Tekst hægrinu að rústa velferðarkerfunum í þetta sinn? Reynir Böðvarsson skrifar 3. nóvember 2024 22:01 Íslenskir fjölmiðlar eru yfirleitt alltof kurteisir við stjórnmálamenn í viðtölum, láta þá komast upp með að tala bara um það sem þeim sjálfum þykir þægilegast að tala um, og áður en varir er tíminn búinn og maður situr eftir engu nær um raunverulega afstöðu þeirra til mála sem upphaflega var lagt upp með. Það á auðvitað að ræða það sem stjórnmálamenn forðast helst að ræða, þar er líklega viðkvæmur punktur sem reynt er að komast undan og þá þurfa fjölmiðlar að einbeita sér þar. Mér finnst íslenskir fjölmiðlar semsagt allt of linir í því að krefjast svara, sérstaklega fjölmiðlar í eigu auðmanna en einnig RÚV. Samstöðin er þó með frábæra þætti með þátttakendur úr öllum áttum og sem betur fer eru til einstaka önnur dæmi. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð voru hneykslaðir yfir spurningunni hvort þeir mundu nú styðja þungunarrofsfrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi fyrir nokkrum misserum. Þeim fannst spurningin mjög óviðeigandi og ætti alls ekki rétt á sér, þeim fannst þetta ósvífni að koma með þessa spurningu, hvort þeir sjálfir væru betur til þess fallnir að taka ákvörðun um líkama kvenna en konurnar sjálfar. Já hvílík ósvífni að spyrja svona spurninga. En það eru fleiri spurningar sem ég held að kjósendur vildu gjarnan fá svör við og við eigum rétt á að fjölmiðlar sem fá stóra fjármuni í ríkisstyrki sinni skyldu sinni og krefjist svara við þeim. Ég tek þrjú dæmi hér, húsnæðismarkaðinn, velferðarkerfin og menntakerfið. Húsnæðismarkaðurinn, hver er afstaða flokksins gagnvart afmarkaðsvæðingu á leiguhúsnæði og aukinni aðkomu ríkis og sveitafélaga til þess að tryggja þau mannréttindi sem húsnæði auðvitað er. Þetta ástand sem nú er verður fyrst og fremst skrifað á reikning Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins en furðulega lítil umræða hefur farið fram um þennan málaflokk nema hjá Sósíalistaflokknum. Flestir aðrir flokkar virðast vera á þeirri skoðun að þetta sé viðfangsverkefni markaðarins og þar með að húsnæði fyrir ungar fjölskyldur eigi að vera á sama markaði og fjárfestar eru á í að ávaxta sitt fé. Sósíalistaflokkurinn telur það fráleitt og vill svona grunnþarfir allra sé tryggt af hinu opinbera. Ekki er ólíklegt að hann fái stuðning frá VG og `jafnvel Pírötum en nýfrjálshyggju flokkarnir Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Miðflokkurinn eru allir á bandi auðvaldsins í þessu máli sem öðrum. Einkavæðing í velferðarkerfinu, hver er afstaða flokksins varðandi aukna einkavæðingu í velferðarkerfunum og arðgreiðslur úr þeirri starfsemi sem fjármögnuð er af skattpeningum almennings. Þar sem ég er ekki bjartsýnn á að fá svar við því þá ætla ég að leifa mér að giska á svör flokka útfrá þeirri hugmyndafræði sem ég hef áskynjað hjá flokkunum og þeirri reynslu sem er af gerðum þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Miðflokkurinn eru beinlínis boðberar aukinnar markaðsvæðingar á öllum sviðum þjóðfélagsins. Viðreisn notar nákvæmlega sömu orðræðu og hægriflokkarnir í Svíþjóð notuðu þegar einkavæðing í heilbrigðiskerfinu var innleidd þar með hörmulegum afleiðingum fyrir þjóðfélagið sem heild, auknir fjármunir fara nú í þjónustu við tiltölulega fríska þiggjendur þjónustunnar í fínari hverfum en minka annarsstaðar þar sem heilsuástandið er verra. Einkavæðing í menntakerfinu er annað ömurlegt dæmi frá Svíþjóð og það er alveg furðulegt að íslenskir flokkar séu að gæla við að fara þá leið. Formaður Viðreisnar notaði nákvæmlega sömu rök og hægriflokkarnir í Svíþjóð notuðu á sínum tíma „valfrelsi” foreldra að velja skóla fyrir björninn sín. Við fyrstu sýn er auðvelt að vera hlynntur því en við nánari skoðun kemur í ljós að þetta veldur upplausn og sundrungu í samfélaginu. Þeir sem eru betur stæðir velja „fína” skóla og keyra börnin sín jafnvel langar leiðir á hverjum degi í skólann og eftir í gamla skólanum verða þau börn sem hafa verið svo óheppin að eiga ekki vel stæða foreldra. Einnig hefur komið í ljós að verðbólga í einkunnargjöf í einkaskólum (til þess að laða að) hefur orðið mikil sem hefur svo smitast yfir í opinberu skólana. Þetta hefur minnkað samheldni í þjóðfélaginu og hefur gert inngildingu aðfluttra erfiðari og talið er að glæpagengi fæðist gjarnan við svona aðstæður. Sósíalistaflokkurinn er eindregið á móti einkavæðingum innan opinbera geirans og einnig hlutafélagavæðingu ohf þar sem innsýn almennings er takmörkuð og þarmeð aðhald. Hægriflokkarnir bæði á Íslandi og í Svíþjóð halda því oft fram að það skipti ekki méli hver rekur þjónustufyrirtækin í opinbera geiranum, bara að það sé vel rekið. Það er þó eitt sem alveg er á hreinu varðandi reynsluna frá Svíþjóð að arðsemiskröfur í svona rekstri eru eitur. Að greiða út arð til eigenda þjónustufyrirtækja í velferðarþjónustu sem fjármögnuð er af skattafé á ekki að leifa því það veldur því einfaldlega til lengri tíma að kerfin molna innanfrá. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenskir fjölmiðlar eru yfirleitt alltof kurteisir við stjórnmálamenn í viðtölum, láta þá komast upp með að tala bara um það sem þeim sjálfum þykir þægilegast að tala um, og áður en varir er tíminn búinn og maður situr eftir engu nær um raunverulega afstöðu þeirra til mála sem upphaflega var lagt upp með. Það á auðvitað að ræða það sem stjórnmálamenn forðast helst að ræða, þar er líklega viðkvæmur punktur sem reynt er að komast undan og þá þurfa fjölmiðlar að einbeita sér þar. Mér finnst íslenskir fjölmiðlar semsagt allt of linir í því að krefjast svara, sérstaklega fjölmiðlar í eigu auðmanna en einnig RÚV. Samstöðin er þó með frábæra þætti með þátttakendur úr öllum áttum og sem betur fer eru til einstaka önnur dæmi. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð voru hneykslaðir yfir spurningunni hvort þeir mundu nú styðja þungunarrofsfrumvarpið sem samþykkt var á Alþingi fyrir nokkrum misserum. Þeim fannst spurningin mjög óviðeigandi og ætti alls ekki rétt á sér, þeim fannst þetta ósvífni að koma með þessa spurningu, hvort þeir sjálfir væru betur til þess fallnir að taka ákvörðun um líkama kvenna en konurnar sjálfar. Já hvílík ósvífni að spyrja svona spurninga. En það eru fleiri spurningar sem ég held að kjósendur vildu gjarnan fá svör við og við eigum rétt á að fjölmiðlar sem fá stóra fjármuni í ríkisstyrki sinni skyldu sinni og krefjist svara við þeim. Ég tek þrjú dæmi hér, húsnæðismarkaðinn, velferðarkerfin og menntakerfið. Húsnæðismarkaðurinn, hver er afstaða flokksins gagnvart afmarkaðsvæðingu á leiguhúsnæði og aukinni aðkomu ríkis og sveitafélaga til þess að tryggja þau mannréttindi sem húsnæði auðvitað er. Þetta ástand sem nú er verður fyrst og fremst skrifað á reikning Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins en furðulega lítil umræða hefur farið fram um þennan málaflokk nema hjá Sósíalistaflokknum. Flestir aðrir flokkar virðast vera á þeirri skoðun að þetta sé viðfangsverkefni markaðarins og þar með að húsnæði fyrir ungar fjölskyldur eigi að vera á sama markaði og fjárfestar eru á í að ávaxta sitt fé. Sósíalistaflokkurinn telur það fráleitt og vill svona grunnþarfir allra sé tryggt af hinu opinbera. Ekki er ólíklegt að hann fái stuðning frá VG og `jafnvel Pírötum en nýfrjálshyggju flokkarnir Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Miðflokkurinn eru allir á bandi auðvaldsins í þessu máli sem öðrum. Einkavæðing í velferðarkerfinu, hver er afstaða flokksins varðandi aukna einkavæðingu í velferðarkerfunum og arðgreiðslur úr þeirri starfsemi sem fjármögnuð er af skattpeningum almennings. Þar sem ég er ekki bjartsýnn á að fá svar við því þá ætla ég að leifa mér að giska á svör flokka útfrá þeirri hugmyndafræði sem ég hef áskynjað hjá flokkunum og þeirri reynslu sem er af gerðum þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Miðflokkurinn eru beinlínis boðberar aukinnar markaðsvæðingar á öllum sviðum þjóðfélagsins. Viðreisn notar nákvæmlega sömu orðræðu og hægriflokkarnir í Svíþjóð notuðu þegar einkavæðing í heilbrigðiskerfinu var innleidd þar með hörmulegum afleiðingum fyrir þjóðfélagið sem heild, auknir fjármunir fara nú í þjónustu við tiltölulega fríska þiggjendur þjónustunnar í fínari hverfum en minka annarsstaðar þar sem heilsuástandið er verra. Einkavæðing í menntakerfinu er annað ömurlegt dæmi frá Svíþjóð og það er alveg furðulegt að íslenskir flokkar séu að gæla við að fara þá leið. Formaður Viðreisnar notaði nákvæmlega sömu rök og hægriflokkarnir í Svíþjóð notuðu á sínum tíma „valfrelsi” foreldra að velja skóla fyrir björninn sín. Við fyrstu sýn er auðvelt að vera hlynntur því en við nánari skoðun kemur í ljós að þetta veldur upplausn og sundrungu í samfélaginu. Þeir sem eru betur stæðir velja „fína” skóla og keyra börnin sín jafnvel langar leiðir á hverjum degi í skólann og eftir í gamla skólanum verða þau börn sem hafa verið svo óheppin að eiga ekki vel stæða foreldra. Einnig hefur komið í ljós að verðbólga í einkunnargjöf í einkaskólum (til þess að laða að) hefur orðið mikil sem hefur svo smitast yfir í opinberu skólana. Þetta hefur minnkað samheldni í þjóðfélaginu og hefur gert inngildingu aðfluttra erfiðari og talið er að glæpagengi fæðist gjarnan við svona aðstæður. Sósíalistaflokkurinn er eindregið á móti einkavæðingum innan opinbera geirans og einnig hlutafélagavæðingu ohf þar sem innsýn almennings er takmörkuð og þarmeð aðhald. Hægriflokkarnir bæði á Íslandi og í Svíþjóð halda því oft fram að það skipti ekki méli hver rekur þjónustufyrirtækin í opinbera geiranum, bara að það sé vel rekið. Það er þó eitt sem alveg er á hreinu varðandi reynsluna frá Svíþjóð að arðsemiskröfur í svona rekstri eru eitur. Að greiða út arð til eigenda þjónustufyrirtækja í velferðarþjónustu sem fjármögnuð er af skattafé á ekki að leifa því það veldur því einfaldlega til lengri tíma að kerfin molna innanfrá. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun