Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar 7. nóvember 2024 15:16 Íslenska menntakerfið er í miðri krísu þar sem núverandi verkfall kennara endurspeglar dýpri vanda sem snýr ekki einungis að launakjörum heldur að heildarsýn menntakerfisins. Kennarar krefjast réttlátra launa sem endurspegla gildi þeirra í samfélaginu – því hver myndi vilja gefa sig alla fyrir starf sem launar ekki samkvæmt kröfum nútímans? Ekki nóg með það, kennarar þurfa einnig að eiga gott samstarf við skólakerfið, sem sjálft þarf að þróast í takt við þarfir þjóðarinnar. Vandamálið liggur djúpt, en lykillinn að lausninni gæti verið að endurhugsa forgangsröðunina innan menntakerfisins og beina fjármagni sérstaklega að þeim greinum sem íslenskt samfélag hefur raunverulega þörf fyrir. Sem stundakennari við Háskóla Reykjavíkur hef ég fengið tækifæri til að sjá þessar áskoranir úr innsta hring og upplifað hversu mikil þörf er fyrir breytingar og tek því undir áherslur Miðflokksins að stuðla að aukinni verðmætasköpun með því að efla nám í tæknigreinum og iðnnámi, þar sem mikilvæg kunnátta í efnahagslegri uppbyggingu landsins þroskast. Hugmyndin er ekki flókin – ef þjóðin hefur á stefnuskránni að verða leiðandi í tæknigreinum, þarf að fjármagna þá menntun sem færir okkur þangað. Við verðum að endurskipuleggja fjárveitingar, tryggja stuðning og aukna aðsókn að þessum greinum með samstarfi fyrirtækja og skóla. En ekki má gleyma grunninum, hundruðir drengja ná ekki góðu læsi við lok grunnskóla, og aðeins þriðjungur þeirra sem stunda háskólanám eru karlmenn. Þetta er áfall fyrir samfélagið og bendir til þess að kerfið henti ekki öllum. Lausn Miðflokksins felst í að skapa rými fyrir fjölbreyttari nálgun, þar sem menntun tekur mið af þörfum allra nemenda. Með því að endurspegla mismunandi þarfir, frá drengjum sem þurfa aðstoð við læsi til nemenda í iðnnámi, væri hægt að koma til móts við alla hópa og skapa þannig fjölbreyttari og sterkari atvinnulíf. Verkfall kennara ætti því að vera kveikjan að róttækum breytingum. Lausnin er ekki bara að hækka laun kennara, heldur að byggja upp menntakerfi sem er sveigjanlegt, verðmætt og virkilega mikilvægt fyrir þjóðina. Með því að beina fjármagni inn í þá menntun sem hefur mesta raunverulegu þýðingu, tryggja sanngjörn launakjör kennara og skapa vettvang þar sem menntun og atvinnulíf eru í nánu samstarfi, getum við þróað skólakerfi sem nýtist samfélaginu í heild sinni. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur, stundakennari við Háskóla Reykjavíkur og skipar 18. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Íslenska menntakerfið er í miðri krísu þar sem núverandi verkfall kennara endurspeglar dýpri vanda sem snýr ekki einungis að launakjörum heldur að heildarsýn menntakerfisins. Kennarar krefjast réttlátra launa sem endurspegla gildi þeirra í samfélaginu – því hver myndi vilja gefa sig alla fyrir starf sem launar ekki samkvæmt kröfum nútímans? Ekki nóg með það, kennarar þurfa einnig að eiga gott samstarf við skólakerfið, sem sjálft þarf að þróast í takt við þarfir þjóðarinnar. Vandamálið liggur djúpt, en lykillinn að lausninni gæti verið að endurhugsa forgangsröðunina innan menntakerfisins og beina fjármagni sérstaklega að þeim greinum sem íslenskt samfélag hefur raunverulega þörf fyrir. Sem stundakennari við Háskóla Reykjavíkur hef ég fengið tækifæri til að sjá þessar áskoranir úr innsta hring og upplifað hversu mikil þörf er fyrir breytingar og tek því undir áherslur Miðflokksins að stuðla að aukinni verðmætasköpun með því að efla nám í tæknigreinum og iðnnámi, þar sem mikilvæg kunnátta í efnahagslegri uppbyggingu landsins þroskast. Hugmyndin er ekki flókin – ef þjóðin hefur á stefnuskránni að verða leiðandi í tæknigreinum, þarf að fjármagna þá menntun sem færir okkur þangað. Við verðum að endurskipuleggja fjárveitingar, tryggja stuðning og aukna aðsókn að þessum greinum með samstarfi fyrirtækja og skóla. En ekki má gleyma grunninum, hundruðir drengja ná ekki góðu læsi við lok grunnskóla, og aðeins þriðjungur þeirra sem stunda háskólanám eru karlmenn. Þetta er áfall fyrir samfélagið og bendir til þess að kerfið henti ekki öllum. Lausn Miðflokksins felst í að skapa rými fyrir fjölbreyttari nálgun, þar sem menntun tekur mið af þörfum allra nemenda. Með því að endurspegla mismunandi þarfir, frá drengjum sem þurfa aðstoð við læsi til nemenda í iðnnámi, væri hægt að koma til móts við alla hópa og skapa þannig fjölbreyttari og sterkari atvinnulíf. Verkfall kennara ætti því að vera kveikjan að róttækum breytingum. Lausnin er ekki bara að hækka laun kennara, heldur að byggja upp menntakerfi sem er sveigjanlegt, verðmætt og virkilega mikilvægt fyrir þjóðina. Með því að beina fjármagni inn í þá menntun sem hefur mesta raunverulegu þýðingu, tryggja sanngjörn launakjör kennara og skapa vettvang þar sem menntun og atvinnulíf eru í nánu samstarfi, getum við þróað skólakerfi sem nýtist samfélaginu í heild sinni. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur, stundakennari við Háskóla Reykjavíkur og skipar 18. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun