Þarf háskólamenntað fólk til að kenna litlum börnum? Aldís Björk Óskarsdóttir skrifar 19. október 2024 20:32 Það sýndi sig hvaða stéttir eru ómissandi þegar heimsfaraldur ógnaði heimsbyggðinni. Ein þeirra er starfsfólk í leikskólum. Á tímum Covid-19 var leikskólinn eina skólastigið sem lokaði aldrei. Þá vorum við framlínustétt, núna upplifi ég okkur stétt sem er með vesen, það kristallast í viðbrögðum SÍS, sem hefur stefnt Kennarasambandinu til félagsdóms vegna verkfallsboðunar. Mig langar aðeins að fara yfir stöðuna eins og ég sé hana: Ég valdi mér starf, ég er leikskólakennari, ég lærði í fimm ár í Háskóla Íslands um menntun ungra barna, nám sem byggir á rannsóknum undanfarna áratugi. Ég er sérfræðingur í mínu starfi og á skilið að vera með laun sem eru í takt við aðra sérfræðimenntaða einstaklinga á markaðnum. Kjarabarátta kennara er ekki ný af nálinni. Fólk er uggandi yfir þeirri stöðu sem upp er komin, að það þurfi að grípa í verkföll. Jöfnun launa á markaði er aðal atriðið í þessari kjarabaráttu og það er bara sanngjarnt. Er það ekki? Kröfurnar hafa verið skýrar, en það er hægt að stefna okkur og eyða dýrmætum tíma í þær aðgerðir, vegna þess að engin “eiginleg kröfugerð” hefur komið fram. Formaður kennarasambandsins svaraði þessu í kvöldfréttum í vikunni, þar sem hann tók það fram að þessar kröfur hafa verið skýrar, a.m.k. frá árinu 2016, þegar samkomulag var gert um jöfnun launa sérfræðinga í kennarastétt og sérfræðinga á almennum markaði, en það hefur ekki verið gert. Ég valdi mér þetta starf af því að ég vil leggja mitt af mörkum í að byggja upp sterkt menntakerfi fyrir yngstu börnin okkar. Mig langar að fólk átti sig á því, af hverju það er mikilvægt. Í leikskólum borgarinnar erum við að takast á við endalausa manneklu, veikindi starfsfólks spila þar stórt hlutverk. Starfsmannavelta er mun meiri en gengur og gerist á almennum markaði (eðlileg starfsmannavelta er 7-10%). Án þess að gera lítið úr ófaglærðu starfsfólki, þá er raunstaðan sú að starfsmannaveltan hjá þeim er 33% en 7-10% á meðal kennara sem hafa fjárfest í menntun. Kennararnir eru bara alltof fáir. Þetta er starfsumhverfi sem er ekki hægt að sætta sig við til lengdar og allra síst það námsumhverfi sem við viljum bjóða börnunum okkar upp á. Dæmi: Sum börn fara stundum í gegnum eitt skólaár með 8 mismunandi einstaklinga sem sinna þeim, það er mikið rót fyrir ung börn og hefur slæm áhrif á geðtengsl þeirra. Sterk geðtengsl á milli kennara og barna leiða af sér börn sem hafa betri sjálfstjórn, treysta öðrum betur og eflir þau í félagslegum samskiptum. Ef við getum ekki veitt börnum þennan stöðugleika, hvernig getum við þá ætlast til þess að þeim vegni vel? Við erum með börnunum í 8 klst á dag, 5 daga vikunnar, sjáið þið hvað þetta skiptir miklu máli? “það þarf ekki háskólamenntað fólk til þess að kenna litlum börnum” Þetta eru fordómar fyrir menntunarfræði ungra barna. Við þurfum sem samfélag snúa þessari orðræðu við og átta okkur á því að menntun er lausnin en fólk sækir bara ekki í hana af því að launin eru alltaf lægst allra launa. Við þá sem segja að ekki þurfi háskólamenntað fólk í kennslu yngstu barnanna langar mig að nefna hér kenningar sem eru frekar nýlegar á nálinni (póststrúktúralískar kenningar) sem fjalla um að innleiða kennsluhætti sem byggja á jafnræði og þannig getum við sem fagfólk reynt að koma í veg fyrir útilokun eftir bestu getu. Með þessum verkfærum er snemma hægt að koma auga á þau börn sem eru útsett fyrir einelti, sem veldur vanlíðan, kvíða og einmanaleika. Við vitum að börn eru að kljást við svakalega vanlíðan. Erum við að átta okkur á mikilvægi hlutverks kennara fyrir framtíð barna? Skortur á kennurum er að koma niður á gæðum í kennslu. Við þurfum að jafna launin, fjárfesta í kennurum og byggja menntakerfi sem er aðlaðandi fyrir kennara að starfa í, fyrir framtíð barna okkar. Höfundur er leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri í leikskóla í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Sjá meira
Það sýndi sig hvaða stéttir eru ómissandi þegar heimsfaraldur ógnaði heimsbyggðinni. Ein þeirra er starfsfólk í leikskólum. Á tímum Covid-19 var leikskólinn eina skólastigið sem lokaði aldrei. Þá vorum við framlínustétt, núna upplifi ég okkur stétt sem er með vesen, það kristallast í viðbrögðum SÍS, sem hefur stefnt Kennarasambandinu til félagsdóms vegna verkfallsboðunar. Mig langar aðeins að fara yfir stöðuna eins og ég sé hana: Ég valdi mér starf, ég er leikskólakennari, ég lærði í fimm ár í Háskóla Íslands um menntun ungra barna, nám sem byggir á rannsóknum undanfarna áratugi. Ég er sérfræðingur í mínu starfi og á skilið að vera með laun sem eru í takt við aðra sérfræðimenntaða einstaklinga á markaðnum. Kjarabarátta kennara er ekki ný af nálinni. Fólk er uggandi yfir þeirri stöðu sem upp er komin, að það þurfi að grípa í verkföll. Jöfnun launa á markaði er aðal atriðið í þessari kjarabaráttu og það er bara sanngjarnt. Er það ekki? Kröfurnar hafa verið skýrar, en það er hægt að stefna okkur og eyða dýrmætum tíma í þær aðgerðir, vegna þess að engin “eiginleg kröfugerð” hefur komið fram. Formaður kennarasambandsins svaraði þessu í kvöldfréttum í vikunni, þar sem hann tók það fram að þessar kröfur hafa verið skýrar, a.m.k. frá árinu 2016, þegar samkomulag var gert um jöfnun launa sérfræðinga í kennarastétt og sérfræðinga á almennum markaði, en það hefur ekki verið gert. Ég valdi mér þetta starf af því að ég vil leggja mitt af mörkum í að byggja upp sterkt menntakerfi fyrir yngstu börnin okkar. Mig langar að fólk átti sig á því, af hverju það er mikilvægt. Í leikskólum borgarinnar erum við að takast á við endalausa manneklu, veikindi starfsfólks spila þar stórt hlutverk. Starfsmannavelta er mun meiri en gengur og gerist á almennum markaði (eðlileg starfsmannavelta er 7-10%). Án þess að gera lítið úr ófaglærðu starfsfólki, þá er raunstaðan sú að starfsmannaveltan hjá þeim er 33% en 7-10% á meðal kennara sem hafa fjárfest í menntun. Kennararnir eru bara alltof fáir. Þetta er starfsumhverfi sem er ekki hægt að sætta sig við til lengdar og allra síst það námsumhverfi sem við viljum bjóða börnunum okkar upp á. Dæmi: Sum börn fara stundum í gegnum eitt skólaár með 8 mismunandi einstaklinga sem sinna þeim, það er mikið rót fyrir ung börn og hefur slæm áhrif á geðtengsl þeirra. Sterk geðtengsl á milli kennara og barna leiða af sér börn sem hafa betri sjálfstjórn, treysta öðrum betur og eflir þau í félagslegum samskiptum. Ef við getum ekki veitt börnum þennan stöðugleika, hvernig getum við þá ætlast til þess að þeim vegni vel? Við erum með börnunum í 8 klst á dag, 5 daga vikunnar, sjáið þið hvað þetta skiptir miklu máli? “það þarf ekki háskólamenntað fólk til þess að kenna litlum börnum” Þetta eru fordómar fyrir menntunarfræði ungra barna. Við þurfum sem samfélag snúa þessari orðræðu við og átta okkur á því að menntun er lausnin en fólk sækir bara ekki í hana af því að launin eru alltaf lægst allra launa. Við þá sem segja að ekki þurfi háskólamenntað fólk í kennslu yngstu barnanna langar mig að nefna hér kenningar sem eru frekar nýlegar á nálinni (póststrúktúralískar kenningar) sem fjalla um að innleiða kennsluhætti sem byggja á jafnræði og þannig getum við sem fagfólk reynt að koma í veg fyrir útilokun eftir bestu getu. Með þessum verkfærum er snemma hægt að koma auga á þau börn sem eru útsett fyrir einelti, sem veldur vanlíðan, kvíða og einmanaleika. Við vitum að börn eru að kljást við svakalega vanlíðan. Erum við að átta okkur á mikilvægi hlutverks kennara fyrir framtíð barna? Skortur á kennurum er að koma niður á gæðum í kennslu. Við þurfum að jafna launin, fjárfesta í kennurum og byggja menntakerfi sem er aðlaðandi fyrir kennara að starfa í, fyrir framtíð barna okkar. Höfundur er leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri í leikskóla í Reykjavík.
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar