Ungt fólk mótar framtíð Norðurlanda Bryndís Haraldsdóttir skrifar 28. október 2024 12:01 Norðurlöndin standa frammi fyrir breyttum og viðsjárverðum veruleika sem snertir samfélög okkar á mörgum sviðum. Þrátt fyrir ógnanir í heiminum í dag höfum við byggt upp sterkt samstarf og sameiginlegan vilja til að standa vörð um sameiginleg gildi okkar, eins og lýðræði, frelsi og jafnrétti. Ungt fólk gegnir lykilhlutverki í þessari vegferð – þeirra rödd og sýn á framtíðina eru leiðarljós sem munu tryggja að norræna samstaðan haldi áfram að styrkjast og að grunnstoðir samfélaga okkar verði öruggar fyrir komandi kynslóðir. Á Norðurlandaráðsþingi ungs fólks sem fram fór um helgina komu saman ungir fulltrúar frá öllum Norðurlöndum og samþykktu tillögur sem fjölluðu meðal annars um öryggis- og varnarmál, umhverfismál, sjálfbærni og eflingu norræns samstarfs. Það er augljóst að ungt fólk brennur fyrir fjölbreyttum málefnum og sýnir þannig vilja til að taka virkan þátt í að móta framtíðina. Áhugi þeirra og eldmóður spannar breitt svið sem endurspeglar þau helstu málefni sem standa Norðurlöndunum næst. Ég er einstaklega þakklát fyrir að hafa átt aðkomu að og fengið að kynnast starfi Norðurlandaráðs ungs fólks á þessu starfsári mínu sem forseti Norðurlandaráðs. Það er auðvelt að finna von og kraft þegar ungt fólk leiðir samtalið. Á þessum síðustu dögum í mínu embætti sem forseti Norðurlandaráðs mun ég standa þétt að baki því að tryggja að rödd ungs fólks fái að heyrast hátt og skýrt – því þau munu móta Norðurlönd framtíðarinnar með hugsjón og dugnaði. Saman getum við skapað sterka og bjarta framtíð fyrir norræn samfélög með því að hlúa að sameiginlegum gildum og virkja kraft unga fólksins í hverju skrefi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Norðurlöndin standa frammi fyrir breyttum og viðsjárverðum veruleika sem snertir samfélög okkar á mörgum sviðum. Þrátt fyrir ógnanir í heiminum í dag höfum við byggt upp sterkt samstarf og sameiginlegan vilja til að standa vörð um sameiginleg gildi okkar, eins og lýðræði, frelsi og jafnrétti. Ungt fólk gegnir lykilhlutverki í þessari vegferð – þeirra rödd og sýn á framtíðina eru leiðarljós sem munu tryggja að norræna samstaðan haldi áfram að styrkjast og að grunnstoðir samfélaga okkar verði öruggar fyrir komandi kynslóðir. Á Norðurlandaráðsþingi ungs fólks sem fram fór um helgina komu saman ungir fulltrúar frá öllum Norðurlöndum og samþykktu tillögur sem fjölluðu meðal annars um öryggis- og varnarmál, umhverfismál, sjálfbærni og eflingu norræns samstarfs. Það er augljóst að ungt fólk brennur fyrir fjölbreyttum málefnum og sýnir þannig vilja til að taka virkan þátt í að móta framtíðina. Áhugi þeirra og eldmóður spannar breitt svið sem endurspeglar þau helstu málefni sem standa Norðurlöndunum næst. Ég er einstaklega þakklát fyrir að hafa átt aðkomu að og fengið að kynnast starfi Norðurlandaráðs ungs fólks á þessu starfsári mínu sem forseti Norðurlandaráðs. Það er auðvelt að finna von og kraft þegar ungt fólk leiðir samtalið. Á þessum síðustu dögum í mínu embætti sem forseti Norðurlandaráðs mun ég standa þétt að baki því að tryggja að rödd ungs fólks fái að heyrast hátt og skýrt – því þau munu móta Norðurlönd framtíðarinnar með hugsjón og dugnaði. Saman getum við skapað sterka og bjarta framtíð fyrir norræn samfélög með því að hlúa að sameiginlegum gildum og virkja kraft unga fólksins í hverju skrefi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Norðurlandaráðs.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar