Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 13:02 Fyrir nokkrum dögum birtist aðsend grein á Vísi frá Guðmundu G. Guðmundsdóttur þar sem hún lýsir á hjartnæman hátt hvernig skaðaminnkandi úrræði hefðu átt þátt í því að styðja son hennar til heilsu. Hún lýkur greininni með því að spyrja þá ellefu stjórnmálaflokka sem nú bjóða fram, hvað þeir ætli sér að gera fyrir fólk með vímuvanda, í löngum biðlistum barna í vanda, og heilbrigðismálum yfirleitt. Ég er starfandi sálfræðingur með sérhæfingu í flóknum áföllum og hef í gegnum tíðina lagt töluverða áherslu á annars vegar fólk með langvinn veikindi og hins vegar fólk sem hefur glímt við vímuefnavanda. Ég hef unnið að því að bæta hag fólks með vímuefnavanda, bæði sem aktívisti og sem fagmanneskja, en ég hef lagt áherslu á skaðaminnkun í minni meðferðarvinnu. Fólk með vímuefnavanda hefur löngum verið óhreinu börnin hennar Evu. Þau mega hvorki sjást né heyrast, þau missa tengsl við samfélagið og upplifa viðingarleysi og fordóma frá samborgurum sínum, sem leiðir af sér djúpstæð neikvæð viðhorf gagnvart sjálfum sér. Skaðaminnkun er gagnreynt meðferðarform sem gengur út á það að mæta einstaklingi þar sem hann er staddur hverju sinni, með mannvirðingu, kærleika og af skilningi. Það vill svo til að þegar hætt er að reyna að troða ofan í einstaklinga hvernig þeir eigi að vera eða hvað þeir eigi að gera, heldur er þeim mætt frekar á jafningjagrundvelli og án þess að þvinga eigin vilja eða skoðanir upp á það, þá hækkar sjálfsálit og sjálfstraust fólks. Það fer að líta á sjálft sig sem “manneskjur” aftur. Með meiri virðingu og trú á sjálft sig, þá sjáum við að glampinn í augum þess kemur aftur og það treystir sér til að taka þau skref sem nauðsynleg eru til að lifa því lífi sem það finnur að það á skilið. Guðmunda lýsti því í grein sinni hvað hefði breyst á þeim 11 mánuðum sem liðnir eru síðan sonur hennar var sem veikastur. Neyslurými og nýr samningur við Vog. Það sem hún lýsti þarna eru einmitt úrræði sem falla undir skaðaminnkun. Sem manneskja sem kom heilmikið að mótun heilbrigðisstefnu Pírata þá langar mig að koma með mína sýn á það sem Píratar hafa fram að færa í málaflokknum. Píratar hafa barist fyrir þennan hóp árum saman, en Píratar hafa verið brautryðjandi í nýrri hugsun og nálgun í stjórnsýslu gagnvart því vandamáli sem vímuefnavandi er. Reyndar ætla ég að fullyrða að enginn flokkur hafi verið jafn natinn og áhugasamur um að reyna að bæta hag fólks með vímuefnavanda heldur en Píratar, með Halldóru Mogensen í fararbroddi á þingi og Dóru Björt fyrir Pírata í borginni. Halldóra mætir galvösk á allar ráðstefnur sem haldnar eru hér á land um málefnið, kynnir sér málin af áhuga, og leggur fram frumvarp eftir frumvarp sem miða að því að bæta hag fólks með vímuefnavanda, og heilbrigðiskerfið í heild sinni. Í borginni hafa Píratar, með Dóru Björt í fararbroddi, unnið grettistak með því að vinna að opnun áðurnefnds neyslurýmis og með því að innleiða stefnuna “húsnæði fyrst”, sem er skaðaminnkandi úrræði til þess að fólk hafi forsendur til þess að ná bata. Píratar hugsa málið heildrænt og út frá raungögnum, og hafa því lagt áherslu á skaðaminnkandi nálgun og gagnreyndar meðferðir frá upphafi flokksins. Sökum þeirrar heildrænnar hugsunar sem einkennir vinnubrögð Pírata hefur flokkurinn ennfremur lagt mikla áherslu á heilbrigðiskerfið. Píratar gera sér grein fyrir því að það má ekki festast í þeirri hugmynd hvað kerfin kosta, heldur að horfa á hversu dýrt það er – bæði í peningum en ekki síður í sársauka og missi – að hafa kerfin ekki í lagi. Píratar leggja því áherslu á að við verðum að byrja á grunninum – sterku félagslegu velferðarkerfi sem grípur bæði börn og fullorðna sem á þurfa að halda – því velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið er algjörlega samtvinnað. Fátækt er einn stærsti áhættuþátturinn fyrir bæði líkamleg og tilfinningaleg veikindi, og aukinn ójöfnuður, líkt og við höfum séð gerast í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna, hefur óhjákvæmilega í för með sér aukið ofbeldi – nokkuð sem við nú sjáum raungerast í mikilli öldu ofbeldis hjá bæði ungmennum og fullorðnum. Heilbrigðisstefna Pírata gerir ráð fyrir að stórauka framlög til kerfisins og innleiða bæði áfallamiðaða og skaðaminnkandi nálgun í heilbrigðiskerfinu. Yrði það gert myndi það draga úr fordómum, misgreiningum og mismeðhöndlun einkenna – bæði líkamlegra og tilfinningalegra. Píratar eins og ég, fagmanneskjur með þá brennandi hugsjón að sjá samfélagskerfin okkar VIRKA fyrir hinn almenna borgara, hafa tekið höndum saman og skrifað stefnurnar, í samráði við aðra í grasrót og frambjóðendur, og útkoman er ein sú ítarlegasta og flottasta heilbrigðisáætlun sem sögur fara af. Ástæðan fyrir því að ég valdi Pírata er sú að innanborðs eru strangheiðarlegar manneskjur sem deila sömu hugsjónum og ég. Gildi Pírata snúa að því að uppræta spillingu, auka beint lýðræði og búa til öruggt samfélag fyrir öll okkar sem hér búa. Píratar hafa sýnt það í verki inni á þingi undanfarin ár að orð þeirra eru ekki innantóm kosningafroða. Píratar láta kné fylgja kviði, og standa með mannvirðingu og mannréttindum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Fíkn Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum birtist aðsend grein á Vísi frá Guðmundu G. Guðmundsdóttur þar sem hún lýsir á hjartnæman hátt hvernig skaðaminnkandi úrræði hefðu átt þátt í því að styðja son hennar til heilsu. Hún lýkur greininni með því að spyrja þá ellefu stjórnmálaflokka sem nú bjóða fram, hvað þeir ætli sér að gera fyrir fólk með vímuvanda, í löngum biðlistum barna í vanda, og heilbrigðismálum yfirleitt. Ég er starfandi sálfræðingur með sérhæfingu í flóknum áföllum og hef í gegnum tíðina lagt töluverða áherslu á annars vegar fólk með langvinn veikindi og hins vegar fólk sem hefur glímt við vímuefnavanda. Ég hef unnið að því að bæta hag fólks með vímuefnavanda, bæði sem aktívisti og sem fagmanneskja, en ég hef lagt áherslu á skaðaminnkun í minni meðferðarvinnu. Fólk með vímuefnavanda hefur löngum verið óhreinu börnin hennar Evu. Þau mega hvorki sjást né heyrast, þau missa tengsl við samfélagið og upplifa viðingarleysi og fordóma frá samborgurum sínum, sem leiðir af sér djúpstæð neikvæð viðhorf gagnvart sjálfum sér. Skaðaminnkun er gagnreynt meðferðarform sem gengur út á það að mæta einstaklingi þar sem hann er staddur hverju sinni, með mannvirðingu, kærleika og af skilningi. Það vill svo til að þegar hætt er að reyna að troða ofan í einstaklinga hvernig þeir eigi að vera eða hvað þeir eigi að gera, heldur er þeim mætt frekar á jafningjagrundvelli og án þess að þvinga eigin vilja eða skoðanir upp á það, þá hækkar sjálfsálit og sjálfstraust fólks. Það fer að líta á sjálft sig sem “manneskjur” aftur. Með meiri virðingu og trú á sjálft sig, þá sjáum við að glampinn í augum þess kemur aftur og það treystir sér til að taka þau skref sem nauðsynleg eru til að lifa því lífi sem það finnur að það á skilið. Guðmunda lýsti því í grein sinni hvað hefði breyst á þeim 11 mánuðum sem liðnir eru síðan sonur hennar var sem veikastur. Neyslurými og nýr samningur við Vog. Það sem hún lýsti þarna eru einmitt úrræði sem falla undir skaðaminnkun. Sem manneskja sem kom heilmikið að mótun heilbrigðisstefnu Pírata þá langar mig að koma með mína sýn á það sem Píratar hafa fram að færa í málaflokknum. Píratar hafa barist fyrir þennan hóp árum saman, en Píratar hafa verið brautryðjandi í nýrri hugsun og nálgun í stjórnsýslu gagnvart því vandamáli sem vímuefnavandi er. Reyndar ætla ég að fullyrða að enginn flokkur hafi verið jafn natinn og áhugasamur um að reyna að bæta hag fólks með vímuefnavanda heldur en Píratar, með Halldóru Mogensen í fararbroddi á þingi og Dóru Björt fyrir Pírata í borginni. Halldóra mætir galvösk á allar ráðstefnur sem haldnar eru hér á land um málefnið, kynnir sér málin af áhuga, og leggur fram frumvarp eftir frumvarp sem miða að því að bæta hag fólks með vímuefnavanda, og heilbrigðiskerfið í heild sinni. Í borginni hafa Píratar, með Dóru Björt í fararbroddi, unnið grettistak með því að vinna að opnun áðurnefnds neyslurýmis og með því að innleiða stefnuna “húsnæði fyrst”, sem er skaðaminnkandi úrræði til þess að fólk hafi forsendur til þess að ná bata. Píratar hugsa málið heildrænt og út frá raungögnum, og hafa því lagt áherslu á skaðaminnkandi nálgun og gagnreyndar meðferðir frá upphafi flokksins. Sökum þeirrar heildrænnar hugsunar sem einkennir vinnubrögð Pírata hefur flokkurinn ennfremur lagt mikla áherslu á heilbrigðiskerfið. Píratar gera sér grein fyrir því að það má ekki festast í þeirri hugmynd hvað kerfin kosta, heldur að horfa á hversu dýrt það er – bæði í peningum en ekki síður í sársauka og missi – að hafa kerfin ekki í lagi. Píratar leggja því áherslu á að við verðum að byrja á grunninum – sterku félagslegu velferðarkerfi sem grípur bæði börn og fullorðna sem á þurfa að halda – því velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið er algjörlega samtvinnað. Fátækt er einn stærsti áhættuþátturinn fyrir bæði líkamleg og tilfinningaleg veikindi, og aukinn ójöfnuður, líkt og við höfum séð gerast í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna, hefur óhjákvæmilega í för með sér aukið ofbeldi – nokkuð sem við nú sjáum raungerast í mikilli öldu ofbeldis hjá bæði ungmennum og fullorðnum. Heilbrigðisstefna Pírata gerir ráð fyrir að stórauka framlög til kerfisins og innleiða bæði áfallamiðaða og skaðaminnkandi nálgun í heilbrigðiskerfinu. Yrði það gert myndi það draga úr fordómum, misgreiningum og mismeðhöndlun einkenna – bæði líkamlegra og tilfinningalegra. Píratar eins og ég, fagmanneskjur með þá brennandi hugsjón að sjá samfélagskerfin okkar VIRKA fyrir hinn almenna borgara, hafa tekið höndum saman og skrifað stefnurnar, í samráði við aðra í grasrót og frambjóðendur, og útkoman er ein sú ítarlegasta og flottasta heilbrigðisáætlun sem sögur fara af. Ástæðan fyrir því að ég valdi Pírata er sú að innanborðs eru strangheiðarlegar manneskjur sem deila sömu hugsjónum og ég. Gildi Pírata snúa að því að uppræta spillingu, auka beint lýðræði og búa til öruggt samfélag fyrir öll okkar sem hér búa. Píratar hafa sýnt það í verki inni á þingi undanfarin ár að orð þeirra eru ekki innantóm kosningafroða. Píratar láta kné fylgja kviði, og standa með mannvirðingu og mannréttindum. Höfundur er sálfræðingur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun