Hugleiðingar um kjör og starfsumhverfi kennara Þórgunnur Stefánsdóttir skrifar 23. október 2024 19:01 Hvers vegna fjölgar þeim stöðugt sem velja að vinna á öðrum starfsvettvangi en þeim sem þeir menntuðu sig til? Hér er ég að vísa til kennarastéttarinnar en ljóst er að þeim fækkar sífellt sem velja að gerast kennarar. Það er meiri eftirspurn eftir kennurum heldur en framboð og margir þeirra sem hafa menntað sig í faginu hafa ekki skilað sér inn í skólana, þrátt fyrir öll þessi frí og önnur hlunnindi sem svo mörgum verður tíðrætt um. Þetta er niðurstaðan af þróun á kjörum og starfsumhverfi kennara undanfarin ár og jafnvel áratugi. Á almennum vinnumarkaði leiðir slík staða gjarnan til þess að starfskjör batna þar til viðkomandi fyrirtæki eða atvinnugrein er orðin samkeppnisfær um starfsfólk. Þeir sem ekki ná að gera það verða einfaldlega undir í samkeppninni. Hjá hinu opinbera virðist lausnin eiga að felast í því að vera með undirmannaða starfsgrein og slá af kröfum með því að fylla í skarðið með aðilum sem hafa hvorki tilskylda menntun né reynslu í starfið. Samhliða hefur verkefnum fjölgað og flækjustig aukist án þess að því sé fylgt eftir með nægu fjármagni til að hægt sé að tryggja mönnun og aðföng til að leysa þessi verkefni. Þeim er einfaldlega bætt á þá sem fyrir eru og ætlast til að hlutirnir gangi bara upp af sjálfu sér. Afleiðingarnar eru aukið álag sem leiðir af sér aukin veikindi og að erfiðara er að fá menntað fagfólk til starfa. Til lengri tíma er hætt við að þetta skili sér í minni gæðum og minni árangri í skólastarfi. Önnur leið til að segja þetta er að skólarnir okkar og menntakerfið verður undir í samkeppninni. Mælingar sem stundum er vísað til eins og margumrædd PISA könnun virðist benda til að þetta sé þegar orðin niðurstaðan. Ef svona staða kemur upp hjá fyrirtækjum í einkageiranum er það oftast talið á ábyrgð stjórnar og forstjóra viðkomandi fyrirtækis. Í tilviki skólanna tíðkast hins vegar að skella skuldinni á starfsfólkið, kennarana sem þó eru enn að störfum í skólunum. Kannski er það bara ekki undarlegt að fólk hugsi sig um tvisvar áður en það velur að gefa kost á sér inn í þetta starfsumhverfi. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna fjölgar þeim stöðugt sem velja að vinna á öðrum starfsvettvangi en þeim sem þeir menntuðu sig til? Hér er ég að vísa til kennarastéttarinnar en ljóst er að þeim fækkar sífellt sem velja að gerast kennarar. Það er meiri eftirspurn eftir kennurum heldur en framboð og margir þeirra sem hafa menntað sig í faginu hafa ekki skilað sér inn í skólana, þrátt fyrir öll þessi frí og önnur hlunnindi sem svo mörgum verður tíðrætt um. Þetta er niðurstaðan af þróun á kjörum og starfsumhverfi kennara undanfarin ár og jafnvel áratugi. Á almennum vinnumarkaði leiðir slík staða gjarnan til þess að starfskjör batna þar til viðkomandi fyrirtæki eða atvinnugrein er orðin samkeppnisfær um starfsfólk. Þeir sem ekki ná að gera það verða einfaldlega undir í samkeppninni. Hjá hinu opinbera virðist lausnin eiga að felast í því að vera með undirmannaða starfsgrein og slá af kröfum með því að fylla í skarðið með aðilum sem hafa hvorki tilskylda menntun né reynslu í starfið. Samhliða hefur verkefnum fjölgað og flækjustig aukist án þess að því sé fylgt eftir með nægu fjármagni til að hægt sé að tryggja mönnun og aðföng til að leysa þessi verkefni. Þeim er einfaldlega bætt á þá sem fyrir eru og ætlast til að hlutirnir gangi bara upp af sjálfu sér. Afleiðingarnar eru aukið álag sem leiðir af sér aukin veikindi og að erfiðara er að fá menntað fagfólk til starfa. Til lengri tíma er hætt við að þetta skili sér í minni gæðum og minni árangri í skólastarfi. Önnur leið til að segja þetta er að skólarnir okkar og menntakerfið verður undir í samkeppninni. Mælingar sem stundum er vísað til eins og margumrædd PISA könnun virðist benda til að þetta sé þegar orðin niðurstaðan. Ef svona staða kemur upp hjá fyrirtækjum í einkageiranum er það oftast talið á ábyrgð stjórnar og forstjóra viðkomandi fyrirtækis. Í tilviki skólanna tíðkast hins vegar að skella skuldinni á starfsfólkið, kennarana sem þó eru enn að störfum í skólunum. Kannski er það bara ekki undarlegt að fólk hugsi sig um tvisvar áður en það velur að gefa kost á sér inn í þetta starfsumhverfi. Höfundur er kennari
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun