Play í frjálsu falli Árni Sæberg skrifar 18. október 2024 11:49 Einar Örn tók við sem forstjóri Play í mars. Vísir/Einar Hlutabréfaverð flugfélagsins Play er í frjálsu falli eftir tilkynningu um breytingu á rekstrarformi félagsins í vikunni. Einn af fjórum stærstu hluthöfum félagsins seldi 71 milljón hluta í morgun á genginu ein króna á hlut. Dagslokagengið á miðvikudag var 1,92 krónur. Play tilkynnti í fyrradag að félagið myndi ráðast í umfangsmiklar breytingar og draga verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma yrði aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Vélum og starfsfólki á Íslandi muni fækka, og sótt verði um flugrekstrarleyfi erlendis. Allt niður í eina krónu Tilkynning félagsins virðist hafa farið öfugt ofan í fjárfesta. Í gær lækkaði gengi félagsins um 28,13 prósent og lækkunin hefur haldið áfram í dag. Það sem af er degi hefur gengið lækkað um 26,09 prósent og fór lægst niður í eina krónu. Það var verðið í langsamlega stærstu viðskiptum dagsins en 71.651.440 hlutir voru seldir og keyptir klukkan 11 fyrir eina krónu á hlut. Í almennu hlutafjárútboði í apríl síðastliðnum kostaði hver hlutur í Play 4,5 krónur. Fjögur félög koma til greina Athygli vekur að aðeins fjögur félög koma til greina sem seljandi í viðskiptunum, allavega ef miðað er við nýjasta lista Kauphallarinnar, sem gefinn var út í lok september. Samkvæmt listanum á Birta lífeyrissjóður um 190 milljónir hluta, Stoðir hf. 110 milljónir hluta, Fea ehf., félags Elíasar Skúla Skúlasonar, 101 milljón og Leika fjárfestingar ehf., sem Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, stýrir, um 93,5 milljónir hluta. Play Kauphöllin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óljóst hvort breytingarnar bjargi rekstri Play Sérfræðingur með áratuga reynslu úr flugmálaheiminum segir erfitt að segja til um hvort að umfangsmiklar breytingar á rekstri flugfélagsins Play muni koma til með að bjarga rekstri félagsins og tekur fram að vendingarnar komi honum ekki á óvart. Tíminn muni leiða í ljós hvort að Play neyðist til að ráðast í uppsagnir. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um tuttugu prósent í dag. 17. október 2024 12:18 Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Play tilkynnti í fyrradag að félagið myndi ráðast í umfangsmiklar breytingar og draga verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma yrði aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Vélum og starfsfólki á Íslandi muni fækka, og sótt verði um flugrekstrarleyfi erlendis. Allt niður í eina krónu Tilkynning félagsins virðist hafa farið öfugt ofan í fjárfesta. Í gær lækkaði gengi félagsins um 28,13 prósent og lækkunin hefur haldið áfram í dag. Það sem af er degi hefur gengið lækkað um 26,09 prósent og fór lægst niður í eina krónu. Það var verðið í langsamlega stærstu viðskiptum dagsins en 71.651.440 hlutir voru seldir og keyptir klukkan 11 fyrir eina krónu á hlut. Í almennu hlutafjárútboði í apríl síðastliðnum kostaði hver hlutur í Play 4,5 krónur. Fjögur félög koma til greina Athygli vekur að aðeins fjögur félög koma til greina sem seljandi í viðskiptunum, allavega ef miðað er við nýjasta lista Kauphallarinnar, sem gefinn var út í lok september. Samkvæmt listanum á Birta lífeyrissjóður um 190 milljónir hluta, Stoðir hf. 110 milljónir hluta, Fea ehf., félags Elíasar Skúla Skúlasonar, 101 milljón og Leika fjárfestingar ehf., sem Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, stýrir, um 93,5 milljónir hluta.
Play Kauphöllin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óljóst hvort breytingarnar bjargi rekstri Play Sérfræðingur með áratuga reynslu úr flugmálaheiminum segir erfitt að segja til um hvort að umfangsmiklar breytingar á rekstri flugfélagsins Play muni koma til með að bjarga rekstri félagsins og tekur fram að vendingarnar komi honum ekki á óvart. Tíminn muni leiða í ljós hvort að Play neyðist til að ráðast í uppsagnir. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um tuttugu prósent í dag. 17. október 2024 12:18 Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Óljóst hvort breytingarnar bjargi rekstri Play Sérfræðingur með áratuga reynslu úr flugmálaheiminum segir erfitt að segja til um hvort að umfangsmiklar breytingar á rekstri flugfélagsins Play muni koma til með að bjarga rekstri félagsins og tekur fram að vendingarnar komi honum ekki á óvart. Tíminn muni leiða í ljós hvort að Play neyðist til að ráðast í uppsagnir. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um tuttugu prósent í dag. 17. október 2024 12:18
Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57