Jón Kjartan og Sindri Geir Sigmar Guðmundsson skrifar 24. október 2024 07:32 Fyrir fáeinum vikum hringdi faðir tveggja ungra manna í mig. Hann heitir Ásgeir Gíslason. Hann hafði þá lesið grein sem ég skrifaði um tíð dauðsföll sem rekja má til fíknisjúkdómsins. Sagan sem hann bað mig um að segja er sorglegri en orð fá lýst. Hún afhjúpar líka úrræðaleysi og það mikla vanmat sem er í samfélaginu á hryllilegum afleiðingum fíknisjúkdómsins. Ásgeir bað mig um að koma á framfæri því sem gerðist í hans fjölskyldu í ágúst. Hann treystir sér ekki til þess sjálfur en vill rjúfa þá þögn sem oft ríkir um það góða fólk sem fellur frá vegna veikinda. Fjölskylda hans er sammála þeirri nálgun. Þann níunda ágúst síðastliðinn fékk Ásgeir þá harmafregn að sonur hans, Jón Kjartan Einarsson, hefði látist í íbúð sinni í Kópavogi. Hann hafði átt við vímuefnavanda að stríða og andlátið má rekja til ofskömmtunar efna. Jón Kjartan var fæddur árið 1990. Bróðir Jóns Kjartans, Sindri Geir Ásgeirsson sem fæddur er árið 1997, bjó með honum í íbúðinni í Kópavogi. Hann átti líka við vímuefnavanda að stríða. Eftir að lögregla og heilbrigðisstarfsmenn höfðu yfirgefið íbúðina eftir andlátið vildi Sindri dvelja þar áfram, þrátt fyrir að fjölskyldu hans hafi þótt heppilegra að hann gerði það ekki. Örfáum stundum síðar var fjölskylduna farið að undra að ekki náðist samband við Sindra Geir. Lögregla fór á vettvang og kom að Sindra látnum 12 klukkustundum eftir andlát bróður hans. Bræðurnir féllu frá vegna ofskömmtunar með 12 tíma millibili. Ekkert bendir til annars en að um óhapp, en ekki viljaverk, hafi verið að ræða, eins og allt of oft gerist með fólk sem glímir við þennan sjúkdóm. Þetta er ólýsanlegur harmur og erfitt fyrir okkur öll að ná utan um þetta. Forsagan er líka sársaukafull. Fólk deyr á biðlista Jón Kjartan fór í meðferð rétt fyrir síðustu áramót. Vegna plássleysis var bið eftir áframhaldandi meðferð sem varð til þess að hann hélt ekki strax áfram meðferðinni. Jón Kjartan féll skömmu síðar. Sindri Geir var líka að reyna að sækja bata. Hann hafði nokkrum mánuðum fyrr óskað eftir því að komast í meðferð en það var átta mánaða bið. Hann er því miður ekki sá fyrsti sem deyr á biðlista. Bræðurnir hvíla í sama leiði og móðir þeirra sem lést úr fíknisjúkdómnum fyrir fjórum árum. Hér er rétt að nefna að aðstandendur bræðranna vilja ekki benda fingri á einstaka meðferðarstöðvar. Þau eru ekki í leit af sökudólgi. Þau vita að þetta er grimmur sjúkdómur sem er einstaklega erfiður viðureignar. Þau kenna engum einum um. Þeim finnst hins vegar mikilvægt að andlát Jóns Kjartans og Sindra Geirs verði til þess að fólk og ráðamenn opni augun fyrir því hversu alvarleg staðan er. Þau vilja einfaldlega að samfélagið geri betur til að styðja við alla þá sem glíma við fíknivanda. Þau vilja bjarga mannslífum. Vanmat samfélagsins á skelfilegum og víðtækum afleiðingum þessa sjúkdóms er meinsemd í okkar samfélagi. Tugþúsundir verða fyrir beinum áhrifum af sjúkdómnum á hverjum tíma. Líka börn. Þessi sjúkdómur er nefnilega þannig að hann heltekur ekki bara líf þess veika. Aðstandendur og vinir þjást líka. Mikið. Ef það er eitthvað til sem heitir andleg líðan þjóðar þá er fátt sem hefur verri áhrif á hana en fíknisjúkdómurinn. Til viðbótar er beinn og óbeinn kostnaður samfélagsins í peningum ekki talin í milljörðum heldur milljarðatugum á hverju einasta ári. Þetta hef ég talað ítrekað um á síðustu árum. Og mun gera áfram. Ég veit sem er að vilji allra stjórnmálamanna er að gera betur í þessum málaflokki. Við þurfum bara að breyta þessum vilja í verk. Þetta er málstaður sem kallar á athygli í aðdraganda kosninga og raunverulegar aðgerðir að þeim loknum. Það er von aðstandenda Jóns Kjartans og Sindra Geirs að það rætist. Varnargarða um fólk Veltum því fyrir okkur eitt andartak hvernig umræðan í samfélaginu væri ef tveir bræður hefðu látist með fárra klukkustunda millibili í umferðarslysi á sömu gatnamótunum. Við værum ekki að velta fyrir okkur viðbrögðum rúmum tveimur mánuðum síðar. Við værum búin að teikna upp öflugt viðbragð og þungavinnuvélar mættar á svæðið. Eðlilega. Hvað gerðum við þegar hraun ógnaði byggð í Grindavík? Á fáeinum vikum reistum við varnargarða. Verkfræðingar og færustu sérfræðingar teiknuðu upp lausn og ræstar voru út gröfur, ýtur og vörubílar og byggðinni var bjargað eins og hægt var. Frábært viðbragð í alla staði. Af hverju getum við ekki reist stærri og öflugri varnargarða utan um allt fólkið okkar sem þjáist og fellur frá vegna fíknisjúkdómsins? Í stað þess að taka þetta stríð alvarlega þá lokum við Stuðlum og SÁÁ yfir sumarmánuðina. Og sendum veika fólkið heim, líka börnin. Vígvöllurinn er samfélagið allt og okkar veikasta fólk þarf sárlega bæði vopn og liðsauka til að vinna stríðið. Í þeim bardaga eru öflugri og fjölbreyttari meðferðarúrræði, ásamt öflugum forvörnum, okkar þungavinnuvélar. Ræsum þær. Strax. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Fíkn Heilbrigðismál Sigmar Guðmundsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum vikum hringdi faðir tveggja ungra manna í mig. Hann heitir Ásgeir Gíslason. Hann hafði þá lesið grein sem ég skrifaði um tíð dauðsföll sem rekja má til fíknisjúkdómsins. Sagan sem hann bað mig um að segja er sorglegri en orð fá lýst. Hún afhjúpar líka úrræðaleysi og það mikla vanmat sem er í samfélaginu á hryllilegum afleiðingum fíknisjúkdómsins. Ásgeir bað mig um að koma á framfæri því sem gerðist í hans fjölskyldu í ágúst. Hann treystir sér ekki til þess sjálfur en vill rjúfa þá þögn sem oft ríkir um það góða fólk sem fellur frá vegna veikinda. Fjölskylda hans er sammála þeirri nálgun. Þann níunda ágúst síðastliðinn fékk Ásgeir þá harmafregn að sonur hans, Jón Kjartan Einarsson, hefði látist í íbúð sinni í Kópavogi. Hann hafði átt við vímuefnavanda að stríða og andlátið má rekja til ofskömmtunar efna. Jón Kjartan var fæddur árið 1990. Bróðir Jóns Kjartans, Sindri Geir Ásgeirsson sem fæddur er árið 1997, bjó með honum í íbúðinni í Kópavogi. Hann átti líka við vímuefnavanda að stríða. Eftir að lögregla og heilbrigðisstarfsmenn höfðu yfirgefið íbúðina eftir andlátið vildi Sindri dvelja þar áfram, þrátt fyrir að fjölskyldu hans hafi þótt heppilegra að hann gerði það ekki. Örfáum stundum síðar var fjölskylduna farið að undra að ekki náðist samband við Sindra Geir. Lögregla fór á vettvang og kom að Sindra látnum 12 klukkustundum eftir andlát bróður hans. Bræðurnir féllu frá vegna ofskömmtunar með 12 tíma millibili. Ekkert bendir til annars en að um óhapp, en ekki viljaverk, hafi verið að ræða, eins og allt of oft gerist með fólk sem glímir við þennan sjúkdóm. Þetta er ólýsanlegur harmur og erfitt fyrir okkur öll að ná utan um þetta. Forsagan er líka sársaukafull. Fólk deyr á biðlista Jón Kjartan fór í meðferð rétt fyrir síðustu áramót. Vegna plássleysis var bið eftir áframhaldandi meðferð sem varð til þess að hann hélt ekki strax áfram meðferðinni. Jón Kjartan féll skömmu síðar. Sindri Geir var líka að reyna að sækja bata. Hann hafði nokkrum mánuðum fyrr óskað eftir því að komast í meðferð en það var átta mánaða bið. Hann er því miður ekki sá fyrsti sem deyr á biðlista. Bræðurnir hvíla í sama leiði og móðir þeirra sem lést úr fíknisjúkdómnum fyrir fjórum árum. Hér er rétt að nefna að aðstandendur bræðranna vilja ekki benda fingri á einstaka meðferðarstöðvar. Þau eru ekki í leit af sökudólgi. Þau vita að þetta er grimmur sjúkdómur sem er einstaklega erfiður viðureignar. Þau kenna engum einum um. Þeim finnst hins vegar mikilvægt að andlát Jóns Kjartans og Sindra Geirs verði til þess að fólk og ráðamenn opni augun fyrir því hversu alvarleg staðan er. Þau vilja einfaldlega að samfélagið geri betur til að styðja við alla þá sem glíma við fíknivanda. Þau vilja bjarga mannslífum. Vanmat samfélagsins á skelfilegum og víðtækum afleiðingum þessa sjúkdóms er meinsemd í okkar samfélagi. Tugþúsundir verða fyrir beinum áhrifum af sjúkdómnum á hverjum tíma. Líka börn. Þessi sjúkdómur er nefnilega þannig að hann heltekur ekki bara líf þess veika. Aðstandendur og vinir þjást líka. Mikið. Ef það er eitthvað til sem heitir andleg líðan þjóðar þá er fátt sem hefur verri áhrif á hana en fíknisjúkdómurinn. Til viðbótar er beinn og óbeinn kostnaður samfélagsins í peningum ekki talin í milljörðum heldur milljarðatugum á hverju einasta ári. Þetta hef ég talað ítrekað um á síðustu árum. Og mun gera áfram. Ég veit sem er að vilji allra stjórnmálamanna er að gera betur í þessum málaflokki. Við þurfum bara að breyta þessum vilja í verk. Þetta er málstaður sem kallar á athygli í aðdraganda kosninga og raunverulegar aðgerðir að þeim loknum. Það er von aðstandenda Jóns Kjartans og Sindra Geirs að það rætist. Varnargarða um fólk Veltum því fyrir okkur eitt andartak hvernig umræðan í samfélaginu væri ef tveir bræður hefðu látist með fárra klukkustunda millibili í umferðarslysi á sömu gatnamótunum. Við værum ekki að velta fyrir okkur viðbrögðum rúmum tveimur mánuðum síðar. Við værum búin að teikna upp öflugt viðbragð og þungavinnuvélar mættar á svæðið. Eðlilega. Hvað gerðum við þegar hraun ógnaði byggð í Grindavík? Á fáeinum vikum reistum við varnargarða. Verkfræðingar og færustu sérfræðingar teiknuðu upp lausn og ræstar voru út gröfur, ýtur og vörubílar og byggðinni var bjargað eins og hægt var. Frábært viðbragð í alla staði. Af hverju getum við ekki reist stærri og öflugri varnargarða utan um allt fólkið okkar sem þjáist og fellur frá vegna fíknisjúkdómsins? Í stað þess að taka þetta stríð alvarlega þá lokum við Stuðlum og SÁÁ yfir sumarmánuðina. Og sendum veika fólkið heim, líka börnin. Vígvöllurinn er samfélagið allt og okkar veikasta fólk þarf sárlega bæði vopn og liðsauka til að vinna stríðið. Í þeim bardaga eru öflugri og fjölbreyttari meðferðarúrræði, ásamt öflugum forvörnum, okkar þungavinnuvélar. Ræsum þær. Strax. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun