Fær þitt barn kennslu í fjármálalæsi? Heiðrún Jónsdóttir skrifar 17. október 2024 23:56 Í sumar birti OECD ráðleggingar samhliða niðurstöðum PISA prófs í fjármálalæsi meðal 15 ára ungmenna í tuttugu löndum víða um heim. Þar benti OECD á að of algengt sé að börn og ungmenni á þessum aldri byrji að feta sig á sviði sinna persónulegu fjármála án þess að hafa grunnskilning á hvað felst í fjármálum einstaklingsins, t.d. með verslun á netinu og þátttöku á vinnumarkaði. Þá séu aðstæður á heimilum til að fá þessa fræðslu misjafnar. OECD: Öll börn ættu að fá kennslu í fjármálalæsi óháð félagslegri stöðu eða uppruna OECD leggur því áherslu á að kennsla um fjármál fari fram í skólum og áhersla á að kennslan þurfi að vera markviss og samræmd. OECD telur hlutverk stjórnvalda mikilvæg til að bæta fjármálalæsi, t.d. með því að móta heildræna landsstefnu í fjármálalæsi. Því hvetur OECD stjórnvöld allra ríkja til þess að sjá til þess að ungt fólk fái kennslu í fjármálalæsi. Það sé liður í að jafna stöðu barna sem hafa ólíkan bakgrunn og búa misvel við að fá fræðslu heima fyrir á þessu sviði. En fær þitt barn kennslu um fjármál í sínum skóla? SFF hafa í fjölmörg ár vakið athygli á mikilvægi þess að kenna öllum börnum um fjármál í grunnskólum, það verði gert að skyldu og kennt með samræmdum og heildrænum hætti. Í dag er staðan þannig að í sumum skólum er fjármálalæsi skyldufag, í öðrum valfag en enn er það svo að í mörgum skólum fá börn enga kennslu í fjármálalæsi. Í nýlegri könnun sem Gallup vann fyrir SFF kom fram að einungis 11% ungs fólks sagðist hafa lært fjármálalæsi en á sama tíma sögðu um 90% aðspurðra hafa viljað læra meira um fjármál í grunnskóla. Læra um fjármál á heimilum eða netinu en vilja læra um þau í skólum Samkvæmt könnun Gallup töldu jafnframt flestir aðspurðra að þeir hefðu fengið sína fjármálafræðslu hjá foreldrum og svo á netinu, fjölmiðlum eða samfélagsmiðlum þar sem áreiðanleiki upplýsinganna getur verið misjafn. Þegar hins vegar spurt var hvar telur þú heppilegast að fólk læri um fjármál og peninga töldu flestir eða 74% aðspurðar, að fjármálafræðslan ætti helst heima í grunn- og framhaldsskólum. Þá bentu niðurstöðurnar til þess að þeir sem hefðu meira fjármálalæsi væru ólíklegri til að hafa lent í fjárhagserfiðleikum og vanskilum en þeir sem höfðu minni þekkingu á fjármálum. Fyrstu sporin í fjármálum geta markað brautina Íslensk ungmenni eru fyrr á ferðinni en víða erlendis að fá fyrsta vísi að fjárhagslegu sjálfstæði. Þau byrja snemma að vinna og fá tekjur. Á sama tíma er mikil samfélagspressa á ungu fólki og umhverfi þeirra hefur tekið miklum breytingum m.a. vegna tækniframfara. Það er hægt að skuldbinda sig, með jákvæðum (sparnaður) eða neikvæðum (illa ígrunduð skuldsetning) hætti á nokkrum mínútum í síma eða tölvu. Áreitið á ungu fólki er mikið og á þeim dynja auglýsingar og tilboð sem auðvelt getur verið að falla fyrir. Ef börn byrja að misstíga sig í fjármálum þá getur verið afar þungt að vinna sig upp úr skuldum. Það hefur áhrif á sjálfstraust þeirra og jafnvel tækifæri til framtíðar. Við hjá SFF höfum reynt að gera það sem er á okkar færi til að efla fræðslu tengda fjármálalæsi hér á landi og höfum við undanfarin tíu ár haldið úti fræðsluvettvanginum Fjármálaviti með stuðningi Landssamtaka lífeyrissjóða. Í gegnum Fjármálavit höfum við meðal annars dreift yfir 18.000 eintökum af kennslubókum um fjármál einstaklinga til kennara og nemenda í grunn- og framhaldsskólum, boðið upp á námskeið og námsefni fyrir kennara sem þess óska og haldið árlega Fjármálaleika, landskeppni grunnskóla í fjármálalæsi. Við höfum hins vegar áhyggjur af þeim sem fá ekki leiðsögn foreldra eða annarra í nærumhverfi og heldur ekki í skólakerfinu. Við teljum það afar mikilvægt til að jafna stöðu allra barna er kemur að því að byggja upp heilbrigðan fjárhag óháð bakgrunni foreldra eða skólahverfa. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir PISA-könnun Skóla- og menntamál Fjármál heimilisins Grunnskólar Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í sumar birti OECD ráðleggingar samhliða niðurstöðum PISA prófs í fjármálalæsi meðal 15 ára ungmenna í tuttugu löndum víða um heim. Þar benti OECD á að of algengt sé að börn og ungmenni á þessum aldri byrji að feta sig á sviði sinna persónulegu fjármála án þess að hafa grunnskilning á hvað felst í fjármálum einstaklingsins, t.d. með verslun á netinu og þátttöku á vinnumarkaði. Þá séu aðstæður á heimilum til að fá þessa fræðslu misjafnar. OECD: Öll börn ættu að fá kennslu í fjármálalæsi óháð félagslegri stöðu eða uppruna OECD leggur því áherslu á að kennsla um fjármál fari fram í skólum og áhersla á að kennslan þurfi að vera markviss og samræmd. OECD telur hlutverk stjórnvalda mikilvæg til að bæta fjármálalæsi, t.d. með því að móta heildræna landsstefnu í fjármálalæsi. Því hvetur OECD stjórnvöld allra ríkja til þess að sjá til þess að ungt fólk fái kennslu í fjármálalæsi. Það sé liður í að jafna stöðu barna sem hafa ólíkan bakgrunn og búa misvel við að fá fræðslu heima fyrir á þessu sviði. En fær þitt barn kennslu um fjármál í sínum skóla? SFF hafa í fjölmörg ár vakið athygli á mikilvægi þess að kenna öllum börnum um fjármál í grunnskólum, það verði gert að skyldu og kennt með samræmdum og heildrænum hætti. Í dag er staðan þannig að í sumum skólum er fjármálalæsi skyldufag, í öðrum valfag en enn er það svo að í mörgum skólum fá börn enga kennslu í fjármálalæsi. Í nýlegri könnun sem Gallup vann fyrir SFF kom fram að einungis 11% ungs fólks sagðist hafa lært fjármálalæsi en á sama tíma sögðu um 90% aðspurðra hafa viljað læra meira um fjármál í grunnskóla. Læra um fjármál á heimilum eða netinu en vilja læra um þau í skólum Samkvæmt könnun Gallup töldu jafnframt flestir aðspurðra að þeir hefðu fengið sína fjármálafræðslu hjá foreldrum og svo á netinu, fjölmiðlum eða samfélagsmiðlum þar sem áreiðanleiki upplýsinganna getur verið misjafn. Þegar hins vegar spurt var hvar telur þú heppilegast að fólk læri um fjármál og peninga töldu flestir eða 74% aðspurðar, að fjármálafræðslan ætti helst heima í grunn- og framhaldsskólum. Þá bentu niðurstöðurnar til þess að þeir sem hefðu meira fjármálalæsi væru ólíklegri til að hafa lent í fjárhagserfiðleikum og vanskilum en þeir sem höfðu minni þekkingu á fjármálum. Fyrstu sporin í fjármálum geta markað brautina Íslensk ungmenni eru fyrr á ferðinni en víða erlendis að fá fyrsta vísi að fjárhagslegu sjálfstæði. Þau byrja snemma að vinna og fá tekjur. Á sama tíma er mikil samfélagspressa á ungu fólki og umhverfi þeirra hefur tekið miklum breytingum m.a. vegna tækniframfara. Það er hægt að skuldbinda sig, með jákvæðum (sparnaður) eða neikvæðum (illa ígrunduð skuldsetning) hætti á nokkrum mínútum í síma eða tölvu. Áreitið á ungu fólki er mikið og á þeim dynja auglýsingar og tilboð sem auðvelt getur verið að falla fyrir. Ef börn byrja að misstíga sig í fjármálum þá getur verið afar þungt að vinna sig upp úr skuldum. Það hefur áhrif á sjálfstraust þeirra og jafnvel tækifæri til framtíðar. Við hjá SFF höfum reynt að gera það sem er á okkar færi til að efla fræðslu tengda fjármálalæsi hér á landi og höfum við undanfarin tíu ár haldið úti fræðsluvettvanginum Fjármálaviti með stuðningi Landssamtaka lífeyrissjóða. Í gegnum Fjármálavit höfum við meðal annars dreift yfir 18.000 eintökum af kennslubókum um fjármál einstaklinga til kennara og nemenda í grunn- og framhaldsskólum, boðið upp á námskeið og námsefni fyrir kennara sem þess óska og haldið árlega Fjármálaleika, landskeppni grunnskóla í fjármálalæsi. Við höfum hins vegar áhyggjur af þeim sem fá ekki leiðsögn foreldra eða annarra í nærumhverfi og heldur ekki í skólakerfinu. Við teljum það afar mikilvægt til að jafna stöðu allra barna er kemur að því að byggja upp heilbrigðan fjárhag óháð bakgrunni foreldra eða skólahverfa. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun