Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar 12. nóvember 2024 08:45 Ungt fólk er meira en bara einn hópur. Ungt fólk samanstendur af mörgum mismunandi hópum, með mismunandi skoðanir, áhugamál og þarfir. Að reyna að ná til þeirra einungis með stuttum sketsum, meme-um og „brain rot “ efni á TikTok er mikil einföldun. Ungt fólk hefur líka áhuga á pólitík, vill fara á dýptina í málum og kynna sér stefnur flokka áður en það mótar sér skoðun. Ungt fólk á betra skilið en efni í litlum gæðum sem er of stutt til að geta talist upplýsandi. Það getur verið ógnvekjandi að stíga fyrstu skrefin sem kjósandi Að mæta á viðburði og ræða við oddvita og þingmenn getur alveg verið stórt skref. „Þarf ég ekki að vita eitthvað um öll mál til að geta tekið þátt?“ Gleymum því ekki að sérfræðingar í mörgum málum eru oft ungt fólk. Það þarf ekki að vita allt um alla málaflokka til þess að geta tekið þátt í umræðu um pólitík. Ýtum ekki undir efasemdir og vanmátt með því að tala niður til ungs fólks og gera lítið úr þeim sökum reynsluleysis. Við eigum að efla þátttöku ungs fólks í stjórnmálaumræðu því þar er að finna raddir framtíðarinnar. Hlustum á ungt fólk og miðlum áfram því sem skiptir þau mestu máli Þegar að við nálgumst ungt fólk og þá sérstaklega fyrstu kjósendur er mikilvægt að við hlustum á þarfir mismunandi hópa og mætum þeim með mismunandi leiðum eftir þörfum hvers og eins. Samband ungra Framsóknarmanna hefur nú opnað kosningamiðstöð fyrir ungt fólk í Bankastræti 5 sem nefnist xB5. Þar bjóðum við ungt fólk velkomið sem vill mæta og ræða við annað ungt fólk. Þar getur þú mætt og gengið að því sem vísu að vel verði tekið á móti þér. Þar getur þú rætt um það sem skiptir þig máli við annað ungt fólk sem hefur áhuga á pólitík og stjórnmálum. Opið á virkum dögum 15-20 og svo eftir klukkan 20:00 um helgar. Þá má finna ungt fólk í efstu sætum á listum Framsóknar í öllum kjördæmum. Finnið þau á viðburðum Framsóknar í ykkar kjördæmi og ég get lofað ykkur því að þau munu taka vel á móti ykkur. Sigríður - gervigreind Framsókn hefur einnig kynnt til leiks Sigríði, gervigreind Framsóknar sem svarar spurningum um Framsókn út frá stefnumálum flokksins. Mörg höfum við vanist því að spyrja ChatGPT út í hin ýmsu mál, þökk sé Lilju Alfreðsdóttur og hennar ráðuneyti sem hefur staðið að innleiðingu íslenskunnar svo við getum spurt og fengið svör á okkar móðurmáli. Nú getum við á sama hátt spurt Sigríði út í þau mál sem brenna helst á okkur. Hvað vilt þú vita um stefnu Framsóknar? Prófaðu að spyrja Sigríði gervigreind, okkur á xB5 kosningamiðstöð ungs fólks eða unga frambjóðendur á listum í þínu kjördæmi. Við viljum heyra hvað brennur á þér! Höfundur er í framkvæmdastjórn Sambands ungra Framsóknarmanna og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skúli Bragi Geirdal Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Sjá meira
Ungt fólk er meira en bara einn hópur. Ungt fólk samanstendur af mörgum mismunandi hópum, með mismunandi skoðanir, áhugamál og þarfir. Að reyna að ná til þeirra einungis með stuttum sketsum, meme-um og „brain rot “ efni á TikTok er mikil einföldun. Ungt fólk hefur líka áhuga á pólitík, vill fara á dýptina í málum og kynna sér stefnur flokka áður en það mótar sér skoðun. Ungt fólk á betra skilið en efni í litlum gæðum sem er of stutt til að geta talist upplýsandi. Það getur verið ógnvekjandi að stíga fyrstu skrefin sem kjósandi Að mæta á viðburði og ræða við oddvita og þingmenn getur alveg verið stórt skref. „Þarf ég ekki að vita eitthvað um öll mál til að geta tekið þátt?“ Gleymum því ekki að sérfræðingar í mörgum málum eru oft ungt fólk. Það þarf ekki að vita allt um alla málaflokka til þess að geta tekið þátt í umræðu um pólitík. Ýtum ekki undir efasemdir og vanmátt með því að tala niður til ungs fólks og gera lítið úr þeim sökum reynsluleysis. Við eigum að efla þátttöku ungs fólks í stjórnmálaumræðu því þar er að finna raddir framtíðarinnar. Hlustum á ungt fólk og miðlum áfram því sem skiptir þau mestu máli Þegar að við nálgumst ungt fólk og þá sérstaklega fyrstu kjósendur er mikilvægt að við hlustum á þarfir mismunandi hópa og mætum þeim með mismunandi leiðum eftir þörfum hvers og eins. Samband ungra Framsóknarmanna hefur nú opnað kosningamiðstöð fyrir ungt fólk í Bankastræti 5 sem nefnist xB5. Þar bjóðum við ungt fólk velkomið sem vill mæta og ræða við annað ungt fólk. Þar getur þú mætt og gengið að því sem vísu að vel verði tekið á móti þér. Þar getur þú rætt um það sem skiptir þig máli við annað ungt fólk sem hefur áhuga á pólitík og stjórnmálum. Opið á virkum dögum 15-20 og svo eftir klukkan 20:00 um helgar. Þá má finna ungt fólk í efstu sætum á listum Framsóknar í öllum kjördæmum. Finnið þau á viðburðum Framsóknar í ykkar kjördæmi og ég get lofað ykkur því að þau munu taka vel á móti ykkur. Sigríður - gervigreind Framsókn hefur einnig kynnt til leiks Sigríði, gervigreind Framsóknar sem svarar spurningum um Framsókn út frá stefnumálum flokksins. Mörg höfum við vanist því að spyrja ChatGPT út í hin ýmsu mál, þökk sé Lilju Alfreðsdóttur og hennar ráðuneyti sem hefur staðið að innleiðingu íslenskunnar svo við getum spurt og fengið svör á okkar móðurmáli. Nú getum við á sama hátt spurt Sigríði út í þau mál sem brenna helst á okkur. Hvað vilt þú vita um stefnu Framsóknar? Prófaðu að spyrja Sigríði gervigreind, okkur á xB5 kosningamiðstöð ungs fólks eða unga frambjóðendur á listum í þínu kjördæmi. Við viljum heyra hvað brennur á þér! Höfundur er í framkvæmdastjórn Sambands ungra Framsóknarmanna og í 4. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun