögnunar bankanna, sem lífeyrissjóðir landsins og fleiri fjárfestar virðast fúsir að veita. Háskólinn á Bifröst svarar ákalli SÞ – hvað með sveitarfélög og Reykjavíkurborg? Háskólinn á Bifröst á rætur sínar að rekja til samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi og er því ljúft og skylt að svara ákalli eins og því frá SÞ um að veita samvinnufélögum sérstakan gaum í kennslu og rannsóknum. Í þeirri viðleitni vinnur Háskólinn á Bifröst m.a. að stofnun rannsóknarstofnunar um þetta gamalreynda rekstrarform, sem skapað hefur virði fyrir viðskiptavini og samfélög, áhugaverð störf fyrir launafólk og skilvirkar leiðir til að koma vörum á markað. Á alþjóðlegu ári samvinnuhreyfingarinnar 2025 mun Háskólinn á Bifröst blása til ráðstefnu um samvinnufélög þar sem innlendir og erlendir stjórnendur og fræðafólk mun deila innsýn í kosti samvinnufélaga og hvaða tæknibreytingar eru nú til staðar til að mæta áskorunum rekstrarformsins. Vonandi verður ákall SÞ öðrum stefnumótandi aðilum einnig hvatning til að skoða þennan möguleika og gera jafnvel sérstaklega ráð fyrir þeim þegar skipulag og úthlutun lóða til húsnæðis- og atvinnuuppbyggingar ber á góma. Elín H. Jónsdóttir, MBA, LL.M, lektor við lagadeild Háskólans á BifröstGuðrún Johnsen, PhD. deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun