Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar 29. október 2024 14:45 Nú er það svo að ferðaþjónusta hefur á tiltölulega fáum árum vaxið í að vera ein af meginundirstöðum íslensks hagkerfis. Árið 2023 var hlutur ferðaþjónustu af verðmætasköpun landsins nærri 9% og útflutningstekjur samtals um 600 milljarðar, eða hvorki meira né minna en þriðjungur af heildarútflutningi Íslands. Viðhorf hinna ýmsu ráðamanna gagnvart breytingum á þeim sköttum og gjöldum, sem leggjast á þessa stærstu einstöku útflutningsgrein landsins, virðist hins vegar vera einstaklega laust í reipunum. Ferðaþjónustuaðilar hafa oft og tíðum þurft að sætta sig við hækkun á álögum með nær engum fyrirvara. Ráðuneytið ákveður hver borgar Nærtækt er að taka dæmi af gististöðum sem hafa nú ár eftir ár orðið fyrir barðinu á fyrirvaralausum hækkunum á gistináttaskatti. Birtist losaralegt viðhorf ráðamanna nú síðast hjá fjármála- og efnahagsráðherra í greinargerð við frumvarp um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl. þar sem fram kemur að það verði „almennt að játa stjórnvöldum víðtækt svigrúm til tekjuöflunar með skömmum fyrirvara“. Þá segir enn fremur að „gististaðir og skemmtiferðaskip innheimta skattinn hjá sínum viðskiptavinum. Það eru þeir sem raunverulega eiga að greiða skattinn, ekki gististaðurinn og skemmtiferðaskipið. Hækkun á gistináttaskatti ætti því ekki að hafa áhrif á rekstur þessara aðila nema þá ef samdráttur verður í eftirspurn eftir gistingu.“ Afnám gistináttaskatts fyrir bí Miklar vonir voru bundnar við þingsályktun ráðherra ferðamála um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til ársins 2030 sem var samþykkt á Alþingi 21. júní 2024. Þar er meðal annars lagt til að gistináttaskattur verði tekinn til endurskoðunar með það að markmiði að efla samkeppnishæfni og kostir þess að afnema hann kannaðir frekar. Virðast þau áform hafa farið fyrir bí. Með því er lítið gert úr mikilvægi fyrirsjáanleika sem leikur lykilhlutverk í rekstri fyrirtækja, óháð atvinnugrein, enda er það svo í raunheimum að breytingar sem gerðar eru á skattkerfinu með litlum fyrirvara setja áætlanir fyrirtækja í uppnám. Fyrirframgreiðslur og pantanir langt fram í tímann eru venja fremur en undantekning þegar kemur að ferðalögum fólks. Slíkum samningum verður ekki breytt eftir á. Sé það ætlun ráðamanna að ferðamaðurinn sjálfur greiði álagða skatta og gjöld þarf fyrirsjáanleika og festu, ella sitja íslensk ferðaþjónustufyrirtæki uppi með reikninginn. Oft erfitt að finna svarið Það eru vonbrigði að fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki séð sér fært að vinna samkvæmt þingsályktun ráðherra ferðamála og bregðast við ítrekuðum ábendingum ferðaþjónustunnar. Þá er það einnig mikið umhugsunarefni hversu ítrekað er horft fram hjá eðlilegum fyrirvara þegar kemur að skattlagningu á greinina. Engin atvinnugrein ætti að þurfa að starfa við sí endurtekna óvissu um fyrirvaralausar breytingar á sköttum og gjöldum. Það er eðlileg krafa fyrirtækja að óska eftir fyrirsjáanleika sem er grundvallarforsenda stöðugleika í rekstri. Í tilfelli ferðaþjónustunnar virðist hins vegar ekki aðeins oft erfitt að finna svarið, eins og segir í laginu, um hvaða hækkun á opinberum álögum kemur næst, heldur virðist það vera nær alltaf. Ferðaþjónustan lifir í voninni um að stjórnvöld taki á sig rögg og búi greininni eðlilegt og sjálfsagt rekstrarumhverfi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Nú er það svo að ferðaþjónusta hefur á tiltölulega fáum árum vaxið í að vera ein af meginundirstöðum íslensks hagkerfis. Árið 2023 var hlutur ferðaþjónustu af verðmætasköpun landsins nærri 9% og útflutningstekjur samtals um 600 milljarðar, eða hvorki meira né minna en þriðjungur af heildarútflutningi Íslands. Viðhorf hinna ýmsu ráðamanna gagnvart breytingum á þeim sköttum og gjöldum, sem leggjast á þessa stærstu einstöku útflutningsgrein landsins, virðist hins vegar vera einstaklega laust í reipunum. Ferðaþjónustuaðilar hafa oft og tíðum þurft að sætta sig við hækkun á álögum með nær engum fyrirvara. Ráðuneytið ákveður hver borgar Nærtækt er að taka dæmi af gististöðum sem hafa nú ár eftir ár orðið fyrir barðinu á fyrirvaralausum hækkunum á gistináttaskatti. Birtist losaralegt viðhorf ráðamanna nú síðast hjá fjármála- og efnahagsráðherra í greinargerð við frumvarp um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl. þar sem fram kemur að það verði „almennt að játa stjórnvöldum víðtækt svigrúm til tekjuöflunar með skömmum fyrirvara“. Þá segir enn fremur að „gististaðir og skemmtiferðaskip innheimta skattinn hjá sínum viðskiptavinum. Það eru þeir sem raunverulega eiga að greiða skattinn, ekki gististaðurinn og skemmtiferðaskipið. Hækkun á gistináttaskatti ætti því ekki að hafa áhrif á rekstur þessara aðila nema þá ef samdráttur verður í eftirspurn eftir gistingu.“ Afnám gistináttaskatts fyrir bí Miklar vonir voru bundnar við þingsályktun ráðherra ferðamála um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til ársins 2030 sem var samþykkt á Alþingi 21. júní 2024. Þar er meðal annars lagt til að gistináttaskattur verði tekinn til endurskoðunar með það að markmiði að efla samkeppnishæfni og kostir þess að afnema hann kannaðir frekar. Virðast þau áform hafa farið fyrir bí. Með því er lítið gert úr mikilvægi fyrirsjáanleika sem leikur lykilhlutverk í rekstri fyrirtækja, óháð atvinnugrein, enda er það svo í raunheimum að breytingar sem gerðar eru á skattkerfinu með litlum fyrirvara setja áætlanir fyrirtækja í uppnám. Fyrirframgreiðslur og pantanir langt fram í tímann eru venja fremur en undantekning þegar kemur að ferðalögum fólks. Slíkum samningum verður ekki breytt eftir á. Sé það ætlun ráðamanna að ferðamaðurinn sjálfur greiði álagða skatta og gjöld þarf fyrirsjáanleika og festu, ella sitja íslensk ferðaþjónustufyrirtæki uppi með reikninginn. Oft erfitt að finna svarið Það eru vonbrigði að fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki séð sér fært að vinna samkvæmt þingsályktun ráðherra ferðamála og bregðast við ítrekuðum ábendingum ferðaþjónustunnar. Þá er það einnig mikið umhugsunarefni hversu ítrekað er horft fram hjá eðlilegum fyrirvara þegar kemur að skattlagningu á greinina. Engin atvinnugrein ætti að þurfa að starfa við sí endurtekna óvissu um fyrirvaralausar breytingar á sköttum og gjöldum. Það er eðlileg krafa fyrirtækja að óska eftir fyrirsjáanleika sem er grundvallarforsenda stöðugleika í rekstri. Í tilfelli ferðaþjónustunnar virðist hins vegar ekki aðeins oft erfitt að finna svarið, eins og segir í laginu, um hvaða hækkun á opinberum álögum kemur næst, heldur virðist það vera nær alltaf. Ferðaþjónustan lifir í voninni um að stjórnvöld taki á sig rögg og búi greininni eðlilegt og sjálfsagt rekstrarumhverfi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun