Sjálfbær kvikmyndagerð á Íslandi Lára Portal skrifar 28. október 2024 17:32 Íslenski kvikmyndaiðnaðurinn hefur tekið mikilvægum framförum í sjálfbærari framleiðslu með fyrstu Green Film vottuninni hérlendis og hlaut kvikmyndin Fjallið fyrstu vottunina. Er það fyrsti vísirinn að sjálfbærari framtíð iðnaðarins þar sem áhersla er lögð á sjálfbæra framleiðsluhætti. Helst það í hendur við leiðarljós Kvikmyndastefnu um að styrkja tengsl kvikmyndagerðar við markmið Íslands á sviði sjálfbærni. Hvað er Green Film? Green Film er leiðbeinandi handbók að vottun um sjálfbæra kvikmyndaframleiðslu. Handbókin er unnin á evrópskum vettvangi, hönnuð fyrir framleiðendur, opinbera kvikmyndasjóði og þjónustustofnanir, sjónvarpsstöðvar og streymisveitur. Kvikmyndamiðstöð Íslands, í samstarfi við Trentino Film Commission, hefur tekið handbókina í notkun og gefið út íslenska útgáfu. Handbókin inniheldur ítarlegar leiðbeiningar um hvernig hægt sé að gera framleiðslu sjálfbærari með tilliti til umhverfis og fólks. Grunnskilyrði vottunar eru í höndum framleiðanda og sjálfbærnistjóra framleiðslunnar en þau eru annars vegar að útbúa sjálfbærniáætlun og hins vegar að móta skilvirka ferðaáætlun. Þar að auki er að finna önnur viðmið sem þarf að uppfylla til að hljóta vottunina. Fjallið: Fyrsta verkefnið á Íslandi sem hlýtur Green Film vottun Kvikmyndin Fjallið, sem skrifuð er og leikstýrt af Ásthildi Kjartansdóttur, er framleidd með viðmið Green Film að leiðarljósi. KPMG á Íslandi, leiðandi þekkingarfyrirtæki á sviði endurskoðunar og ráðgjafar, veitti óháða staðfestingu á skýrslu um fylgni við leiðbeiningar Green Film við gerð kvikmyndarinnar. Fjallið er fyrsta kvikmyndin á Íslandi til að hljóta slíka vottun sem markar nýtt upphaf í sjálfbærari framleiðsluháttum og er stórt skref í kvikmyndabransanum á Íslandi. Ávinningur fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað Vænta má frekari vaxtar á sviði skapandi greina hér á landi, þ.á.m. kvikmyndagerðar. Meðal annars hefur ársvelta kvikmyndagerðar þrefaldast á síðasta áratug. Hins vegar ber að hafa í huga að slíkur vöxtur getur haft í för með sér neikvæð áhrif á umhverfið. Þá sérstaklega þar sem kvikmyndagerð felur gjarnan í sér mikla notkun raforku, álag á umhverfi og samfélag og losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutnings og ferðakostnaðar. Listgrein á tímamótum Líta má á tilkomu sjálfbærra umgjarða eins og Green Film sem ákveðin tímamót fyrir listgreinina þar sem markviss skref eru tekin til að styrkja sjálfbæra innviði kvikmyndagerðar. Með þessari jákvæðu þróun er hægt að stuðla að því að kvikmyndagerð vaxi í sátt við umhverfismarkmið KMÍ og Íslands, og um leið efla ímynd hennar sem sjálfbær atvinnugrein. Höfundur er sjálfbærniráðgjafi hjá KPMG og vottaður úttektaraðili Green Film. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenski kvikmyndaiðnaðurinn hefur tekið mikilvægum framförum í sjálfbærari framleiðslu með fyrstu Green Film vottuninni hérlendis og hlaut kvikmyndin Fjallið fyrstu vottunina. Er það fyrsti vísirinn að sjálfbærari framtíð iðnaðarins þar sem áhersla er lögð á sjálfbæra framleiðsluhætti. Helst það í hendur við leiðarljós Kvikmyndastefnu um að styrkja tengsl kvikmyndagerðar við markmið Íslands á sviði sjálfbærni. Hvað er Green Film? Green Film er leiðbeinandi handbók að vottun um sjálfbæra kvikmyndaframleiðslu. Handbókin er unnin á evrópskum vettvangi, hönnuð fyrir framleiðendur, opinbera kvikmyndasjóði og þjónustustofnanir, sjónvarpsstöðvar og streymisveitur. Kvikmyndamiðstöð Íslands, í samstarfi við Trentino Film Commission, hefur tekið handbókina í notkun og gefið út íslenska útgáfu. Handbókin inniheldur ítarlegar leiðbeiningar um hvernig hægt sé að gera framleiðslu sjálfbærari með tilliti til umhverfis og fólks. Grunnskilyrði vottunar eru í höndum framleiðanda og sjálfbærnistjóra framleiðslunnar en þau eru annars vegar að útbúa sjálfbærniáætlun og hins vegar að móta skilvirka ferðaáætlun. Þar að auki er að finna önnur viðmið sem þarf að uppfylla til að hljóta vottunina. Fjallið: Fyrsta verkefnið á Íslandi sem hlýtur Green Film vottun Kvikmyndin Fjallið, sem skrifuð er og leikstýrt af Ásthildi Kjartansdóttur, er framleidd með viðmið Green Film að leiðarljósi. KPMG á Íslandi, leiðandi þekkingarfyrirtæki á sviði endurskoðunar og ráðgjafar, veitti óháða staðfestingu á skýrslu um fylgni við leiðbeiningar Green Film við gerð kvikmyndarinnar. Fjallið er fyrsta kvikmyndin á Íslandi til að hljóta slíka vottun sem markar nýtt upphaf í sjálfbærari framleiðsluháttum og er stórt skref í kvikmyndabransanum á Íslandi. Ávinningur fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað Vænta má frekari vaxtar á sviði skapandi greina hér á landi, þ.á.m. kvikmyndagerðar. Meðal annars hefur ársvelta kvikmyndagerðar þrefaldast á síðasta áratug. Hins vegar ber að hafa í huga að slíkur vöxtur getur haft í för með sér neikvæð áhrif á umhverfið. Þá sérstaklega þar sem kvikmyndagerð felur gjarnan í sér mikla notkun raforku, álag á umhverfi og samfélag og losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutnings og ferðakostnaðar. Listgrein á tímamótum Líta má á tilkomu sjálfbærra umgjarða eins og Green Film sem ákveðin tímamót fyrir listgreinina þar sem markviss skref eru tekin til að styrkja sjálfbæra innviði kvikmyndagerðar. Með þessari jákvæðu þróun er hægt að stuðla að því að kvikmyndagerð vaxi í sátt við umhverfismarkmið KMÍ og Íslands, og um leið efla ímynd hennar sem sjálfbær atvinnugrein. Höfundur er sjálfbærniráðgjafi hjá KPMG og vottaður úttektaraðili Green Film.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun