Ungt fólk mótar framtíð Norðurlanda Bryndís Haraldsdóttir skrifar 28. október 2024 12:01 Norðurlöndin standa frammi fyrir breyttum og viðsjárverðum veruleika sem snertir samfélög okkar á mörgum sviðum. Þrátt fyrir ógnanir í heiminum í dag höfum við byggt upp sterkt samstarf og sameiginlegan vilja til að standa vörð um sameiginleg gildi okkar, eins og lýðræði, frelsi og jafnrétti. Ungt fólk gegnir lykilhlutverki í þessari vegferð – þeirra rödd og sýn á framtíðina eru leiðarljós sem munu tryggja að norræna samstaðan haldi áfram að styrkjast og að grunnstoðir samfélaga okkar verði öruggar fyrir komandi kynslóðir. Á Norðurlandaráðsþingi ungs fólks sem fram fór um helgina komu saman ungir fulltrúar frá öllum Norðurlöndum og samþykktu tillögur sem fjölluðu meðal annars um öryggis- og varnarmál, umhverfismál, sjálfbærni og eflingu norræns samstarfs. Það er augljóst að ungt fólk brennur fyrir fjölbreyttum málefnum og sýnir þannig vilja til að taka virkan þátt í að móta framtíðina. Áhugi þeirra og eldmóður spannar breitt svið sem endurspeglar þau helstu málefni sem standa Norðurlöndunum næst. Ég er einstaklega þakklát fyrir að hafa átt aðkomu að og fengið að kynnast starfi Norðurlandaráðs ungs fólks á þessu starfsári mínu sem forseti Norðurlandaráðs. Það er auðvelt að finna von og kraft þegar ungt fólk leiðir samtalið. Á þessum síðustu dögum í mínu embætti sem forseti Norðurlandaráðs mun ég standa þétt að baki því að tryggja að rödd ungs fólks fái að heyrast hátt og skýrt – því þau munu móta Norðurlönd framtíðarinnar með hugsjón og dugnaði. Saman getum við skapað sterka og bjarta framtíð fyrir norræn samfélög með því að hlúa að sameiginlegum gildum og virkja kraft unga fólksins í hverju skrefi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Norðurlöndin standa frammi fyrir breyttum og viðsjárverðum veruleika sem snertir samfélög okkar á mörgum sviðum. Þrátt fyrir ógnanir í heiminum í dag höfum við byggt upp sterkt samstarf og sameiginlegan vilja til að standa vörð um sameiginleg gildi okkar, eins og lýðræði, frelsi og jafnrétti. Ungt fólk gegnir lykilhlutverki í þessari vegferð – þeirra rödd og sýn á framtíðina eru leiðarljós sem munu tryggja að norræna samstaðan haldi áfram að styrkjast og að grunnstoðir samfélaga okkar verði öruggar fyrir komandi kynslóðir. Á Norðurlandaráðsþingi ungs fólks sem fram fór um helgina komu saman ungir fulltrúar frá öllum Norðurlöndum og samþykktu tillögur sem fjölluðu meðal annars um öryggis- og varnarmál, umhverfismál, sjálfbærni og eflingu norræns samstarfs. Það er augljóst að ungt fólk brennur fyrir fjölbreyttum málefnum og sýnir þannig vilja til að taka virkan þátt í að móta framtíðina. Áhugi þeirra og eldmóður spannar breitt svið sem endurspeglar þau helstu málefni sem standa Norðurlöndunum næst. Ég er einstaklega þakklát fyrir að hafa átt aðkomu að og fengið að kynnast starfi Norðurlandaráðs ungs fólks á þessu starfsári mínu sem forseti Norðurlandaráðs. Það er auðvelt að finna von og kraft þegar ungt fólk leiðir samtalið. Á þessum síðustu dögum í mínu embætti sem forseti Norðurlandaráðs mun ég standa þétt að baki því að tryggja að rödd ungs fólks fái að heyrast hátt og skýrt – því þau munu móta Norðurlönd framtíðarinnar með hugsjón og dugnaði. Saman getum við skapað sterka og bjarta framtíð fyrir norræn samfélög með því að hlúa að sameiginlegum gildum og virkja kraft unga fólksins í hverju skrefi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Norðurlandaráðs.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun