Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar 7. nóvember 2024 12:01 Almennt fá málefni eldri borgara takmarkaða athygli í stjórnmálaumræðunni nema þegar kemur að kosningum. Þegar frambjóðendur eru komnir í kosningaham eru kjör og aðstæður aldraðra dregin fram í dagsljósið og flokkarnir keppast við að benda á það óréttlæti sem þessi hópur er beittur. Þeir benda á það ranglæti sem felst í því að allar tekjur eldri borgara skerða ellilífeyri þeirra frá Tryggingastofnun af því að frítekjumarkmið er svo lágt. Frambjóðendur segja að bæta verði aðgengi að heilbrigðisþjónustu, auka þurfi uppbyggingu hjúkrunarrýma, bæta heimaþjónustu, heimahjúkrun, geðþjónustu og svo framvegis - þið þekkið rulluna. Frambjóðendur heita því að réttlæti til handa eldri borgurum muni birtast í næstu fjárlögum komist þau í ráðherrastólana. Nú styttist í næstu kosningar til Alþingis sem boðað hefur verið til með afskaplega stuttum fyrirvara. Þrátt fyrir þennan skamma aðdraganda segjast allir þingflokkarnir, hvort sem þeir hafa verið í stjórn eða stjórnarandstöðu, vera meira en tilbúnir í kosningar með útfærðar málefnaskrár og kosningaloforð. Stór ástæða þess að flokkarnir eru tilbúnir með loforðalistann sinn er að þeir hafa átt þá tilbúna árum og jafnvel áratugum saman. Þar sem gömlu loforðin til handa eldri borgurum hafa aldrei verið efnd er auðvelt draga þau upp úr pússinu, dusta af þeim rykið og “endurnýta”. Sem dæmi um mögulega endurnýtingu kosningaloforða er bréf Bjarna Benediktssonar, dagsett 22. apríl 2013, til kjósenda þar sem hann skrifar, “Eldri kynslóðir verðskulda að búa við öryggi og góð lífsgæði”. Enn fremur skrifar hann m.a. að það eigi ekki að íþyngja öldruðum með ósanngjarnri skattlagningu, að afturkalla eigi kjaraskerðingu ellilífeyrisþega frá 2009, og að afnema eigi tekjutengingar ellilífeyris. “Þar er sannarlega um réttlætismál að ræða” skrifaði Bjarni. “Til að það megi verða þarfnast Sjálfstæðisflokkurinn stuðnings þíns á laugardaginn” sem hann og fékk. En þrátt fyrir árangur Bjarna og Sjálfstæðisflokksins í kosningunum 2013 hefur eldra fólk mátt bíða eftir úrlausn á þessu „sannarlega réttlætismáli”. Árið 2017 var Bjarni Benediktsson orðinn forsætisráðherra og flutti stefnuræðu sína á Alþingi. Við það tækifæri sagði Katrín Jakobsdóttir, þá í minnihluta á Alþingi, „núverandi ríkisstjórn gerir ráð fyrir að öryrkjar og aldraðir hokri áfram og búi við skammarleg kjör“. Stuttu síðar, þann 30. nóvember, var Katrín orðin forsætisráðherra en enn var ekki tekið á þessum „skammarlegum kjörum“ eldri borgara. Þessu var Guðrún Hafsteinsdóttir, Sjálfstæðisflokki, sammála þegar hún skrifaði þann 28. maí 2021 grein í Fréttablaðið um að „Samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða ætti að vera efst á forgangslista við endurskoðun lífeyrikerfisins okkar. Skerðing lífeyris frá Tryggingastofnun er slík að ekki verður við unað. Svona gerum við einfaldlega ekki gagnvart eldri borgurum ……. Svo langt er gengið að ég tel grófustu skerðingarnar jafngilda árás á mannréttindi og þar með ljótan blett á annars ágætu tryggingakerfi”. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra gældi um tíma við þá hugmynd að dusta rykið af frumvarpi til laga um að skipaður yrði sérstakur Umboðsmaður aldraðra. Frumvarpið var samþykkt í fyrstu og annarri umræðu á Alþingi en hvarf svo inn í allsherjarnefnd og hefur ekkert til þess spurst síðan. Og að lokum má nefna að Framsóknarflokkurinn sagði 27.09.2016 að staða eldri borgara væri forgangsmál og nú í haust, þann 19.09.2024, lagði flokkurinn til að almennt frítekjumark eldri borgara verði hækkað úr kr. 25.000. í 36.500 þann 1. janúar nk. sem leiði til þess að fleiri eldri borgarar geti haft auknar tekjur án þess að það leiði til skerðinga frá Tryggingastofnun. Þessi hækkun nær samt ekki að halda í við verðbólguna síðan 1. janúar 2017, þegar almenna frítekjumarkið hækkaði síðast. Eins og sjá má af þessari upprifjun er staðreyndin sú að fulltrúar flokkanna segja eitt fyrir kosningar en gera síðan eitthvað allt annað þegar þeir eru komnir í valdastólana. Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að kjósa þessa flokka til forystu og trúa því að NÚNA verði staðið við loforðin? Eldri borgarar eru fjölmennur hópur kjósenda, rétt undir 60 þúsund manns 65 ára og eldri. Atkvæði þeirra geta því skipt miklu máli og eldri borgarar og aðrir eru hvattir til að hlusta á það sem nú er lofað og meta hverju trúa skal. Höfundur er formaður stjórnar U3A Reykjavík - Háskóla þriðja æviskeiðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Eldri borgarar Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Almennt fá málefni eldri borgara takmarkaða athygli í stjórnmálaumræðunni nema þegar kemur að kosningum. Þegar frambjóðendur eru komnir í kosningaham eru kjör og aðstæður aldraðra dregin fram í dagsljósið og flokkarnir keppast við að benda á það óréttlæti sem þessi hópur er beittur. Þeir benda á það ranglæti sem felst í því að allar tekjur eldri borgara skerða ellilífeyri þeirra frá Tryggingastofnun af því að frítekjumarkmið er svo lágt. Frambjóðendur segja að bæta verði aðgengi að heilbrigðisþjónustu, auka þurfi uppbyggingu hjúkrunarrýma, bæta heimaþjónustu, heimahjúkrun, geðþjónustu og svo framvegis - þið þekkið rulluna. Frambjóðendur heita því að réttlæti til handa eldri borgurum muni birtast í næstu fjárlögum komist þau í ráðherrastólana. Nú styttist í næstu kosningar til Alþingis sem boðað hefur verið til með afskaplega stuttum fyrirvara. Þrátt fyrir þennan skamma aðdraganda segjast allir þingflokkarnir, hvort sem þeir hafa verið í stjórn eða stjórnarandstöðu, vera meira en tilbúnir í kosningar með útfærðar málefnaskrár og kosningaloforð. Stór ástæða þess að flokkarnir eru tilbúnir með loforðalistann sinn er að þeir hafa átt þá tilbúna árum og jafnvel áratugum saman. Þar sem gömlu loforðin til handa eldri borgurum hafa aldrei verið efnd er auðvelt draga þau upp úr pússinu, dusta af þeim rykið og “endurnýta”. Sem dæmi um mögulega endurnýtingu kosningaloforða er bréf Bjarna Benediktssonar, dagsett 22. apríl 2013, til kjósenda þar sem hann skrifar, “Eldri kynslóðir verðskulda að búa við öryggi og góð lífsgæði”. Enn fremur skrifar hann m.a. að það eigi ekki að íþyngja öldruðum með ósanngjarnri skattlagningu, að afturkalla eigi kjaraskerðingu ellilífeyrisþega frá 2009, og að afnema eigi tekjutengingar ellilífeyris. “Þar er sannarlega um réttlætismál að ræða” skrifaði Bjarni. “Til að það megi verða þarfnast Sjálfstæðisflokkurinn stuðnings þíns á laugardaginn” sem hann og fékk. En þrátt fyrir árangur Bjarna og Sjálfstæðisflokksins í kosningunum 2013 hefur eldra fólk mátt bíða eftir úrlausn á þessu „sannarlega réttlætismáli”. Árið 2017 var Bjarni Benediktsson orðinn forsætisráðherra og flutti stefnuræðu sína á Alþingi. Við það tækifæri sagði Katrín Jakobsdóttir, þá í minnihluta á Alþingi, „núverandi ríkisstjórn gerir ráð fyrir að öryrkjar og aldraðir hokri áfram og búi við skammarleg kjör“. Stuttu síðar, þann 30. nóvember, var Katrín orðin forsætisráðherra en enn var ekki tekið á þessum „skammarlegum kjörum“ eldri borgara. Þessu var Guðrún Hafsteinsdóttir, Sjálfstæðisflokki, sammála þegar hún skrifaði þann 28. maí 2021 grein í Fréttablaðið um að „Samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða ætti að vera efst á forgangslista við endurskoðun lífeyrikerfisins okkar. Skerðing lífeyris frá Tryggingastofnun er slík að ekki verður við unað. Svona gerum við einfaldlega ekki gagnvart eldri borgurum ……. Svo langt er gengið að ég tel grófustu skerðingarnar jafngilda árás á mannréttindi og þar með ljótan blett á annars ágætu tryggingakerfi”. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra gældi um tíma við þá hugmynd að dusta rykið af frumvarpi til laga um að skipaður yrði sérstakur Umboðsmaður aldraðra. Frumvarpið var samþykkt í fyrstu og annarri umræðu á Alþingi en hvarf svo inn í allsherjarnefnd og hefur ekkert til þess spurst síðan. Og að lokum má nefna að Framsóknarflokkurinn sagði 27.09.2016 að staða eldri borgara væri forgangsmál og nú í haust, þann 19.09.2024, lagði flokkurinn til að almennt frítekjumark eldri borgara verði hækkað úr kr. 25.000. í 36.500 þann 1. janúar nk. sem leiði til þess að fleiri eldri borgarar geti haft auknar tekjur án þess að það leiði til skerðinga frá Tryggingastofnun. Þessi hækkun nær samt ekki að halda í við verðbólguna síðan 1. janúar 2017, þegar almenna frítekjumarkið hækkaði síðast. Eins og sjá má af þessari upprifjun er staðreyndin sú að fulltrúar flokkanna segja eitt fyrir kosningar en gera síðan eitthvað allt annað þegar þeir eru komnir í valdastólana. Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að kjósa þessa flokka til forystu og trúa því að NÚNA verði staðið við loforðin? Eldri borgarar eru fjölmennur hópur kjósenda, rétt undir 60 þúsund manns 65 ára og eldri. Atkvæði þeirra geta því skipt miklu máli og eldri borgarar og aðrir eru hvattir til að hlusta á það sem nú er lofað og meta hverju trúa skal. Höfundur er formaður stjórnar U3A Reykjavík - Háskóla þriðja æviskeiðsins.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun