Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2024 17:03 Opið bréf til Stefáns Eiríkssonar úvarpsstjóra og Ingólfs Bjarna Sigfússonar Heilir og sælir báðir tveir. Þetta bréf er stílað á ykkur báða vegna þess að ekki er alveg skýrt á heimasíðu RUV ohf. hver ber ábyrgð á umfjöllum Kveiks en einnig vegna þess að ég bar upp svipað erindi við þáverandi ritstjóra þáttarins fyrir nokkrum árum án þess að það leiddi til nokkurs. Síðan hefur brostið nokkur flótti í lið Kveiks og er því nauðsynlegt að endurnýja erindið. Þetta bréf er ábending um dagskrárefni því eins og stendur á heimasíðu Kveiks: ,, Við þurfum á ábendingum frá fólki eins og þér að halda.” Erindið er opinbert því ég vil að það fólk sem á í hlut viti að ég er að senda ykkur þessa ábendingu. Þess vegna bið ég ykkur að svara erindinu með sama hætti. Erindið varðar afdrif og örlög þeirra sem misstu íbúðir sínar í hendur Íbúðalánasjóðs og einnig hverjir það voru sem eignuðust íbúðirnar við sölu og uppboð Íbúðalánasjóðs. Á árunum 2009 til 2019 hirti Íbúðalánasjóður um 4.200 íbúðir af skuldurum. Flestar voru boðnar upp. Með þessu misstu um tíu þúsund manns heimili sín. Menn konur og börn. Kveikur fréttaskýringarþáttur RUV ohf var í fyrstu skilgreindur sem vettvangur rannsóknarblaðamennsku og hefur komið víða við. Ég minnist t.d. góðrar umfjöllunar um afdrif innflytjendafjölskyldu sem kom hingað sem flóttamenn en fjölskyldunni var fylgt eftir í nokkur ár. Við áhorf á þá umfjöllun hugleiddi ég nokkuð að Kveikur skyldi ekki hafa sett saman þátt/þætti um þá Íslendinga sem stóðu allt í einu uppi heimilislaus og eignalaus eftir hrun og fylgjast með afdrifum þeirra. Það fólk hefur verið og er væntanlega áskrifendur að dagskrá RUV eins og við erum flest dæmd til. Ég safnaði því saman gögnum, fékk leyfi nokkurra fjórnarlamba til að gefa upp nöfn þeirra og afhenti þáverandi ritstjóra Kveiks. Í stuttu máli gerðist ekkert. Áhugi var ekki til staðar til að taka málið upp. Það voru mikil vonbrigði að RUV sem segist vera okkar allra hafi ekki verið RUV þessa hóps. Það hefur skort mjög á umfjöllun um áhrif hrunsins á almenning á Íslandi. Farið hefur veið ágætlega yfir aðdragandann m.a. í nokkrum skýrslum á vegum Alþingis en ekkert hefur verið fjallað um eftirmál hrunsins. Það er brýnt að fólk sem varð fyrir eignamissi í og eftir hrun fái einhvers konar lúkningu. Þessi hópur þarf réttlæti. Von mín er sú að RUV taki málefni þessa stóra hóps fólks til meðhöndlunar og varpi ljósi á það sem raunverulega gerðist. Vonast eftir skýru og jákvæði svari. Bestu kveðjur. Þorsteinn Sæmundsson. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Ríkisútvarpið Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Stefáns Eiríkssonar úvarpsstjóra og Ingólfs Bjarna Sigfússonar Heilir og sælir báðir tveir. Þetta bréf er stílað á ykkur báða vegna þess að ekki er alveg skýrt á heimasíðu RUV ohf. hver ber ábyrgð á umfjöllum Kveiks en einnig vegna þess að ég bar upp svipað erindi við þáverandi ritstjóra þáttarins fyrir nokkrum árum án þess að það leiddi til nokkurs. Síðan hefur brostið nokkur flótti í lið Kveiks og er því nauðsynlegt að endurnýja erindið. Þetta bréf er ábending um dagskrárefni því eins og stendur á heimasíðu Kveiks: ,, Við þurfum á ábendingum frá fólki eins og þér að halda.” Erindið er opinbert því ég vil að það fólk sem á í hlut viti að ég er að senda ykkur þessa ábendingu. Þess vegna bið ég ykkur að svara erindinu með sama hætti. Erindið varðar afdrif og örlög þeirra sem misstu íbúðir sínar í hendur Íbúðalánasjóðs og einnig hverjir það voru sem eignuðust íbúðirnar við sölu og uppboð Íbúðalánasjóðs. Á árunum 2009 til 2019 hirti Íbúðalánasjóður um 4.200 íbúðir af skuldurum. Flestar voru boðnar upp. Með þessu misstu um tíu þúsund manns heimili sín. Menn konur og börn. Kveikur fréttaskýringarþáttur RUV ohf var í fyrstu skilgreindur sem vettvangur rannsóknarblaðamennsku og hefur komið víða við. Ég minnist t.d. góðrar umfjöllunar um afdrif innflytjendafjölskyldu sem kom hingað sem flóttamenn en fjölskyldunni var fylgt eftir í nokkur ár. Við áhorf á þá umfjöllun hugleiddi ég nokkuð að Kveikur skyldi ekki hafa sett saman þátt/þætti um þá Íslendinga sem stóðu allt í einu uppi heimilislaus og eignalaus eftir hrun og fylgjast með afdrifum þeirra. Það fólk hefur verið og er væntanlega áskrifendur að dagskrá RUV eins og við erum flest dæmd til. Ég safnaði því saman gögnum, fékk leyfi nokkurra fjórnarlamba til að gefa upp nöfn þeirra og afhenti þáverandi ritstjóra Kveiks. Í stuttu máli gerðist ekkert. Áhugi var ekki til staðar til að taka málið upp. Það voru mikil vonbrigði að RUV sem segist vera okkar allra hafi ekki verið RUV þessa hóps. Það hefur skort mjög á umfjöllun um áhrif hrunsins á almenning á Íslandi. Farið hefur veið ágætlega yfir aðdragandann m.a. í nokkrum skýrslum á vegum Alþingis en ekkert hefur verið fjallað um eftirmál hrunsins. Það er brýnt að fólk sem varð fyrir eignamissi í og eftir hrun fái einhvers konar lúkningu. Þessi hópur þarf réttlæti. Von mín er sú að RUV taki málefni þessa stóra hóps fólks til meðhöndlunar og varpi ljósi á það sem raunverulega gerðist. Vonast eftir skýru og jákvæði svari. Bestu kveðjur. Þorsteinn Sæmundsson. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar