Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 12. nóvember 2024 09:02 Tungumálið er arfur frá forfeðrum okkar. Tungumál sem er einstakt og ber að vernda með öllum tiltækum ráðum. Tungumál sem við eigum að kenna þeim sem koma hingað til að búa. Tungumálið á að nota í samskiptum á öllum skólastigum, líka við foreldra. Hvað með þingmenn Þingmenn eiga að leggja sig fram um að tala góða íslensku. Lýðræðisflokkurinn leggur áherslu á að vernda tungumálið okkar. Svo er ekki með alla flokka. Það er ekki ofsögum sagt að nokkrir þingmenn hafa lagt sig fram um að eyðileggja íslenska tungu. Einnig má finna nokkra í framboði sem hallast að sömu skoðun. Á síðasta löggjafarþingi Íslendinga lögðu fáir þingmenn fram frumvarp til þess að breyta ákveðnum orðum. Það er gert til að koma á móts við hinsegin hreyfingar. Í skjalinu segir: Flm.: Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Dagbjört Hákonardóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Guðbrandur Einarsson, Halldóra Mogensen, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:a. Í stað orðanna „föður- eða móðurnöfn“ í 1. mgr. kemur: foreldrisnöfn.b. Í stað orðanna „föður eða móður“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. kemur: foreldris.c. Í stað orðsins „föður“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: foreldris.d. Í stað orðanna „afa síns“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: stórforeldris síns. o.s.frv. Hvað gengur þeim til Lýðræðisflokkurinn hafnar svona skemmdarverkum á tungumálinu. Hefðbundin góð og gild orð sem vísa til um hvern ræðir á ekki að breyta. Höfundur óttast að áframhald verði á ef þeir sem mæla fyrir svona skemmdarverkum komist inn á þing. Breytingartillagan er aðför að fjölskyldunni og íslenskunni. Við eigum ekki að sætta okkur við þetta. Orðið leghafi komst inn í lög um fóstureyðingar. Núverandi heilbrigðisráðherra sá til þess. Engar konur stóðu upp fyrir orðum kvenna á þinginu, einn karlmaður gerði það. Leghafi er notað í stað orðsins kona. Nei segi ég, við eigum ekki að sætta okkur við að svona sé farið með orð sem tengjast konum. Aldrei. Í stefnu Lýðræðisflokksins kemur skýrt fram að fjölskyldan sé horsteinn samfélagsins og lögð áhersla á verndun íslenskrar tungu. Þetta tvennt fer saman um þau orð sem snúa að fjölskyldumeðlimum. Á vakt Lýðræðisflokksins myndi svona frumvarp aldrei ná í gegn og því mótmælt í þingsal. Liður í verndun tungunnar sem menn hafa mismikla virðingu fyrir. Fámennur hópur sem finnur sig ekki undir ákveðnum orðum getur ákveðið hvað þeir kalla sig á heimavelli. Höfundur frábiður sig að þessi skemmdarverk á íslenskum orðum sem ylja flestum hjörtum haldi áfram. Hvað er yndislegra en að tala um ömmu og afa, langömmu og langafa, móður og föður, frænda og frænku, pilt og stúlku? Hjálpið okkur að stoppa þetta, gefum nýju fólki tækifæri með því að kjósa það á þing. Frumvarpið má lesa hér. Gildistaka átti að vera á næsta ári. Einu get ég lofað kjósendum flokksins, komist ég á þing verð ég eins og hungraður úlfur eftir tilraunum til að eyðileggja tungumálið og sérstaklega það sem eyðileggur orð um konur og kvennamál sem virðist vinsælla en að skemma karlaorðin. Helga Dögg Sverrisdóttir, sjúkraliði og grunnskólakennari, er í 2. sæti Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Tungumálið er arfur frá forfeðrum okkar. Tungumál sem er einstakt og ber að vernda með öllum tiltækum ráðum. Tungumál sem við eigum að kenna þeim sem koma hingað til að búa. Tungumálið á að nota í samskiptum á öllum skólastigum, líka við foreldra. Hvað með þingmenn Þingmenn eiga að leggja sig fram um að tala góða íslensku. Lýðræðisflokkurinn leggur áherslu á að vernda tungumálið okkar. Svo er ekki með alla flokka. Það er ekki ofsögum sagt að nokkrir þingmenn hafa lagt sig fram um að eyðileggja íslenska tungu. Einnig má finna nokkra í framboði sem hallast að sömu skoðun. Á síðasta löggjafarþingi Íslendinga lögðu fáir þingmenn fram frumvarp til þess að breyta ákveðnum orðum. Það er gert til að koma á móts við hinsegin hreyfingar. Í skjalinu segir: Flm.: Andrés Ingi Jónsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Dagbjört Hákonardóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Guðbrandur Einarsson, Halldóra Mogensen, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:a. Í stað orðanna „föður- eða móðurnöfn“ í 1. mgr. kemur: foreldrisnöfn.b. Í stað orðanna „föður eða móður“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. kemur: foreldris.c. Í stað orðsins „föður“ í 3. málsl. 2. mgr. kemur: foreldris.d. Í stað orðanna „afa síns“ í 4. málsl. 2. mgr. kemur: stórforeldris síns. o.s.frv. Hvað gengur þeim til Lýðræðisflokkurinn hafnar svona skemmdarverkum á tungumálinu. Hefðbundin góð og gild orð sem vísa til um hvern ræðir á ekki að breyta. Höfundur óttast að áframhald verði á ef þeir sem mæla fyrir svona skemmdarverkum komist inn á þing. Breytingartillagan er aðför að fjölskyldunni og íslenskunni. Við eigum ekki að sætta okkur við þetta. Orðið leghafi komst inn í lög um fóstureyðingar. Núverandi heilbrigðisráðherra sá til þess. Engar konur stóðu upp fyrir orðum kvenna á þinginu, einn karlmaður gerði það. Leghafi er notað í stað orðsins kona. Nei segi ég, við eigum ekki að sætta okkur við að svona sé farið með orð sem tengjast konum. Aldrei. Í stefnu Lýðræðisflokksins kemur skýrt fram að fjölskyldan sé horsteinn samfélagsins og lögð áhersla á verndun íslenskrar tungu. Þetta tvennt fer saman um þau orð sem snúa að fjölskyldumeðlimum. Á vakt Lýðræðisflokksins myndi svona frumvarp aldrei ná í gegn og því mótmælt í þingsal. Liður í verndun tungunnar sem menn hafa mismikla virðingu fyrir. Fámennur hópur sem finnur sig ekki undir ákveðnum orðum getur ákveðið hvað þeir kalla sig á heimavelli. Höfundur frábiður sig að þessi skemmdarverk á íslenskum orðum sem ylja flestum hjörtum haldi áfram. Hvað er yndislegra en að tala um ömmu og afa, langömmu og langafa, móður og föður, frænda og frænku, pilt og stúlku? Hjálpið okkur að stoppa þetta, gefum nýju fólki tækifæri með því að kjósa það á þing. Frumvarpið má lesa hér. Gildistaka átti að vera á næsta ári. Einu get ég lofað kjósendum flokksins, komist ég á þing verð ég eins og hungraður úlfur eftir tilraunum til að eyðileggja tungumálið og sérstaklega það sem eyðileggur orð um konur og kvennamál sem virðist vinsælla en að skemma karlaorðin. Helga Dögg Sverrisdóttir, sjúkraliði og grunnskólakennari, er í 2. sæti Lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun