Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 21:02 Til þeirra er málið varðar: Nú stendur yfir verkfall kennara eins og flest ykkar vonandi eruð upplýst um. Sem móðir barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík og læknir á geðsviði Landspítala langar mig að koma nokkrum athugasemdum á framfæri og á sama tíma krefjast svara. Mig langar að gera athugasemd við afar vafasama framkvæmd verkfalls kennara, þá sérstaklega þá sem snýr að leikskólabörnum. Af einhverjum ástæðum voru einungis fjórir leikskólar á landinu valdir til að loka ótímabundið í aðgerðunum. Það gefur auga leið að þessar aðgerðir hafa gríðarleg áhrif á örfáar fjölskyldur á meðan þær hafa lítil sem engin áhrif út í samfélagið. Nú starfa ég á stærsta vinnustað landsins og það eru nánast engir samstarfsmenn mínir sem eru meðvitaðir um umrætt verkfall þar sem það hefur engin áhrif, bein né óbein á þá. Hvernig geta þessar aðgerðir verið réttlætanlegar og hreinlega staðist lög? Þetta er gríðarleg mismunun sem bitnar að sjálfsögðu lang-mest á litlu börnunum. Ef kennarar vilja ná fram sínum kröfum og nota verkfallið sem vopn í þeirri baráttu þá væri auðvitað lang-vænlegast til árangurs að leggja niður störf á fleiri stöðum tímabundið og skipta verkfallsdögum á milli leikskóla - þannig hefðu aðgerðirnar margfalt meiri áhrif á samfélagið og myndi bitna minna á litlu einstaklingunum okkar. Ég bið ykkur að hafa þetta í huga. Í framhaldi af ofangreindu vil ég segja að slíkar aðgerðir eru gríðarlega ábyrgðarlausar og geta haft verulega slæm áhrif á börnin til frambúðar. Í núverandi ástandi þar sem geðheilsa barna og ungmenna fer sífellt versnandi og stjórnmálamenn keppast um að ræða mikilvægi þess að hlúa að börnunum eru þessar aðgerðir eins og blaut tuska í andlitið. Þessi tími í lífi barnanna er afar mikilvægur hvað varðar þroska og almenna heilsu og það verður að taka ábyrgð á því. Það hafa verið skrifaðar bækur sem fjalla um börn með áfallastreitu og þunglyndi sem afleiðingar af því að þeim var sífellt verið að koma fyrir í „pössun“. Þessar aðgerðir hafa svo aðrar og einnig alvarlegar afleiðingar fyrir hópa sem mega ekki við því, til að mynda mína sjúklinga á geðsviði Landspítala sem fá ekki að hitta lækninn sinn þar sem undirrituð getur ekki mætt til vinnu vegna verkfallsins. Nú er ekki ætlunin að fara blanda verkfallsaðgerðum kennara og lækna saman en mig langar að benda á að ríkið telur boðaðar verkfallsaðgerðir lækna ólöglegar, m.a. vegna þess að verkfallsboðunin tæki ekki til allra lækna hjá þeim vinnuveitenda sem verkfall beinist gegn. Hvernig getur verkfall kennara með þeim hætti sem nú er beitt staðist lög samanborið við ofangreint? Ég krefst svara við því hvers vegna einungis fjórir leikskólar voru valdir í ofangreindar aðgerðir? Var valið handahófskennt? Hvers vegna var ákveðið að fara í ótímabundið verkfall á leikskólum en ekki á öðrum stöðum? Ég tel eðlilegt að þessum spurningum verði svarað hið snarasta. Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til þess að taka ábyrgð, setja fram raunhæfar og skýrar kröfur og semja sem allra fyrst. Mig langar líka til þess að hvetja stjórnmálafólk til þess að vera fólk orða sinna, hlúa að heilsu barna okkar og stíga hér inn enda er það deginum ljósara að þessi staða gengur ekki til lengdar. Höfundur er læknir á Landspítala og móðir þriggja ára leikskólabarns í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Til þeirra er málið varðar: Nú stendur yfir verkfall kennara eins og flest ykkar vonandi eruð upplýst um. Sem móðir barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík og læknir á geðsviði Landspítala langar mig að koma nokkrum athugasemdum á framfæri og á sama tíma krefjast svara. Mig langar að gera athugasemd við afar vafasama framkvæmd verkfalls kennara, þá sérstaklega þá sem snýr að leikskólabörnum. Af einhverjum ástæðum voru einungis fjórir leikskólar á landinu valdir til að loka ótímabundið í aðgerðunum. Það gefur auga leið að þessar aðgerðir hafa gríðarleg áhrif á örfáar fjölskyldur á meðan þær hafa lítil sem engin áhrif út í samfélagið. Nú starfa ég á stærsta vinnustað landsins og það eru nánast engir samstarfsmenn mínir sem eru meðvitaðir um umrætt verkfall þar sem það hefur engin áhrif, bein né óbein á þá. Hvernig geta þessar aðgerðir verið réttlætanlegar og hreinlega staðist lög? Þetta er gríðarleg mismunun sem bitnar að sjálfsögðu lang-mest á litlu börnunum. Ef kennarar vilja ná fram sínum kröfum og nota verkfallið sem vopn í þeirri baráttu þá væri auðvitað lang-vænlegast til árangurs að leggja niður störf á fleiri stöðum tímabundið og skipta verkfallsdögum á milli leikskóla - þannig hefðu aðgerðirnar margfalt meiri áhrif á samfélagið og myndi bitna minna á litlu einstaklingunum okkar. Ég bið ykkur að hafa þetta í huga. Í framhaldi af ofangreindu vil ég segja að slíkar aðgerðir eru gríðarlega ábyrgðarlausar og geta haft verulega slæm áhrif á börnin til frambúðar. Í núverandi ástandi þar sem geðheilsa barna og ungmenna fer sífellt versnandi og stjórnmálamenn keppast um að ræða mikilvægi þess að hlúa að börnunum eru þessar aðgerðir eins og blaut tuska í andlitið. Þessi tími í lífi barnanna er afar mikilvægur hvað varðar þroska og almenna heilsu og það verður að taka ábyrgð á því. Það hafa verið skrifaðar bækur sem fjalla um börn með áfallastreitu og þunglyndi sem afleiðingar af því að þeim var sífellt verið að koma fyrir í „pössun“. Þessar aðgerðir hafa svo aðrar og einnig alvarlegar afleiðingar fyrir hópa sem mega ekki við því, til að mynda mína sjúklinga á geðsviði Landspítala sem fá ekki að hitta lækninn sinn þar sem undirrituð getur ekki mætt til vinnu vegna verkfallsins. Nú er ekki ætlunin að fara blanda verkfallsaðgerðum kennara og lækna saman en mig langar að benda á að ríkið telur boðaðar verkfallsaðgerðir lækna ólöglegar, m.a. vegna þess að verkfallsboðunin tæki ekki til allra lækna hjá þeim vinnuveitenda sem verkfall beinist gegn. Hvernig getur verkfall kennara með þeim hætti sem nú er beitt staðist lög samanborið við ofangreint? Ég krefst svara við því hvers vegna einungis fjórir leikskólar voru valdir í ofangreindar aðgerðir? Var valið handahófskennt? Hvers vegna var ákveðið að fara í ótímabundið verkfall á leikskólum en ekki á öðrum stöðum? Ég tel eðlilegt að þessum spurningum verði svarað hið snarasta. Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til þess að taka ábyrgð, setja fram raunhæfar og skýrar kröfur og semja sem allra fyrst. Mig langar líka til þess að hvetja stjórnmálafólk til þess að vera fólk orða sinna, hlúa að heilsu barna okkar og stíga hér inn enda er það deginum ljósara að þessi staða gengur ekki til lengdar. Höfundur er læknir á Landspítala og móðir þriggja ára leikskólabarns í Reykjavík.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar