Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 08:33 Á haustdögum, nánar tiltekið á þingsetningardegi, efndu ASÍ, BSRB og KÍ til útifundar á Austurvelli til að mótmæla þeim áhrifum sem þrálát verðbólga og háir vextir hafa haft á venjulegt fólk. Innan þessara regnhlífasamtaka er þorri vinnandi fólks á Íslandi og krafan á fundinum var skýr: ríkisstjórnin væri ekki á vetur setjandi nema hún væri reiðubúin að takast á við efnahagsvandann út frá almannahag. Á þessum tíma höfðu stýrivextir staðið óbreyttir í heilt ár og verið háir í ár þar á undan. Gengið var til kjarasamninga fyrri hluta árs á almennum vinnumarkaði eftir umdeildri forskrift Seðlabankastjóra um hóflegar launahækkanir sem forsendu þess að ná niður vöxtum og verðbólgu. Mátti jafnvel skilja að vextir færu niður þegar í stað, enda Seðlabankastjóri búinn að segja kjarasamninga langstærsta óvissuþáttinn fyrir vaxtalækkunarferlið.Enþótt blekið þornaði hratt á kjarasamningum bólaði ekkert á vaxtalækkunum. Sjálftaka sem viðskiptamódel Enn er verið að pína launafólk, skuldara og leigjendur með himinháum vöxtum og þeirri stefnu þakkað að verðbólgan sé loks að láta aðeins undan. Það er samt svo að verðbólga er miklu flóknara fyrirbæri en svo að hægt sé að tengja hana beint við kjarasamningsbundin laun venjulegs fólks. Enn fremur hefur fórnarkostnaðurinn af hávaxtastefnunni verið gríðarlegur og hann lendir að mestu leyti á ákveðnum hópum samfélagsins, allra mest á þeim sem skulda og á þeim sem leigja. Með hávaxtastefnunni er í raun framkvæmd gríðarleg eignatilfærsla frá þeim sem hafa minna á milli handanna til hinna sem eiga. Augljósasti verðmiðinn á þessari tilfærslu er greinanlegur í vaxtatekjum bankanna og þeirri staðreynd að þeir geta innheimt miklu meiri vexti en vaxtagjöldin sem þeir greiða. Í raun geta þeir stundað sjálftöku úr vösum almennings. Sjálftaka er í reynd eitt helsta viðskiptamódel okkar tíma. Fyrirtæki sem veita þjónustu sem við getum ekki verið án, t.d. bankar, tryggingafyrirtæki og símafyrirtæki, geta alla jafna hækkað verð eftir eigin hentisemi og velt áhættunni af sveiflukenndu hagkerfi yfir á neytendur. Önnur fyrirtæki koma sér síðan í áskrift hjá fólki og við borgum eina summu fyrir að geta stundað ritvinnslu á tölvunni okkar, aðra fyrir að vista gögnin okkar og enn aðra fyrir að geta hlustað á tónlist. Svona mætti lengi telja. Loks eru það fyrirtækin sem koma sér í sjálftöku gagnvart ríkissjóði og stjórnmálin sem opna sífellt fleiri leiðir til þess. Nú hefur til að mynda verið kynnt nýtt fjármögnunarfyrirkomulag bygginga fyrir hjúkrunarheimili, en það felst í því að einkaaðilar geti reist hjúkrunarheimili og sent hinu opinbera reikning fyrir „markaðsleigu“. Þar sem enginn markaður er fyrir hjúkrunarheimili er „markaðsleigan“ einmitt ákveðin af fyrirtækinu sjálfu sem getur prentað verðmiðann og kemur sér rösklega í einokunarstöðu gagnvart hinu opinbera. Skattgreiðendur enda á að borga andvirði hjúkrunarheimilisins mörgum sinnum og ágóðinn getur fundið leið sína í skattaskjól. Háir vextir eru liður í niðurskurðarstefnu Hávaxtastefna ríður nefnilega ekki við einteyming. Hún er liður niðurskurðarstefnu sem hefur það að meginmarkmiði að velta byrðum af erfiðu efnahagsástandi á herðar venjulegs fólks og gera það um leið að fjárfestingatækifærum fyrir hin ríku. Um þetta fjallaði Clara Mattei hagfræðiprófessor í áhugaverðu erindi á málþingi VR í september sl. Til viðbótar við háa vexti felur niðurskurðarstefna í sér að skera niður ríkisútgjöld, einkavæða grunninnviði og brjóta niður kjör og réttindi launafólks. Niðurskurðarstefna skilar ekki árangrinum sem talsmenn hennar lofa, hún dregur ekki úr skuldum og reisir við efnahag í vanda. En hún nær hins vegar því markmiði sem sjaldnast er fært í orð og það er að verja fjármagnið. Það er því eftirtektarvert að nú þegar stjórnmálin eru krafin svara um hvernig þau ætla að bregðast við í efnahagsmálum leita þau öðru fremur svara í niðurskurðarstjórnmálum. Formenn allra flokka sem nú mælast inni á þingi, og fleiri til, hafa boðað niðurskurð á ríkisútgjöldum og nefna hann ýmsum nöfnum, allt frá hagræðingu til prósentutalna. Lítið er þó um svör við því í hverju slíkur niðurskurður á að felast en sagan sýnir að niðurskurður leiðir almennt til verri þjónustu, einkavæðingar með tilheyrandi langtímakostnaði fyrir skattgreiðendur og aukinnar gjaldtöku. Með öðrum orðum þá boða meginstraumsstjórnmálin að nú þurfi að varpa enn frekari byrðum á launafólk. Þau sem þegar hafa borgað fyrir efnahagsóstjórnina í gegnum háa vexti, verðtryggingu, verðtryggða leigu og fullkomin ófyrirsjáanleika í húsnæðislánamálum eiga að borga meira. Sú einkavæðing og einkarekstrarvæðing sem er boðuð innan bæði heilbrigðis- og menntaþjónustu samhliða er einnig falslausn við alvarlegum vanda sem þjóðfélagið stendur frammi fyrir. Fjársvelt kerfi verða ekki lagfærð með því að bjóða einkaaðilum að sjúga til sín fé úr ríkissjóði. Þau verða lagfærð með því að hætta að fjársvelta þau. Launafólk á betra skilið Þegar verkalýðshreyfingin mótmælti á Austurvelli í september sl. man ég ekki til þess að nokkur hafi sett fram kröfu um að auka í niðurskurðarstefnuna. Þar kallaði enginn eftir einkavæðingu grunnskóla eða óútfærðri fækkun ríkisstofnana. Þvert á móti stóð verkalýðshreyfingin sameinuð um almannahagsmuni. Þeir felast í því að hverfa frá niðurskurðarstefnu og hætta að láta stjórnmál á Íslandi snúast um hagsmuni hinna fáu. Launafólk á betra skilið en að þurfa að margborga fyrir efnahagsvanda sem það stofnaði ekki til. Losum okkur úr viðjum úreltra kenninga og skipuleggjum ríkisfjármálin út frá hagsmunum samfélagsins, ekki gróðaaflanna. Um þetta ættu kosningarnar að snúast. Höfundur er varaformaður VR og starfandi formaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á haustdögum, nánar tiltekið á þingsetningardegi, efndu ASÍ, BSRB og KÍ til útifundar á Austurvelli til að mótmæla þeim áhrifum sem þrálát verðbólga og háir vextir hafa haft á venjulegt fólk. Innan þessara regnhlífasamtaka er þorri vinnandi fólks á Íslandi og krafan á fundinum var skýr: ríkisstjórnin væri ekki á vetur setjandi nema hún væri reiðubúin að takast á við efnahagsvandann út frá almannahag. Á þessum tíma höfðu stýrivextir staðið óbreyttir í heilt ár og verið háir í ár þar á undan. Gengið var til kjarasamninga fyrri hluta árs á almennum vinnumarkaði eftir umdeildri forskrift Seðlabankastjóra um hóflegar launahækkanir sem forsendu þess að ná niður vöxtum og verðbólgu. Mátti jafnvel skilja að vextir færu niður þegar í stað, enda Seðlabankastjóri búinn að segja kjarasamninga langstærsta óvissuþáttinn fyrir vaxtalækkunarferlið.Enþótt blekið þornaði hratt á kjarasamningum bólaði ekkert á vaxtalækkunum. Sjálftaka sem viðskiptamódel Enn er verið að pína launafólk, skuldara og leigjendur með himinháum vöxtum og þeirri stefnu þakkað að verðbólgan sé loks að láta aðeins undan. Það er samt svo að verðbólga er miklu flóknara fyrirbæri en svo að hægt sé að tengja hana beint við kjarasamningsbundin laun venjulegs fólks. Enn fremur hefur fórnarkostnaðurinn af hávaxtastefnunni verið gríðarlegur og hann lendir að mestu leyti á ákveðnum hópum samfélagsins, allra mest á þeim sem skulda og á þeim sem leigja. Með hávaxtastefnunni er í raun framkvæmd gríðarleg eignatilfærsla frá þeim sem hafa minna á milli handanna til hinna sem eiga. Augljósasti verðmiðinn á þessari tilfærslu er greinanlegur í vaxtatekjum bankanna og þeirri staðreynd að þeir geta innheimt miklu meiri vexti en vaxtagjöldin sem þeir greiða. Í raun geta þeir stundað sjálftöku úr vösum almennings. Sjálftaka er í reynd eitt helsta viðskiptamódel okkar tíma. Fyrirtæki sem veita þjónustu sem við getum ekki verið án, t.d. bankar, tryggingafyrirtæki og símafyrirtæki, geta alla jafna hækkað verð eftir eigin hentisemi og velt áhættunni af sveiflukenndu hagkerfi yfir á neytendur. Önnur fyrirtæki koma sér síðan í áskrift hjá fólki og við borgum eina summu fyrir að geta stundað ritvinnslu á tölvunni okkar, aðra fyrir að vista gögnin okkar og enn aðra fyrir að geta hlustað á tónlist. Svona mætti lengi telja. Loks eru það fyrirtækin sem koma sér í sjálftöku gagnvart ríkissjóði og stjórnmálin sem opna sífellt fleiri leiðir til þess. Nú hefur til að mynda verið kynnt nýtt fjármögnunarfyrirkomulag bygginga fyrir hjúkrunarheimili, en það felst í því að einkaaðilar geti reist hjúkrunarheimili og sent hinu opinbera reikning fyrir „markaðsleigu“. Þar sem enginn markaður er fyrir hjúkrunarheimili er „markaðsleigan“ einmitt ákveðin af fyrirtækinu sjálfu sem getur prentað verðmiðann og kemur sér rösklega í einokunarstöðu gagnvart hinu opinbera. Skattgreiðendur enda á að borga andvirði hjúkrunarheimilisins mörgum sinnum og ágóðinn getur fundið leið sína í skattaskjól. Háir vextir eru liður í niðurskurðarstefnu Hávaxtastefna ríður nefnilega ekki við einteyming. Hún er liður niðurskurðarstefnu sem hefur það að meginmarkmiði að velta byrðum af erfiðu efnahagsástandi á herðar venjulegs fólks og gera það um leið að fjárfestingatækifærum fyrir hin ríku. Um þetta fjallaði Clara Mattei hagfræðiprófessor í áhugaverðu erindi á málþingi VR í september sl. Til viðbótar við háa vexti felur niðurskurðarstefna í sér að skera niður ríkisútgjöld, einkavæða grunninnviði og brjóta niður kjör og réttindi launafólks. Niðurskurðarstefna skilar ekki árangrinum sem talsmenn hennar lofa, hún dregur ekki úr skuldum og reisir við efnahag í vanda. En hún nær hins vegar því markmiði sem sjaldnast er fært í orð og það er að verja fjármagnið. Það er því eftirtektarvert að nú þegar stjórnmálin eru krafin svara um hvernig þau ætla að bregðast við í efnahagsmálum leita þau öðru fremur svara í niðurskurðarstjórnmálum. Formenn allra flokka sem nú mælast inni á þingi, og fleiri til, hafa boðað niðurskurð á ríkisútgjöldum og nefna hann ýmsum nöfnum, allt frá hagræðingu til prósentutalna. Lítið er þó um svör við því í hverju slíkur niðurskurður á að felast en sagan sýnir að niðurskurður leiðir almennt til verri þjónustu, einkavæðingar með tilheyrandi langtímakostnaði fyrir skattgreiðendur og aukinnar gjaldtöku. Með öðrum orðum þá boða meginstraumsstjórnmálin að nú þurfi að varpa enn frekari byrðum á launafólk. Þau sem þegar hafa borgað fyrir efnahagsóstjórnina í gegnum háa vexti, verðtryggingu, verðtryggða leigu og fullkomin ófyrirsjáanleika í húsnæðislánamálum eiga að borga meira. Sú einkavæðing og einkarekstrarvæðing sem er boðuð innan bæði heilbrigðis- og menntaþjónustu samhliða er einnig falslausn við alvarlegum vanda sem þjóðfélagið stendur frammi fyrir. Fjársvelt kerfi verða ekki lagfærð með því að bjóða einkaaðilum að sjúga til sín fé úr ríkissjóði. Þau verða lagfærð með því að hætta að fjársvelta þau. Launafólk á betra skilið Þegar verkalýðshreyfingin mótmælti á Austurvelli í september sl. man ég ekki til þess að nokkur hafi sett fram kröfu um að auka í niðurskurðarstefnuna. Þar kallaði enginn eftir einkavæðingu grunnskóla eða óútfærðri fækkun ríkisstofnana. Þvert á móti stóð verkalýðshreyfingin sameinuð um almannahagsmuni. Þeir felast í því að hverfa frá niðurskurðarstefnu og hætta að láta stjórnmál á Íslandi snúast um hagsmuni hinna fáu. Launafólk á betra skilið en að þurfa að margborga fyrir efnahagsvanda sem það stofnaði ekki til. Losum okkur úr viðjum úreltra kenninga og skipuleggjum ríkisfjármálin út frá hagsmunum samfélagsins, ekki gróðaaflanna. Um þetta ættu kosningarnar að snúast. Höfundur er varaformaður VR og starfandi formaður.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun