Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. október 2024 07:03 Það er eðlilegt að kosningaspenna myndist á vinnustöðum í aðdraganda kosninga. Þó þannig að fólk hefur mismikinn áhuga á að vera innan um umræðu um pólitík, finnst það ekki geta tjáð sig eða fer að líða illa. Jafnvel líka verr við sumt fólk. Vísir/Getty Nú þegar líður að kosningum má gera ráð fyrir að hitna muni verulega í umræðunum víða. Ekki síst á vinnustöðum. Þar sem andrúmsloftið getur breyst þegar einhverjir sem brenna fyrir pólitíkinni eru ekki sammála. Og fara jafnvel að rífast. Eða fólkið sem er ekki sammála samstarfsfélögunum, en kýs að halda sér til hlés. En líður ekki vel innan um allt þetta tal. Sumir upplifa jafnvel breytt viðhorf hjá sér gagnvart yfirmanni eða samstarfsfélögum, þegar pólitískar skoðanir viðkomandi koma í ljós. Þannig að já: Í aðdraganda kosninga má gera ráð fyrir að kosningaspenna myndist á mörgum vinnustöðum. Sem má svo sem alveg teljast eðlilegt. Ekki síst nú, þegar aðdragandi kosninga var skammur og hiti nokkuð mikill. Spurningin er: Hvernig förum við sem vinnustaðir í gegnum þennan tíma, án þess að leiðindi komi upp eða einhverjum í hópnum líði illa? Í Harvard Business Review hefur verið fjallað um það, hvernig stjórnendur geta reynt að takast á við þessi tímabil. Sem í okkar tilfelli má gera ráð fyrir að vari næstu vikurnar. Í stuttu máli eru góðu ráðin þessi: Gott að gera: Fyrir starfsfólk getur skipt miklu máli að yfirmaðurinn sýni gott fordæmi. Það gerir hann á þessum tímum best með því að sýna í verki að hann/hún ber virðingu fyrir ólíkum skoðunum og er fús til að hlusta á skoðanir fólks, sem eru andstætt hans/hennar eigin. Hvettu starfsmenn til að sýna ólíkum skoðunum fólks í pólitík skilning og bentu á að forsendur fólks fyrir því hvað þau telja samfélaginu fyrir bestu, eru oft ólík viðmið eða bakgrunnur. Farðu varlega í að segjast vera á öndverðu meiði eða sammála einhverju sem sagt er. Því þegar yfirmaður er mjög skýr í afstöðu sinni í stjórnmálum, líður sumu starfsfólki oft eins og það verði jafnvel síður metið að verðleikum sínum í starfi, vegna þess að það er ekki sammála þér. Ekki… Ekki banna starfsfólki að tala um pólitík. Yfirmaður hefur ekki leyfi til að stjórna því um hvað fólk ræðir, en getur alltaf hvatt til málefnalegra og hófstilltrar umræðu. Ekki hika þó við að stöðva eða gera athugasemdir við rætnar, ómálefnalegar athugasemdir eða fullyrðingar sem gætu talist særandi, dónalegar, dólgslegar eða persónulegar. Það er af hinu góða að stjórnandi sjái til þess að fólk sé kurteist við hvort annað á vinnustaðnum. Ekki hunsa þá staðreynd að þegar kosninga-spenna er í loftinu, hefur hún áhrif á starfsfólk og vinnustaði. Hvettu frekar til þess að samtöl séu hreinskiptin, opinská og málefnaleg þar sem rödd allra skiptir máli. Alþingiskosningar 2024 Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Að segja yfirmanninum að þú sért honum ósammála Það getur verið mismunandi hversu aðgengilegir stjórnendur eru þegar kemur að því að hlusta á starfsmenn sem eru þeim ósammála. 25. ágúst 2020 11:11 Deilur og leiðindi við vinnufélaga og góð ráð Úff! Það geta auðvitað alls kyns mál komið upp í vinnunni. Sum jafnvel leiðinleg. Eins og það að deila við vinnufélaga. 15. mars 2024 07:01 Tilfinningin „að langa ekki til að fara í vinnuna“ Það er erfitt að líða þannig að langa ekki til að mæta til vinnu. Að fá hnút í magann á sunnudagskvöldum því að það er vinna daginn eftir. Að vera aldrei í tilhlökkun fyrir næsta dag, vegna þess að það er vinna daginn eftir. 23. febrúar 2024 07:00 Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00 Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. 12. janúar 2024 07:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Þar sem andrúmsloftið getur breyst þegar einhverjir sem brenna fyrir pólitíkinni eru ekki sammála. Og fara jafnvel að rífast. Eða fólkið sem er ekki sammála samstarfsfélögunum, en kýs að halda sér til hlés. En líður ekki vel innan um allt þetta tal. Sumir upplifa jafnvel breytt viðhorf hjá sér gagnvart yfirmanni eða samstarfsfélögum, þegar pólitískar skoðanir viðkomandi koma í ljós. Þannig að já: Í aðdraganda kosninga má gera ráð fyrir að kosningaspenna myndist á mörgum vinnustöðum. Sem má svo sem alveg teljast eðlilegt. Ekki síst nú, þegar aðdragandi kosninga var skammur og hiti nokkuð mikill. Spurningin er: Hvernig förum við sem vinnustaðir í gegnum þennan tíma, án þess að leiðindi komi upp eða einhverjum í hópnum líði illa? Í Harvard Business Review hefur verið fjallað um það, hvernig stjórnendur geta reynt að takast á við þessi tímabil. Sem í okkar tilfelli má gera ráð fyrir að vari næstu vikurnar. Í stuttu máli eru góðu ráðin þessi: Gott að gera: Fyrir starfsfólk getur skipt miklu máli að yfirmaðurinn sýni gott fordæmi. Það gerir hann á þessum tímum best með því að sýna í verki að hann/hún ber virðingu fyrir ólíkum skoðunum og er fús til að hlusta á skoðanir fólks, sem eru andstætt hans/hennar eigin. Hvettu starfsmenn til að sýna ólíkum skoðunum fólks í pólitík skilning og bentu á að forsendur fólks fyrir því hvað þau telja samfélaginu fyrir bestu, eru oft ólík viðmið eða bakgrunnur. Farðu varlega í að segjast vera á öndverðu meiði eða sammála einhverju sem sagt er. Því þegar yfirmaður er mjög skýr í afstöðu sinni í stjórnmálum, líður sumu starfsfólki oft eins og það verði jafnvel síður metið að verðleikum sínum í starfi, vegna þess að það er ekki sammála þér. Ekki… Ekki banna starfsfólki að tala um pólitík. Yfirmaður hefur ekki leyfi til að stjórna því um hvað fólk ræðir, en getur alltaf hvatt til málefnalegra og hófstilltrar umræðu. Ekki hika þó við að stöðva eða gera athugasemdir við rætnar, ómálefnalegar athugasemdir eða fullyrðingar sem gætu talist særandi, dónalegar, dólgslegar eða persónulegar. Það er af hinu góða að stjórnandi sjái til þess að fólk sé kurteist við hvort annað á vinnustaðnum. Ekki hunsa þá staðreynd að þegar kosninga-spenna er í loftinu, hefur hún áhrif á starfsfólk og vinnustaði. Hvettu frekar til þess að samtöl séu hreinskiptin, opinská og málefnaleg þar sem rödd allra skiptir máli.
Alþingiskosningar 2024 Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Að segja yfirmanninum að þú sért honum ósammála Það getur verið mismunandi hversu aðgengilegir stjórnendur eru þegar kemur að því að hlusta á starfsmenn sem eru þeim ósammála. 25. ágúst 2020 11:11 Deilur og leiðindi við vinnufélaga og góð ráð Úff! Það geta auðvitað alls kyns mál komið upp í vinnunni. Sum jafnvel leiðinleg. Eins og það að deila við vinnufélaga. 15. mars 2024 07:01 Tilfinningin „að langa ekki til að fara í vinnuna“ Það er erfitt að líða þannig að langa ekki til að mæta til vinnu. Að fá hnút í magann á sunnudagskvöldum því að það er vinna daginn eftir. Að vera aldrei í tilhlökkun fyrir næsta dag, vegna þess að það er vinna daginn eftir. 23. febrúar 2024 07:00 Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00 Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. 12. janúar 2024 07:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Að segja yfirmanninum að þú sért honum ósammála Það getur verið mismunandi hversu aðgengilegir stjórnendur eru þegar kemur að því að hlusta á starfsmenn sem eru þeim ósammála. 25. ágúst 2020 11:11
Deilur og leiðindi við vinnufélaga og góð ráð Úff! Það geta auðvitað alls kyns mál komið upp í vinnunni. Sum jafnvel leiðinleg. Eins og það að deila við vinnufélaga. 15. mars 2024 07:01
Tilfinningin „að langa ekki til að fara í vinnuna“ Það er erfitt að líða þannig að langa ekki til að mæta til vinnu. Að fá hnút í magann á sunnudagskvöldum því að það er vinna daginn eftir. Að vera aldrei í tilhlökkun fyrir næsta dag, vegna þess að það er vinna daginn eftir. 23. febrúar 2024 07:00
Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00
Þrjú snilldarráð fyrir góð samskipti Góð samskipti eru alltaf lykilatriði. Hvort heldur sem er í leik eða starfi. Við viljum öll standa okkur sem best í góðum samskiptum en eigum það mögulega til að gleyma okkur. 12. janúar 2024 07:00