Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 13:02 Fyrir nokkrum dögum birtist aðsend grein á Vísi frá Guðmundu G. Guðmundsdóttur þar sem hún lýsir á hjartnæman hátt hvernig skaðaminnkandi úrræði hefðu átt þátt í því að styðja son hennar til heilsu. Hún lýkur greininni með því að spyrja þá ellefu stjórnmálaflokka sem nú bjóða fram, hvað þeir ætli sér að gera fyrir fólk með vímuvanda, í löngum biðlistum barna í vanda, og heilbrigðismálum yfirleitt. Ég er starfandi sálfræðingur með sérhæfingu í flóknum áföllum og hef í gegnum tíðina lagt töluverða áherslu á annars vegar fólk með langvinn veikindi og hins vegar fólk sem hefur glímt við vímuefnavanda. Ég hef unnið að því að bæta hag fólks með vímuefnavanda, bæði sem aktívisti og sem fagmanneskja, en ég hef lagt áherslu á skaðaminnkun í minni meðferðarvinnu. Fólk með vímuefnavanda hefur löngum verið óhreinu börnin hennar Evu. Þau mega hvorki sjást né heyrast, þau missa tengsl við samfélagið og upplifa viðingarleysi og fordóma frá samborgurum sínum, sem leiðir af sér djúpstæð neikvæð viðhorf gagnvart sjálfum sér. Skaðaminnkun er gagnreynt meðferðarform sem gengur út á það að mæta einstaklingi þar sem hann er staddur hverju sinni, með mannvirðingu, kærleika og af skilningi. Það vill svo til að þegar hætt er að reyna að troða ofan í einstaklinga hvernig þeir eigi að vera eða hvað þeir eigi að gera, heldur er þeim mætt frekar á jafningjagrundvelli og án þess að þvinga eigin vilja eða skoðanir upp á það, þá hækkar sjálfsálit og sjálfstraust fólks. Það fer að líta á sjálft sig sem “manneskjur” aftur. Með meiri virðingu og trú á sjálft sig, þá sjáum við að glampinn í augum þess kemur aftur og það treystir sér til að taka þau skref sem nauðsynleg eru til að lifa því lífi sem það finnur að það á skilið. Guðmunda lýsti því í grein sinni hvað hefði breyst á þeim 11 mánuðum sem liðnir eru síðan sonur hennar var sem veikastur. Neyslurými og nýr samningur við Vog. Það sem hún lýsti þarna eru einmitt úrræði sem falla undir skaðaminnkun. Sem manneskja sem kom heilmikið að mótun heilbrigðisstefnu Pírata þá langar mig að koma með mína sýn á það sem Píratar hafa fram að færa í málaflokknum. Píratar hafa barist fyrir þennan hóp árum saman, en Píratar hafa verið brautryðjandi í nýrri hugsun og nálgun í stjórnsýslu gagnvart því vandamáli sem vímuefnavandi er. Reyndar ætla ég að fullyrða að enginn flokkur hafi verið jafn natinn og áhugasamur um að reyna að bæta hag fólks með vímuefnavanda heldur en Píratar, með Halldóru Mogensen í fararbroddi á þingi og Dóru Björt fyrir Pírata í borginni. Halldóra mætir galvösk á allar ráðstefnur sem haldnar eru hér á land um málefnið, kynnir sér málin af áhuga, og leggur fram frumvarp eftir frumvarp sem miða að því að bæta hag fólks með vímuefnavanda, og heilbrigðiskerfið í heild sinni. Í borginni hafa Píratar, með Dóru Björt í fararbroddi, unnið grettistak með því að vinna að opnun áðurnefnds neyslurýmis og með því að innleiða stefnuna “húsnæði fyrst”, sem er skaðaminnkandi úrræði til þess að fólk hafi forsendur til þess að ná bata. Píratar hugsa málið heildrænt og út frá raungögnum, og hafa því lagt áherslu á skaðaminnkandi nálgun og gagnreyndar meðferðir frá upphafi flokksins. Sökum þeirrar heildrænnar hugsunar sem einkennir vinnubrögð Pírata hefur flokkurinn ennfremur lagt mikla áherslu á heilbrigðiskerfið. Píratar gera sér grein fyrir því að það má ekki festast í þeirri hugmynd hvað kerfin kosta, heldur að horfa á hversu dýrt það er – bæði í peningum en ekki síður í sársauka og missi – að hafa kerfin ekki í lagi. Píratar leggja því áherslu á að við verðum að byrja á grunninum – sterku félagslegu velferðarkerfi sem grípur bæði börn og fullorðna sem á þurfa að halda – því velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið er algjörlega samtvinnað. Fátækt er einn stærsti áhættuþátturinn fyrir bæði líkamleg og tilfinningaleg veikindi, og aukinn ójöfnuður, líkt og við höfum séð gerast í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna, hefur óhjákvæmilega í för með sér aukið ofbeldi – nokkuð sem við nú sjáum raungerast í mikilli öldu ofbeldis hjá bæði ungmennum og fullorðnum. Heilbrigðisstefna Pírata gerir ráð fyrir að stórauka framlög til kerfisins og innleiða bæði áfallamiðaða og skaðaminnkandi nálgun í heilbrigðiskerfinu. Yrði það gert myndi það draga úr fordómum, misgreiningum og mismeðhöndlun einkenna – bæði líkamlegra og tilfinningalegra. Píratar eins og ég, fagmanneskjur með þá brennandi hugsjón að sjá samfélagskerfin okkar VIRKA fyrir hinn almenna borgara, hafa tekið höndum saman og skrifað stefnurnar, í samráði við aðra í grasrót og frambjóðendur, og útkoman er ein sú ítarlegasta og flottasta heilbrigðisáætlun sem sögur fara af. Ástæðan fyrir því að ég valdi Pírata er sú að innanborðs eru strangheiðarlegar manneskjur sem deila sömu hugsjónum og ég. Gildi Pírata snúa að því að uppræta spillingu, auka beint lýðræði og búa til öruggt samfélag fyrir öll okkar sem hér búa. Píratar hafa sýnt það í verki inni á þingi undanfarin ár að orð þeirra eru ekki innantóm kosningafroða. Píratar láta kné fylgja kviði, og standa með mannvirðingu og mannréttindum. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Fíkn Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum birtist aðsend grein á Vísi frá Guðmundu G. Guðmundsdóttur þar sem hún lýsir á hjartnæman hátt hvernig skaðaminnkandi úrræði hefðu átt þátt í því að styðja son hennar til heilsu. Hún lýkur greininni með því að spyrja þá ellefu stjórnmálaflokka sem nú bjóða fram, hvað þeir ætli sér að gera fyrir fólk með vímuvanda, í löngum biðlistum barna í vanda, og heilbrigðismálum yfirleitt. Ég er starfandi sálfræðingur með sérhæfingu í flóknum áföllum og hef í gegnum tíðina lagt töluverða áherslu á annars vegar fólk með langvinn veikindi og hins vegar fólk sem hefur glímt við vímuefnavanda. Ég hef unnið að því að bæta hag fólks með vímuefnavanda, bæði sem aktívisti og sem fagmanneskja, en ég hef lagt áherslu á skaðaminnkun í minni meðferðarvinnu. Fólk með vímuefnavanda hefur löngum verið óhreinu börnin hennar Evu. Þau mega hvorki sjást né heyrast, þau missa tengsl við samfélagið og upplifa viðingarleysi og fordóma frá samborgurum sínum, sem leiðir af sér djúpstæð neikvæð viðhorf gagnvart sjálfum sér. Skaðaminnkun er gagnreynt meðferðarform sem gengur út á það að mæta einstaklingi þar sem hann er staddur hverju sinni, með mannvirðingu, kærleika og af skilningi. Það vill svo til að þegar hætt er að reyna að troða ofan í einstaklinga hvernig þeir eigi að vera eða hvað þeir eigi að gera, heldur er þeim mætt frekar á jafningjagrundvelli og án þess að þvinga eigin vilja eða skoðanir upp á það, þá hækkar sjálfsálit og sjálfstraust fólks. Það fer að líta á sjálft sig sem “manneskjur” aftur. Með meiri virðingu og trú á sjálft sig, þá sjáum við að glampinn í augum þess kemur aftur og það treystir sér til að taka þau skref sem nauðsynleg eru til að lifa því lífi sem það finnur að það á skilið. Guðmunda lýsti því í grein sinni hvað hefði breyst á þeim 11 mánuðum sem liðnir eru síðan sonur hennar var sem veikastur. Neyslurými og nýr samningur við Vog. Það sem hún lýsti þarna eru einmitt úrræði sem falla undir skaðaminnkun. Sem manneskja sem kom heilmikið að mótun heilbrigðisstefnu Pírata þá langar mig að koma með mína sýn á það sem Píratar hafa fram að færa í málaflokknum. Píratar hafa barist fyrir þennan hóp árum saman, en Píratar hafa verið brautryðjandi í nýrri hugsun og nálgun í stjórnsýslu gagnvart því vandamáli sem vímuefnavandi er. Reyndar ætla ég að fullyrða að enginn flokkur hafi verið jafn natinn og áhugasamur um að reyna að bæta hag fólks með vímuefnavanda heldur en Píratar, með Halldóru Mogensen í fararbroddi á þingi og Dóru Björt fyrir Pírata í borginni. Halldóra mætir galvösk á allar ráðstefnur sem haldnar eru hér á land um málefnið, kynnir sér málin af áhuga, og leggur fram frumvarp eftir frumvarp sem miða að því að bæta hag fólks með vímuefnavanda, og heilbrigðiskerfið í heild sinni. Í borginni hafa Píratar, með Dóru Björt í fararbroddi, unnið grettistak með því að vinna að opnun áðurnefnds neyslurýmis og með því að innleiða stefnuna “húsnæði fyrst”, sem er skaðaminnkandi úrræði til þess að fólk hafi forsendur til þess að ná bata. Píratar hugsa málið heildrænt og út frá raungögnum, og hafa því lagt áherslu á skaðaminnkandi nálgun og gagnreyndar meðferðir frá upphafi flokksins. Sökum þeirrar heildrænnar hugsunar sem einkennir vinnubrögð Pírata hefur flokkurinn ennfremur lagt mikla áherslu á heilbrigðiskerfið. Píratar gera sér grein fyrir því að það má ekki festast í þeirri hugmynd hvað kerfin kosta, heldur að horfa á hversu dýrt það er – bæði í peningum en ekki síður í sársauka og missi – að hafa kerfin ekki í lagi. Píratar leggja því áherslu á að við verðum að byrja á grunninum – sterku félagslegu velferðarkerfi sem grípur bæði börn og fullorðna sem á þurfa að halda – því velferðarkerfið og heilbrigðiskerfið er algjörlega samtvinnað. Fátækt er einn stærsti áhættuþátturinn fyrir bæði líkamleg og tilfinningaleg veikindi, og aukinn ójöfnuður, líkt og við höfum séð gerast í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna, hefur óhjákvæmilega í för með sér aukið ofbeldi – nokkuð sem við nú sjáum raungerast í mikilli öldu ofbeldis hjá bæði ungmennum og fullorðnum. Heilbrigðisstefna Pírata gerir ráð fyrir að stórauka framlög til kerfisins og innleiða bæði áfallamiðaða og skaðaminnkandi nálgun í heilbrigðiskerfinu. Yrði það gert myndi það draga úr fordómum, misgreiningum og mismeðhöndlun einkenna – bæði líkamlegra og tilfinningalegra. Píratar eins og ég, fagmanneskjur með þá brennandi hugsjón að sjá samfélagskerfin okkar VIRKA fyrir hinn almenna borgara, hafa tekið höndum saman og skrifað stefnurnar, í samráði við aðra í grasrót og frambjóðendur, og útkoman er ein sú ítarlegasta og flottasta heilbrigðisáætlun sem sögur fara af. Ástæðan fyrir því að ég valdi Pírata er sú að innanborðs eru strangheiðarlegar manneskjur sem deila sömu hugsjónum og ég. Gildi Pírata snúa að því að uppræta spillingu, auka beint lýðræði og búa til öruggt samfélag fyrir öll okkar sem hér búa. Píratar hafa sýnt það í verki inni á þingi undanfarin ár að orð þeirra eru ekki innantóm kosningafroða. Píratar láta kné fylgja kviði, og standa með mannvirðingu og mannréttindum. Höfundur er sálfræðingur.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun