Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 11. nóvember 2024 07:31 Það fer fyrir brjóstið á mér hvernig sumt fólk talar af óvirðingu og dónaskap um opinbera starfsmenn. Þeir séu táknmynd of mikilla ríkisumsvifa, hið stóra bákn ríkisins sem stækki á kostnað almennings. Óskilvirkir og sóun á almannafé. Ég mótmæli þessum málflutningi harðlega. Hann á ekki við nokkur rök að styðjast. En hvaða fólk er þetta? Jú, þetta er kennarar barnanna þinna, þetta er hjúkrunarfræðingurinn á heilsugæslunni, þetta er lögregluþjóninn í hverfinu og slökkviliðsmaðurinn sem bjargar þér frá húsbruna. Það er því eðlilegt að spyrja: Er þetta fólk báknið í íslensku samfélagi? Svar mitt er skýrt: Nei, opinberir starfsmenn skipta lykilmáli í að standa undir velferð og öryggi borgaranna. Það á að gera kröfur til opinberra starfsmanna, að sjálfssögðu, en að þeir þurfi að sitja undir allskonar ómaklegum árásum á sig, meðal annars frá stjórnmálamönnum, er óboðlegt. Reynsla mín af því að hafa unnið hjá Veiðimálastofnun, Landgræðslu ríkisins, Háskóla Íslands, og verið ráðherra í sjö ár er sú að opinberir starfsmenn sinni vinnu sinni af alúð, væntumþykju og metnaði fyrir íslensku samfélagi. Ég held að okkur væri nær að horfa til kjaramála opinberra starfsmanna, sérlega kvennastétta eins og kennara, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og fleiri hópa. Vanmat á virði þeirra er staðreynd í íslensku samfélagi og verður að breyta. Á kjörtímabilinu sem leið voru stigin mikilvæg skref í að greina og þróa aðferðafræði um virðismat starfa. Hún á að geta skilað okkur nauðsynlegum upplýsingum og faglegum staðreyndum um kerfisbundið vanmat kvennastarfa og byggja þannig undir að leiðrétta kynbundin launamun hið snarasta. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, hægri flokkarnir, tala um að skera niður í ríkisrekstri sem þýðir fækkun opinberra starfa. „Báknið burt“, segja þau við fólkið sem sinnir almannaþjónustu og þjóna almannahagsmunum. Þannig hefur hægrið búið til strámann úr opinberum starfsmönnum. Orðið „bústólpi“ merkir stoð og stytta búsins. Ef við heimfærum það á samfélagið getum við spurt: Eru opinberir starfsmenn bákn eða bústólpi? Hugsaðu málið. Höfundur er varaformaður VG og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það fer fyrir brjóstið á mér hvernig sumt fólk talar af óvirðingu og dónaskap um opinbera starfsmenn. Þeir séu táknmynd of mikilla ríkisumsvifa, hið stóra bákn ríkisins sem stækki á kostnað almennings. Óskilvirkir og sóun á almannafé. Ég mótmæli þessum málflutningi harðlega. Hann á ekki við nokkur rök að styðjast. En hvaða fólk er þetta? Jú, þetta er kennarar barnanna þinna, þetta er hjúkrunarfræðingurinn á heilsugæslunni, þetta er lögregluþjóninn í hverfinu og slökkviliðsmaðurinn sem bjargar þér frá húsbruna. Það er því eðlilegt að spyrja: Er þetta fólk báknið í íslensku samfélagi? Svar mitt er skýrt: Nei, opinberir starfsmenn skipta lykilmáli í að standa undir velferð og öryggi borgaranna. Það á að gera kröfur til opinberra starfsmanna, að sjálfssögðu, en að þeir þurfi að sitja undir allskonar ómaklegum árásum á sig, meðal annars frá stjórnmálamönnum, er óboðlegt. Reynsla mín af því að hafa unnið hjá Veiðimálastofnun, Landgræðslu ríkisins, Háskóla Íslands, og verið ráðherra í sjö ár er sú að opinberir starfsmenn sinni vinnu sinni af alúð, væntumþykju og metnaði fyrir íslensku samfélagi. Ég held að okkur væri nær að horfa til kjaramála opinberra starfsmanna, sérlega kvennastétta eins og kennara, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og fleiri hópa. Vanmat á virði þeirra er staðreynd í íslensku samfélagi og verður að breyta. Á kjörtímabilinu sem leið voru stigin mikilvæg skref í að greina og þróa aðferðafræði um virðismat starfa. Hún á að geta skilað okkur nauðsynlegum upplýsingum og faglegum staðreyndum um kerfisbundið vanmat kvennastarfa og byggja þannig undir að leiðrétta kynbundin launamun hið snarasta. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkur, hægri flokkarnir, tala um að skera niður í ríkisrekstri sem þýðir fækkun opinberra starfa. „Báknið burt“, segja þau við fólkið sem sinnir almannaþjónustu og þjóna almannahagsmunum. Þannig hefur hægrið búið til strámann úr opinberum starfsmönnum. Orðið „bústólpi“ merkir stoð og stytta búsins. Ef við heimfærum það á samfélagið getum við spurt: Eru opinberir starfsmenn bákn eða bústólpi? Hugsaðu málið. Höfundur er varaformaður VG og skipar 1. sæti VG í Suðvesturkjördæmi
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun