Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar 30. október 2024 10:31 Hann vaknar við vekjaraklukkuna, ómissandi tæki sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í Frakklandi undir lok 19. aldar, sveiflar af sér dúnsænginni, sem á rætur í Kína um 3 þúsund f.kr. og fékk almenna útbreiðslu í Noregi fyrir um þúsund árum, og stígur upp úr rúminu, sem er framleitt í Svíþjóð en kom fyrst fram í S-Afríku fyrir um 77 þúsund árum og var algeng í núverandi mynd hjá Forn-Egyptum. Eftir að hann hefur smellt á sig inniskóm, sem voru fyrst framleiddir í Kína fyrir um 4.700 árum, og farið í náttfötin, sem rekja ættir sínar til Ottóman-heimsveldisins á 12. öld, fer hann inn í eldhús. Þar hellir hann upp á kaffi, sem geitasmalinn Kaldi lagaði fyrstur manna í Eþíópíu 800 e.kr., en fyrir konuna útbýr hann te, sem deilt er um hvort eigi rætur í Kína, Tævan, Japan, Sri Lanka eða Indlandi en hann keypti nú bara í Krónunni (vörumerkið First Price, flutt inn á fríverslunarsamningi frá Noregi), með ögn af sykri sem var fyrst unnin í Nýju-Gíneu. Hann smyr sér brauð, sem byggir á tækni sem líklega kom fyrst fram á svæðinu umhverfis Jórdaníu um 10 þúsund árum f.kr., með rammíslensku smjöri, sem á rætur til Afríku 8 þúsund árum f.kr. og var notað sem andlitskrem í Egyptalandi til forna, og setur á það ost, sem er framleiddur með aðferð sem kom fram Mið-Austurlöndum og voru þróaðar af Rómverjum, og sultu, sem Grikkir settu fyrstir á brauð. Stundum fær hann sér ekta amerískt hnetusmjör, sem er uppfinning Inka í Suður-Ameríku. Eftir morgunmat flýtir hann sér að bursta tennurnar með tannbursta, sem kom fyrst fram í Kína á 8. öld, og tannkremi sem er útgáfa af efni sem Egyptar notuðu til sömu hluta fyrir um 7 þúsund árum, smellir sér í jakkafötin, sem rekja má til breska smekkmannsins Beau Brummel á 18. öld og setur á sig bindi, sem króatískir málaliðar gerðu svo fræg í Frakklandi árið 1636 að Louis XIII varð að fá sér eitt. Hann fer út í japanskan bíl, sem byggir á uppfinningu sem Carl Benz fékk fyrstur einkaleyfi fyrir í Þýskalandi árið 1886 og ekur í vinnuna þar sem hann skrifar á blað, sem á rætur til Forn-Egypta en var fyrst framleitt í Kína um árið 100, pælingar um árekstra vegna blöndunar menningarheima. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Aðalsteinn Leifsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Hann vaknar við vekjaraklukkuna, ómissandi tæki sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í Frakklandi undir lok 19. aldar, sveiflar af sér dúnsænginni, sem á rætur í Kína um 3 þúsund f.kr. og fékk almenna útbreiðslu í Noregi fyrir um þúsund árum, og stígur upp úr rúminu, sem er framleitt í Svíþjóð en kom fyrst fram í S-Afríku fyrir um 77 þúsund árum og var algeng í núverandi mynd hjá Forn-Egyptum. Eftir að hann hefur smellt á sig inniskóm, sem voru fyrst framleiddir í Kína fyrir um 4.700 árum, og farið í náttfötin, sem rekja ættir sínar til Ottóman-heimsveldisins á 12. öld, fer hann inn í eldhús. Þar hellir hann upp á kaffi, sem geitasmalinn Kaldi lagaði fyrstur manna í Eþíópíu 800 e.kr., en fyrir konuna útbýr hann te, sem deilt er um hvort eigi rætur í Kína, Tævan, Japan, Sri Lanka eða Indlandi en hann keypti nú bara í Krónunni (vörumerkið First Price, flutt inn á fríverslunarsamningi frá Noregi), með ögn af sykri sem var fyrst unnin í Nýju-Gíneu. Hann smyr sér brauð, sem byggir á tækni sem líklega kom fyrst fram á svæðinu umhverfis Jórdaníu um 10 þúsund árum f.kr., með rammíslensku smjöri, sem á rætur til Afríku 8 þúsund árum f.kr. og var notað sem andlitskrem í Egyptalandi til forna, og setur á það ost, sem er framleiddur með aðferð sem kom fram Mið-Austurlöndum og voru þróaðar af Rómverjum, og sultu, sem Grikkir settu fyrstir á brauð. Stundum fær hann sér ekta amerískt hnetusmjör, sem er uppfinning Inka í Suður-Ameríku. Eftir morgunmat flýtir hann sér að bursta tennurnar með tannbursta, sem kom fyrst fram í Kína á 8. öld, og tannkremi sem er útgáfa af efni sem Egyptar notuðu til sömu hluta fyrir um 7 þúsund árum, smellir sér í jakkafötin, sem rekja má til breska smekkmannsins Beau Brummel á 18. öld og setur á sig bindi, sem króatískir málaliðar gerðu svo fræg í Frakklandi árið 1636 að Louis XIII varð að fá sér eitt. Hann fer út í japanskan bíl, sem byggir á uppfinningu sem Carl Benz fékk fyrstur einkaleyfi fyrir í Þýskalandi árið 1886 og ekur í vinnuna þar sem hann skrifar á blað, sem á rætur til Forn-Egypta en var fyrst framleitt í Kína um árið 100, pælingar um árekstra vegna blöndunar menningarheima. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar