Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 21:02 Til þeirra er málið varðar: Nú stendur yfir verkfall kennara eins og flest ykkar vonandi eruð upplýst um. Sem móðir barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík og læknir á geðsviði Landspítala langar mig að koma nokkrum athugasemdum á framfæri og á sama tíma krefjast svara. Mig langar að gera athugasemd við afar vafasama framkvæmd verkfalls kennara, þá sérstaklega þá sem snýr að leikskólabörnum. Af einhverjum ástæðum voru einungis fjórir leikskólar á landinu valdir til að loka ótímabundið í aðgerðunum. Það gefur auga leið að þessar aðgerðir hafa gríðarleg áhrif á örfáar fjölskyldur á meðan þær hafa lítil sem engin áhrif út í samfélagið. Nú starfa ég á stærsta vinnustað landsins og það eru nánast engir samstarfsmenn mínir sem eru meðvitaðir um umrætt verkfall þar sem það hefur engin áhrif, bein né óbein á þá. Hvernig geta þessar aðgerðir verið réttlætanlegar og hreinlega staðist lög? Þetta er gríðarleg mismunun sem bitnar að sjálfsögðu lang-mest á litlu börnunum. Ef kennarar vilja ná fram sínum kröfum og nota verkfallið sem vopn í þeirri baráttu þá væri auðvitað lang-vænlegast til árangurs að leggja niður störf á fleiri stöðum tímabundið og skipta verkfallsdögum á milli leikskóla - þannig hefðu aðgerðirnar margfalt meiri áhrif á samfélagið og myndi bitna minna á litlu einstaklingunum okkar. Ég bið ykkur að hafa þetta í huga. Í framhaldi af ofangreindu vil ég segja að slíkar aðgerðir eru gríðarlega ábyrgðarlausar og geta haft verulega slæm áhrif á börnin til frambúðar. Í núverandi ástandi þar sem geðheilsa barna og ungmenna fer sífellt versnandi og stjórnmálamenn keppast um að ræða mikilvægi þess að hlúa að börnunum eru þessar aðgerðir eins og blaut tuska í andlitið. Þessi tími í lífi barnanna er afar mikilvægur hvað varðar þroska og almenna heilsu og það verður að taka ábyrgð á því. Það hafa verið skrifaðar bækur sem fjalla um börn með áfallastreitu og þunglyndi sem afleiðingar af því að þeim var sífellt verið að koma fyrir í „pössun“. Þessar aðgerðir hafa svo aðrar og einnig alvarlegar afleiðingar fyrir hópa sem mega ekki við því, til að mynda mína sjúklinga á geðsviði Landspítala sem fá ekki að hitta lækninn sinn þar sem undirrituð getur ekki mætt til vinnu vegna verkfallsins. Nú er ekki ætlunin að fara blanda verkfallsaðgerðum kennara og lækna saman en mig langar að benda á að ríkið telur boðaðar verkfallsaðgerðir lækna ólöglegar, m.a. vegna þess að verkfallsboðunin tæki ekki til allra lækna hjá þeim vinnuveitenda sem verkfall beinist gegn. Hvernig getur verkfall kennara með þeim hætti sem nú er beitt staðist lög samanborið við ofangreint? Ég krefst svara við því hvers vegna einungis fjórir leikskólar voru valdir í ofangreindar aðgerðir? Var valið handahófskennt? Hvers vegna var ákveðið að fara í ótímabundið verkfall á leikskólum en ekki á öðrum stöðum? Ég tel eðlilegt að þessum spurningum verði svarað hið snarasta. Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til þess að taka ábyrgð, setja fram raunhæfar og skýrar kröfur og semja sem allra fyrst. Mig langar líka til þess að hvetja stjórnmálafólk til þess að vera fólk orða sinna, hlúa að heilsu barna okkar og stíga hér inn enda er það deginum ljósara að þessi staða gengur ekki til lengdar. Höfundur er læknir á Landspítala og móðir þriggja ára leikskólabarns í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknaverkfall 2024 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Til þeirra er málið varðar: Nú stendur yfir verkfall kennara eins og flest ykkar vonandi eruð upplýst um. Sem móðir barns á leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík og læknir á geðsviði Landspítala langar mig að koma nokkrum athugasemdum á framfæri og á sama tíma krefjast svara. Mig langar að gera athugasemd við afar vafasama framkvæmd verkfalls kennara, þá sérstaklega þá sem snýr að leikskólabörnum. Af einhverjum ástæðum voru einungis fjórir leikskólar á landinu valdir til að loka ótímabundið í aðgerðunum. Það gefur auga leið að þessar aðgerðir hafa gríðarleg áhrif á örfáar fjölskyldur á meðan þær hafa lítil sem engin áhrif út í samfélagið. Nú starfa ég á stærsta vinnustað landsins og það eru nánast engir samstarfsmenn mínir sem eru meðvitaðir um umrætt verkfall þar sem það hefur engin áhrif, bein né óbein á þá. Hvernig geta þessar aðgerðir verið réttlætanlegar og hreinlega staðist lög? Þetta er gríðarleg mismunun sem bitnar að sjálfsögðu lang-mest á litlu börnunum. Ef kennarar vilja ná fram sínum kröfum og nota verkfallið sem vopn í þeirri baráttu þá væri auðvitað lang-vænlegast til árangurs að leggja niður störf á fleiri stöðum tímabundið og skipta verkfallsdögum á milli leikskóla - þannig hefðu aðgerðirnar margfalt meiri áhrif á samfélagið og myndi bitna minna á litlu einstaklingunum okkar. Ég bið ykkur að hafa þetta í huga. Í framhaldi af ofangreindu vil ég segja að slíkar aðgerðir eru gríðarlega ábyrgðarlausar og geta haft verulega slæm áhrif á börnin til frambúðar. Í núverandi ástandi þar sem geðheilsa barna og ungmenna fer sífellt versnandi og stjórnmálamenn keppast um að ræða mikilvægi þess að hlúa að börnunum eru þessar aðgerðir eins og blaut tuska í andlitið. Þessi tími í lífi barnanna er afar mikilvægur hvað varðar þroska og almenna heilsu og það verður að taka ábyrgð á því. Það hafa verið skrifaðar bækur sem fjalla um börn með áfallastreitu og þunglyndi sem afleiðingar af því að þeim var sífellt verið að koma fyrir í „pössun“. Þessar aðgerðir hafa svo aðrar og einnig alvarlegar afleiðingar fyrir hópa sem mega ekki við því, til að mynda mína sjúklinga á geðsviði Landspítala sem fá ekki að hitta lækninn sinn þar sem undirrituð getur ekki mætt til vinnu vegna verkfallsins. Nú er ekki ætlunin að fara blanda verkfallsaðgerðum kennara og lækna saman en mig langar að benda á að ríkið telur boðaðar verkfallsaðgerðir lækna ólöglegar, m.a. vegna þess að verkfallsboðunin tæki ekki til allra lækna hjá þeim vinnuveitenda sem verkfall beinist gegn. Hvernig getur verkfall kennara með þeim hætti sem nú er beitt staðist lög samanborið við ofangreint? Ég krefst svara við því hvers vegna einungis fjórir leikskólar voru valdir í ofangreindar aðgerðir? Var valið handahófskennt? Hvers vegna var ákveðið að fara í ótímabundið verkfall á leikskólum en ekki á öðrum stöðum? Ég tel eðlilegt að þessum spurningum verði svarað hið snarasta. Að lokum vil ég hvetja samningsaðila til þess að taka ábyrgð, setja fram raunhæfar og skýrar kröfur og semja sem allra fyrst. Mig langar líka til þess að hvetja stjórnmálafólk til þess að vera fólk orða sinna, hlúa að heilsu barna okkar og stíga hér inn enda er það deginum ljósara að þessi staða gengur ekki til lengdar. Höfundur er læknir á Landspítala og móðir þriggja ára leikskólabarns í Reykjavík.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun