Umsókn um stöðu kennara í (vonandi) nálægri framtíð Heiða Ingunn Þorgeirsdóttir skrifar 26. október 2024 14:02 Ég undirrituð sótti um og fékk starf í grunnskóla. Eftir tvö ítarleg viðtöl við mannauðsstjóra annars vegar og svo skólastjórnendur hins vegar, varð starfið loks mitt! Ég ræð mér varla fyrir kæti. Það er góð tilfinning að vera metin að verðleikum, enda hef ég þá einu hugsjón að kenna nemendum mínum og gera það vel. En byrjum á byrjuninni, í febrúar sá ég auglýsingu þar sem auglýst var eftir umsjónarkennara á yngsta stigi fyrir næstkomandi skólaár. Ég sendi inn umsókn og frétti síðar að þessi staðaheillaði greinilega fleiri en mig því alls sóttu 15 manns um stöðuna. Í fyrra viðtalinu fékk ég spurningar frá mannauðsstjóra skólans sem voru á eftirfarandi leið: · Af hverju ertu að sækja um starf við kennslu? · Hvaða þekkingu og reynslu hefur þú fram að færa til komandi kynslóða? · Hvað myndu meðmælendur þínir segja um þig ef við hefðum samband við þá? · Af hverju ættum við að ráða þig fram yfir einhvern annan? Þegar ég mætti í seinna viðtalið örlaði á stressi hjá mér eftir að ég fékk að renna yfir spurningalistann sem lá fyrir mér að svara. Ég þurfti að svara mörgum spurningum og vera sannfærandi í mínum svörum. Ég varð að sannfæra þau um að með ráðningu minni væri skólinn að fá verðugan einstakling til starfa og verða partur af þeim framúrskarandi kennarahópi sem starfar í skólanum. Ég þurfti til að mynda að segja frá því hvernig ég ætlaði mér að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, hvernig ég ætlaði að sjá til þess að allir nemendur fengju kennslu við hæfi og næðu sem mestum árangri í skóla margbreytileikans því í honum er jú að finna fjölbreyttan hóp nemenda með mismunandi þarfir og áskoranir. Einnig var ég spurð hvaða gagnreyndu aðferðum ég myndi beita t.d. í lestrarkennslu og kennslu til að auka lesskilning nemenda. Ég fór líka yfir styrkleika mína sem myndu gera það teymi sem ég myndi starfa með enn traustara og sterkara. Allt þetta sem talið er að ofan er aðeins brot af þeim verkefnum sem kennarar þurfa að leysa á hverjum degi. Ég hins vegar ákvað að segja ykkur brotabrot af því sem bar á góma í viðtali framtíðarinnar sem ég sé fyrir mér að verði að veruleika í menntastofnunum samtímans. Að fara yfir öll þau verkefni sem kennari þarf að leysa á hverjum degi er yfirgripsmeira en svo að sagt verði frá í lítilli grein. En þrátt fyrir það gæti þetta viðtal verið örlítið dæmi um hvernig ráðningar sérhæfðs starfsfólks menntastofnana gætu litið út ef laun væru samkeppnishæf. Ef þau væru í takt við menntun, starf og fagmennsku þá kæmust færri að en vildu og aðeins sá hæfasti hreppti hnossið hverju sinni. Það er nefnilega þannig í raunveruleikanum að allt of oft sækir enginn menntaður kennari um laus störf. Aðalinntak þessara skrifa minna er að fá öll sem sitja við samningaborðið, í kjaradeilu okkar, til að skilja hvers vegna aðgerðir okkar eru nauðsynlegar. Við sættum okkur ekki við minna en það sem við eigum skilið, leiðrétting launa er forgangsmál. Fjárfestið í sérfræðingum menntastofnana til framtíðar! Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Kjaramál Mest lesið Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég undirrituð sótti um og fékk starf í grunnskóla. Eftir tvö ítarleg viðtöl við mannauðsstjóra annars vegar og svo skólastjórnendur hins vegar, varð starfið loks mitt! Ég ræð mér varla fyrir kæti. Það er góð tilfinning að vera metin að verðleikum, enda hef ég þá einu hugsjón að kenna nemendum mínum og gera það vel. En byrjum á byrjuninni, í febrúar sá ég auglýsingu þar sem auglýst var eftir umsjónarkennara á yngsta stigi fyrir næstkomandi skólaár. Ég sendi inn umsókn og frétti síðar að þessi staðaheillaði greinilega fleiri en mig því alls sóttu 15 manns um stöðuna. Í fyrra viðtalinu fékk ég spurningar frá mannauðsstjóra skólans sem voru á eftirfarandi leið: · Af hverju ertu að sækja um starf við kennslu? · Hvaða þekkingu og reynslu hefur þú fram að færa til komandi kynslóða? · Hvað myndu meðmælendur þínir segja um þig ef við hefðum samband við þá? · Af hverju ættum við að ráða þig fram yfir einhvern annan? Þegar ég mætti í seinna viðtalið örlaði á stressi hjá mér eftir að ég fékk að renna yfir spurningalistann sem lá fyrir mér að svara. Ég þurfti að svara mörgum spurningum og vera sannfærandi í mínum svörum. Ég varð að sannfæra þau um að með ráðningu minni væri skólinn að fá verðugan einstakling til starfa og verða partur af þeim framúrskarandi kennarahópi sem starfar í skólanum. Ég þurfti til að mynda að segja frá því hvernig ég ætlaði mér að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda, hvernig ég ætlaði að sjá til þess að allir nemendur fengju kennslu við hæfi og næðu sem mestum árangri í skóla margbreytileikans því í honum er jú að finna fjölbreyttan hóp nemenda með mismunandi þarfir og áskoranir. Einnig var ég spurð hvaða gagnreyndu aðferðum ég myndi beita t.d. í lestrarkennslu og kennslu til að auka lesskilning nemenda. Ég fór líka yfir styrkleika mína sem myndu gera það teymi sem ég myndi starfa með enn traustara og sterkara. Allt þetta sem talið er að ofan er aðeins brot af þeim verkefnum sem kennarar þurfa að leysa á hverjum degi. Ég hins vegar ákvað að segja ykkur brotabrot af því sem bar á góma í viðtali framtíðarinnar sem ég sé fyrir mér að verði að veruleika í menntastofnunum samtímans. Að fara yfir öll þau verkefni sem kennari þarf að leysa á hverjum degi er yfirgripsmeira en svo að sagt verði frá í lítilli grein. En þrátt fyrir það gæti þetta viðtal verið örlítið dæmi um hvernig ráðningar sérhæfðs starfsfólks menntastofnana gætu litið út ef laun væru samkeppnishæf. Ef þau væru í takt við menntun, starf og fagmennsku þá kæmust færri að en vildu og aðeins sá hæfasti hreppti hnossið hverju sinni. Það er nefnilega þannig í raunveruleikanum að allt of oft sækir enginn menntaður kennari um laus störf. Aðalinntak þessara skrifa minna er að fá öll sem sitja við samningaborðið, í kjaradeilu okkar, til að skilja hvers vegna aðgerðir okkar eru nauðsynlegar. Við sættum okkur ekki við minna en það sem við eigum skilið, leiðrétting launa er forgangsmál. Fjárfestið í sérfræðingum menntastofnana til framtíðar! Höfundur er grunnskólakennari.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun