Raunheimar Suðurnesja Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar 24. október 2024 08:32 Ég er fæddur og uppalinn Sandgerðingur og hef búið hérna alla mína ævi, að háskólaárum undanskildum. Sem ungur fjölskyldufaðir þriggja orkumikilla stráka þrái ég fátt meira en að framtíð þeirra sé að fá að alast upp í því umhverfi sem ég naut svo góðs af á mínum eigin uppvaxtarárum. Staðreyndin er hinsvegar að þessi framtíð verður óræðri með hverju árinu sem líður og óttast ég að við fjölskyldan sjáum ekki margt annað í stöðunni en að flytja erlendis ef ekkert breytist. Við Suðurnesjamenn erum upp til hópa samansafn af fólki sem vinnur sína vinnu og elur upp sína fjölskyldu. Við erum iðin og höfum almennt ekki tíma til þess að mótmæla ríkisvaldinu og stefnu þess sem hafa leitt til þeirra miklu skerðinga sem orðið hafa verið á lífsgæðum okkar á síðastliðnum árum. Þegar ég tala við fólk, ekki hvað síst aðra jafnaldra mína, þá finn ég fyrir miklum áhyggjum af þróuninni sem rekja má að mörgu leyti til vanrækslu og stefnuleysis fráfarandi ríkisstjórnar í ákveðnum málaflokkum og áhrifa þeirra á grunnstoðir samfélagsins. Grunnstoðirnar sem hafa hve flest vandamál eru sem dæmi leik- og grunnskólarnir, heilsugæslan og löggæslan. Ein af megin orsökum þessara vandamála er sá nánast ótakmarkaði fjöldi fólks sem flætt hefur yfir landamærin hér á Suðurnesjunum. Innviðir samfélagsins eru engan veginn í stakk búnir til að geta tekið á móti slíkum fjölda fólks og sárvantar lausnir sem bitna ekki á núverandi íbúum. Má þar nefna sem dæmi að ríkið hefur verið að yfirbjóða leigjendur á Ásbrú í Reykjanesbæ til þess að geta hýst aðkomufólk. Það minnkar framboð íbúða á almennum leigumarkaði all verulega og verðleggur fólk út af húsnæðismarkaðinum. Þetta bitnar mest á grunnstoðum samfélagsins sem getur því illa tekið á móti þeim sem vilja koma til landsins til að skapa sér betra líf. Allir tapa. Miðflokkurinn virðist vera eini flokkurinn sem er umhugað um þessi raunvandamál sem blasa við íbúum Suðurnesja og þjóðarinnar í heild sinni. Mikil aðsókn ungs fólks í Miðflokkinn síðustu misseri kemur ekki á óvart í ljósi þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er eini stjórnmálaleiðtoginn á landinu sem hefur verið að tala um þessi málefni og hefur reynt að sporna gegn þessari þróun í mörg ár. Miðflokkurinn hyggst tækla þessi vandamál með skynsemishyggju að leiðarljósi svo við getum aftur orðið sú blómstrandi þjóð sem ég man eftir að við vorum á mínum bernskuárum. Þess vegna hef ég tekið að mér að leiða stofnun nýrrar ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi sem nefnist Gullbrá. Ég tel vera brýna þörf á öflugu ungliðastarfi Miðflokksmanna í Suðurkjördæmi og að það sé hreyfing sem getur talað fyrir hagsmunum ungs fólks. Markmið Gullbrár er að byggja upp starfsemi sem verður pólitískt afl allt frá Suðurnesjum og austur á Höfn í Hornafirði sem leggur áherslu á að ákvarðanir stjórnvalda vinni að því að skapa aðstæður þar sem ungar fjölskyldur getur skotið niður rótum og haft tækifæri til að skapa framtíð fyrir börnin sín. Ég hlakka mikið til komandi kosningabaráttu sem leiðtogi Gullbrár og ætlum við að hefja hana með Nýliðakvöldi Gullbrár þann 26. október kl 20:00 á Brons í Keflavík. Ég hvet þig til að mæta og taka þátt í þessari vegferð með okkur. Höfundur er formaður Gullbrár, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjanesbær Suðurkjördæmi Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Ég er fæddur og uppalinn Sandgerðingur og hef búið hérna alla mína ævi, að háskólaárum undanskildum. Sem ungur fjölskyldufaðir þriggja orkumikilla stráka þrái ég fátt meira en að framtíð þeirra sé að fá að alast upp í því umhverfi sem ég naut svo góðs af á mínum eigin uppvaxtarárum. Staðreyndin er hinsvegar að þessi framtíð verður óræðri með hverju árinu sem líður og óttast ég að við fjölskyldan sjáum ekki margt annað í stöðunni en að flytja erlendis ef ekkert breytist. Við Suðurnesjamenn erum upp til hópa samansafn af fólki sem vinnur sína vinnu og elur upp sína fjölskyldu. Við erum iðin og höfum almennt ekki tíma til þess að mótmæla ríkisvaldinu og stefnu þess sem hafa leitt til þeirra miklu skerðinga sem orðið hafa verið á lífsgæðum okkar á síðastliðnum árum. Þegar ég tala við fólk, ekki hvað síst aðra jafnaldra mína, þá finn ég fyrir miklum áhyggjum af þróuninni sem rekja má að mörgu leyti til vanrækslu og stefnuleysis fráfarandi ríkisstjórnar í ákveðnum málaflokkum og áhrifa þeirra á grunnstoðir samfélagsins. Grunnstoðirnar sem hafa hve flest vandamál eru sem dæmi leik- og grunnskólarnir, heilsugæslan og löggæslan. Ein af megin orsökum þessara vandamála er sá nánast ótakmarkaði fjöldi fólks sem flætt hefur yfir landamærin hér á Suðurnesjunum. Innviðir samfélagsins eru engan veginn í stakk búnir til að geta tekið á móti slíkum fjölda fólks og sárvantar lausnir sem bitna ekki á núverandi íbúum. Má þar nefna sem dæmi að ríkið hefur verið að yfirbjóða leigjendur á Ásbrú í Reykjanesbæ til þess að geta hýst aðkomufólk. Það minnkar framboð íbúða á almennum leigumarkaði all verulega og verðleggur fólk út af húsnæðismarkaðinum. Þetta bitnar mest á grunnstoðum samfélagsins sem getur því illa tekið á móti þeim sem vilja koma til landsins til að skapa sér betra líf. Allir tapa. Miðflokkurinn virðist vera eini flokkurinn sem er umhugað um þessi raunvandamál sem blasa við íbúum Suðurnesja og þjóðarinnar í heild sinni. Mikil aðsókn ungs fólks í Miðflokkinn síðustu misseri kemur ekki á óvart í ljósi þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er eini stjórnmálaleiðtoginn á landinu sem hefur verið að tala um þessi málefni og hefur reynt að sporna gegn þessari þróun í mörg ár. Miðflokkurinn hyggst tækla þessi vandamál með skynsemishyggju að leiðarljósi svo við getum aftur orðið sú blómstrandi þjóð sem ég man eftir að við vorum á mínum bernskuárum. Þess vegna hef ég tekið að mér að leiða stofnun nýrrar ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi sem nefnist Gullbrá. Ég tel vera brýna þörf á öflugu ungliðastarfi Miðflokksmanna í Suðurkjördæmi og að það sé hreyfing sem getur talað fyrir hagsmunum ungs fólks. Markmið Gullbrár er að byggja upp starfsemi sem verður pólitískt afl allt frá Suðurnesjum og austur á Höfn í Hornafirði sem leggur áherslu á að ákvarðanir stjórnvalda vinni að því að skapa aðstæður þar sem ungar fjölskyldur getur skotið niður rótum og haft tækifæri til að skapa framtíð fyrir börnin sín. Ég hlakka mikið til komandi kosningabaráttu sem leiðtogi Gullbrár og ætlum við að hefja hana með Nýliðakvöldi Gullbrár þann 26. október kl 20:00 á Brons í Keflavík. Ég hvet þig til að mæta og taka þátt í þessari vegferð með okkur. Höfundur er formaður Gullbrár, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar