6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 29. október 2024 11:17 Þrátt fyrir augljósa kosti orkuskipta í samgöngum á Íslandi er ennþá nokkuð hávær hópur sem telur rafbíla vera óskynsamlega hugmynd. Það sem meira er þá er þessi hópur svo sannfærður um að orkuskiptin séu svo óskynsamleg að hann leggur sig fram við að sannfæra aðra um að rafbílar séu galin hugmynd. Rafbílar henta kannski ekki alveg öllum akkúrat núna en að tala almennt gegn rafbílavæðingu er áhugaverð afstaða. Allar skoðanir eiga ákveðinn rétt á sér og hver og einn tekur auðvitað sínar persónulegu ákvarðanir. Fyrir þá sem tala almennt gegn rafbílavæðingu þá er mikilvægt að tileinka sér allar neðangreindar afneitanir til að halda lágmarks trúveruleika. Það er nefnilega ekki nóg að afneita loftslagsvísindum því að fleira þarf til svo andstaðan haldi vatni. Afneitun eðlisfræðilögmála Að telja rafbílavæðingu óskynsamlega er ákveðin afneitun á orkulögmálum eðlisfræðinnar sem kennd er í öllum grunnskólum. Með rafbílum fæst einfaldlega þrisvar til fjórum sinnum betri orkunýtni en með jarðefnaeldsneyti. Það er því staðreynd að olíudrifnar samgöngur þýða einfaldlega gríðarlega og óþarfa orkusóun. Þeir sem tala gegn rafbílavæðingu eru í raun að tala fyrir margfalt meiri orkunotkun í samgöngum en þörf er á. Afneitun heilbrigðisvísinda Það er ekki bara CO2 sem kemur út um púströr bíla. Læknavísindi hafa með fjölmörgum rannsóknum sýnt fram á að fjöldi fólks á heimsvísu verður fyrir óbætanlegum heilsubresti vegna annarra mengunarefna frá bílum. Rafbílar eru ekki með púströr og því alveg lausir við slíka mengun. Að tala gegn innleiðingu þeirra er ákveðin afneitun á skýrum niðurstöðum heilbrigðisvísinda. Afneitun á endanleika olíulinda Meira segja helstu sérfæðingar í olíugeiranum viðurkenna að jafnt og þétt gengur á olíuauðlindir heimsins. Olía er bara brennd einu sinni og þó að enn sé til talsvert af henni þá minnkar magnið stöðugt. Þessi staðreynd takmarkar auðvitað möguleika komandi kynslóða að nýta hana. Það er ábyrgðarhluti, því þó svo að við myndum bera gæfu til að hætta brenna olíu þá verður hún áfram mikilvæg í efnaiðnaði um ókomna framtíð. Þeir sem telja það óskynsamlegt að skipta yfir í farartæki sem geta notað endurnýjanlega orku eru því ákveðinni afneitun um endanleika olíuauðlindarinnar. Afneitun á misskiptingu olíuauðlinda Það er staðreynd að aðeins örfáar þjóðir búa yfir olíulindum og það er líka staðreynd að öll ríki eiga einhverja möguleika að virkja endurnýjanlega orkugjafa. Þetta þýðir að rafvæðing samgangna opnar möguleikann á að lönd geti í auknum mæli keyrt á sinni eigin orku í stað þess að treysta á einokunarstöðu örfárra landa. Þetta þýðir einfaldlega friðsamari og dreifðari orkunýtingu og mun sveifluminni orkukostnað í samgöngum á heimsvísu. Þeim sem finnst rafvæðing samgangna vitlaus hugmynd eru því í ákveðinni afneitun um að fjölbreyttari og jafndreifðari raforkuframleiðsla sé betri kostur en olíueinokun örfárra ríkja. Afneitun loftslagsvísinda Það er staðreynd að rafbílar eru loftslagsvænni en brunahreyfilsbílar þó svo að einhverjir telji sig geta grafið upp annað í afkimum internetsins. Loftslagsvísindi eru líka mjög flókin og kannski þægilegast að afneita þeim bara til að geta haldið áfram að brenna olíu. Það er samt ekki nóg fyrir þá sem telja orkuskipti óskynsamleg að vera með efasemdir um loftslagsmál, nei, þeir þurfa að vera 100% vissir að loftslagsbreytingar af mannvöldum sé bull. Vegna þess að ef það eru bara örlitlar líkur á að óheft losun gróðurhúsalofttegunda valdi hörmungum þá er það skynsamleg áhættustýring að vinna gegn henni. Afneitun á Excel Hin raunverulega þjónustueining í samgöngum er vegalengd eða kílómetrar. Kostnaður við þessa þjónustueiningu er innkaup, rekstur, viðhald og afskráning bifreiðar á líftíma hennar þ.e. kr/km. Fólksbílar eru allskonar, litlir og stórir, en þegar nákvæmlega sambærilegir rafbílar og bensín/dísilbílar eru bornir saman, þá er nánast ómögulegt að fá niðurstöðu í Excel sem gefur bensín/dísilbílum ódýrari kílómetra. Með öðrum orðum þá verða rafvæddir kílómetrar einfaldlega ódýrari fyrir notendur og ríkið. Að tala gegn rafbílum, þá er einfaldlega verið að tala fyrir dýrari samgöngum sem þar að auki nota erlenda mengandi orku. Höfundur er sviðsstjóri Orkuskipta og loftslagsmála hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir augljósa kosti orkuskipta í samgöngum á Íslandi er ennþá nokkuð hávær hópur sem telur rafbíla vera óskynsamlega hugmynd. Það sem meira er þá er þessi hópur svo sannfærður um að orkuskiptin séu svo óskynsamleg að hann leggur sig fram við að sannfæra aðra um að rafbílar séu galin hugmynd. Rafbílar henta kannski ekki alveg öllum akkúrat núna en að tala almennt gegn rafbílavæðingu er áhugaverð afstaða. Allar skoðanir eiga ákveðinn rétt á sér og hver og einn tekur auðvitað sínar persónulegu ákvarðanir. Fyrir þá sem tala almennt gegn rafbílavæðingu þá er mikilvægt að tileinka sér allar neðangreindar afneitanir til að halda lágmarks trúveruleika. Það er nefnilega ekki nóg að afneita loftslagsvísindum því að fleira þarf til svo andstaðan haldi vatni. Afneitun eðlisfræðilögmála Að telja rafbílavæðingu óskynsamlega er ákveðin afneitun á orkulögmálum eðlisfræðinnar sem kennd er í öllum grunnskólum. Með rafbílum fæst einfaldlega þrisvar til fjórum sinnum betri orkunýtni en með jarðefnaeldsneyti. Það er því staðreynd að olíudrifnar samgöngur þýða einfaldlega gríðarlega og óþarfa orkusóun. Þeir sem tala gegn rafbílavæðingu eru í raun að tala fyrir margfalt meiri orkunotkun í samgöngum en þörf er á. Afneitun heilbrigðisvísinda Það er ekki bara CO2 sem kemur út um púströr bíla. Læknavísindi hafa með fjölmörgum rannsóknum sýnt fram á að fjöldi fólks á heimsvísu verður fyrir óbætanlegum heilsubresti vegna annarra mengunarefna frá bílum. Rafbílar eru ekki með púströr og því alveg lausir við slíka mengun. Að tala gegn innleiðingu þeirra er ákveðin afneitun á skýrum niðurstöðum heilbrigðisvísinda. Afneitun á endanleika olíulinda Meira segja helstu sérfæðingar í olíugeiranum viðurkenna að jafnt og þétt gengur á olíuauðlindir heimsins. Olía er bara brennd einu sinni og þó að enn sé til talsvert af henni þá minnkar magnið stöðugt. Þessi staðreynd takmarkar auðvitað möguleika komandi kynslóða að nýta hana. Það er ábyrgðarhluti, því þó svo að við myndum bera gæfu til að hætta brenna olíu þá verður hún áfram mikilvæg í efnaiðnaði um ókomna framtíð. Þeir sem telja það óskynsamlegt að skipta yfir í farartæki sem geta notað endurnýjanlega orku eru því ákveðinni afneitun um endanleika olíuauðlindarinnar. Afneitun á misskiptingu olíuauðlinda Það er staðreynd að aðeins örfáar þjóðir búa yfir olíulindum og það er líka staðreynd að öll ríki eiga einhverja möguleika að virkja endurnýjanlega orkugjafa. Þetta þýðir að rafvæðing samgangna opnar möguleikann á að lönd geti í auknum mæli keyrt á sinni eigin orku í stað þess að treysta á einokunarstöðu örfárra landa. Þetta þýðir einfaldlega friðsamari og dreifðari orkunýtingu og mun sveifluminni orkukostnað í samgöngum á heimsvísu. Þeim sem finnst rafvæðing samgangna vitlaus hugmynd eru því í ákveðinni afneitun um að fjölbreyttari og jafndreifðari raforkuframleiðsla sé betri kostur en olíueinokun örfárra ríkja. Afneitun loftslagsvísinda Það er staðreynd að rafbílar eru loftslagsvænni en brunahreyfilsbílar þó svo að einhverjir telji sig geta grafið upp annað í afkimum internetsins. Loftslagsvísindi eru líka mjög flókin og kannski þægilegast að afneita þeim bara til að geta haldið áfram að brenna olíu. Það er samt ekki nóg fyrir þá sem telja orkuskipti óskynsamleg að vera með efasemdir um loftslagsmál, nei, þeir þurfa að vera 100% vissir að loftslagsbreytingar af mannvöldum sé bull. Vegna þess að ef það eru bara örlitlar líkur á að óheft losun gróðurhúsalofttegunda valdi hörmungum þá er það skynsamleg áhættustýring að vinna gegn henni. Afneitun á Excel Hin raunverulega þjónustueining í samgöngum er vegalengd eða kílómetrar. Kostnaður við þessa þjónustueiningu er innkaup, rekstur, viðhald og afskráning bifreiðar á líftíma hennar þ.e. kr/km. Fólksbílar eru allskonar, litlir og stórir, en þegar nákvæmlega sambærilegir rafbílar og bensín/dísilbílar eru bornir saman, þá er nánast ómögulegt að fá niðurstöðu í Excel sem gefur bensín/dísilbílum ódýrari kílómetra. Með öðrum orðum þá verða rafvæddir kílómetrar einfaldlega ódýrari fyrir notendur og ríkið. Að tala gegn rafbílum, þá er einfaldlega verið að tala fyrir dýrari samgöngum sem þar að auki nota erlenda mengandi orku. Höfundur er sviðsstjóri Orkuskipta og loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun