Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 09:15 Þann 15. október síðastliðinn fjölmenntu kennarar í Ráðhúsið í Reykjavík á fund borgarstjórnar til að mótmæla ummælum sem borgarstjóri hafði látið falla um kennara á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kennurum var misboðið og mótmæltu ummælum síns æðsta yfirmanns á opinberum vettvangi. Á fundi borgarstjórnar þann dag samþykkti borgarstjórn að taka ummæli borgarstjóra til umræðu en frestaði jafnframt þeirri umræðu. Það má sjá í lið 11 í fundargerð fundarins. Tveimur dögum síðar hittu formenn og varaformenn kennarafélaganna í Reykjavík borgarstjóra á fundi þar sem ummælin voru rædd auk mótmælanna og mikilvægi kennarastarfsins. Vissulega er það virðingarvert að sá fundur hafi verið haldinn og tækifæri til samtals skuli hafa verið gripið. Þriðjudaginn 4. nóvember var haldinn borgarstjórnarfundur á ný. Sé dagskrá fundarins skoðuð má sjá að þar er hvergi að finna umræðu um ummæli borgarstjórans sem þó hafði verið samþykkt að taka til umræðu. Mér er því spurn: Hvenær stendur til að borgarstjórn ræði fyrrnefnd ummæli? Það liggur fyrir í fundargerð að ummælin verði tekin til umræðu en ekki er tekið fram hvenær það skuli gert. Orðum fylgir ábyrgð og það verður áhugavert að fylgjast með dagskrá komandi borgarstjórnarfunda því það virðist vera ákveðin list að fresta því sem óþægilegt er að ræða. Það er ábyrgðarhluti ef fulltrúar í borgarstjórn láta þetta mál, sem varðar fjölmennustu starfsstétt borgarinnar, sem vind um eyru þjóta. Það er auk þess ánægjulegt að lesa fréttir af væntanlegum hagnaði í rekstri borgarinnar en ég get ekki varist því að fá óbragð í munninn við lesturinn. Hávært ákall er frá kennurum um bætt starfsskilyrði, bætt launakjör og umbætur á hinum ýmsu úrræðum í skólakerfinu. Til að ná fram þessum hagnaði munum við horfa upp á niðurskurð í kerfi sem löngu er komið að þolmörkum. Ég efast ekki um að það sé góð tilfinning að vera við stjórnvölinn og ná fram heppilegum tölum í rekstrinum en að sama skapi velti ég því fyrir mér hverju sé raunverulega fórnað fyrir hagnaðartölurnar. Getum við í heiðarleika og einlægni talað um hagnað ef samfélaginu blæðir til að ná honum fram? Niðurskurður á skóla- og frístundasviði þýðir óumflýjanlega skerðingu á þjónustu. Slík skerðing gæti verið í formi mönnunarvanda, sem nú þegar er ört stækkandi vandi, vöntun á stuðningi og úrræðum sem áður voru til staðar, vöntun á nýjum úrræðum sem þarf að stofna til, stækka eða fjölga, lengri biðlistum í greiningarferlum, minna fjármagni til bóka- og námsefniskaupa og svo mætti lengi telja. Það er til lítils að ætlast til að fá gæðamenntun fyrir barnið sitt ef ekki tekst að manna skólana með fagmenntuðum kennurum. Svo einfalt er það. Kjarabarátta kennara snýst nefnilega að miklu leyti um einmitt það, að berjast fyrir auknum gæðum, fagmennsku og stöðugleika í skólakerfinu til að bjóða upp á gæðamenntun til framtíðar. Það er raunverulegur hagnaður fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þann 15. október síðastliðinn fjölmenntu kennarar í Ráðhúsið í Reykjavík á fund borgarstjórnar til að mótmæla ummælum sem borgarstjóri hafði látið falla um kennara á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kennurum var misboðið og mótmæltu ummælum síns æðsta yfirmanns á opinberum vettvangi. Á fundi borgarstjórnar þann dag samþykkti borgarstjórn að taka ummæli borgarstjóra til umræðu en frestaði jafnframt þeirri umræðu. Það má sjá í lið 11 í fundargerð fundarins. Tveimur dögum síðar hittu formenn og varaformenn kennarafélaganna í Reykjavík borgarstjóra á fundi þar sem ummælin voru rædd auk mótmælanna og mikilvægi kennarastarfsins. Vissulega er það virðingarvert að sá fundur hafi verið haldinn og tækifæri til samtals skuli hafa verið gripið. Þriðjudaginn 4. nóvember var haldinn borgarstjórnarfundur á ný. Sé dagskrá fundarins skoðuð má sjá að þar er hvergi að finna umræðu um ummæli borgarstjórans sem þó hafði verið samþykkt að taka til umræðu. Mér er því spurn: Hvenær stendur til að borgarstjórn ræði fyrrnefnd ummæli? Það liggur fyrir í fundargerð að ummælin verði tekin til umræðu en ekki er tekið fram hvenær það skuli gert. Orðum fylgir ábyrgð og það verður áhugavert að fylgjast með dagskrá komandi borgarstjórnarfunda því það virðist vera ákveðin list að fresta því sem óþægilegt er að ræða. Það er ábyrgðarhluti ef fulltrúar í borgarstjórn láta þetta mál, sem varðar fjölmennustu starfsstétt borgarinnar, sem vind um eyru þjóta. Það er auk þess ánægjulegt að lesa fréttir af væntanlegum hagnaði í rekstri borgarinnar en ég get ekki varist því að fá óbragð í munninn við lesturinn. Hávært ákall er frá kennurum um bætt starfsskilyrði, bætt launakjör og umbætur á hinum ýmsu úrræðum í skólakerfinu. Til að ná fram þessum hagnaði munum við horfa upp á niðurskurð í kerfi sem löngu er komið að þolmörkum. Ég efast ekki um að það sé góð tilfinning að vera við stjórnvölinn og ná fram heppilegum tölum í rekstrinum en að sama skapi velti ég því fyrir mér hverju sé raunverulega fórnað fyrir hagnaðartölurnar. Getum við í heiðarleika og einlægni talað um hagnað ef samfélaginu blæðir til að ná honum fram? Niðurskurður á skóla- og frístundasviði þýðir óumflýjanlega skerðingu á þjónustu. Slík skerðing gæti verið í formi mönnunarvanda, sem nú þegar er ört stækkandi vandi, vöntun á stuðningi og úrræðum sem áður voru til staðar, vöntun á nýjum úrræðum sem þarf að stofna til, stækka eða fjölga, lengri biðlistum í greiningarferlum, minna fjármagni til bóka- og námsefniskaupa og svo mætti lengi telja. Það er til lítils að ætlast til að fá gæðamenntun fyrir barnið sitt ef ekki tekst að manna skólana með fagmenntuðum kennurum. Svo einfalt er það. Kjarabarátta kennara snýst nefnilega að miklu leyti um einmitt það, að berjast fyrir auknum gæðum, fagmennsku og stöðugleika í skólakerfinu til að bjóða upp á gæðamenntun til framtíðar. Það er raunverulegur hagnaður fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun