TikTok, upplýsingaóreiða og stjórnvöld Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. október 2024 15:01 Reglulega heyrum við af hinum ýmsu atriðum sem eru til þess fallin að ógna lýðræðinu. Fjölmiðlar, samfélagsmiðlar, afskipti erlendra ríkja, lélegt læsi, kvótakerfið, öfgahópar ýmsir, og svo mætti lengi telja. Hér langar mig að vekja athygli á einu slíku atriði, þótt ekki skuli gengið svo langt að kalla það ógn við lýðræðið. Í grunninn byggir íslensk stjórnskipan á þrígreiningu ríkisvaldsins. Þingmenn setja lög, stjórnvöld framkvæma lög og dómstólar leiða til lykta ágreining um lög. Fyrirkomulagið sem við búum við byggir að auki á því að borgarar megi gera allt sem lög banna ekki, en stjórnvöld aðeins það sem lög leyfa eða áskilja. Kerfið allt byggir á þeirri grundvallarreglu að valdi fylgi ábyrgð. Mislíki kjósendum hvernig kjörnir fulltrúar fara með valdið sem þeim er fengið, geta þeir, einu sinni á fjögurra ára fresti, oftar þegar vindar blása þannig, dregið þá til ábyrgðar. Fyrst gegnum prófkjör og síðar í kjörklefanum. Með tveimur strikum, krotuðum með vel ydduðu ritblýi, getur kjósandi látið í ljós hvort honum þyki þyki fýsilegt að frambjóðandi hafi freistast til að spara sér nokkrar krónur með því að láta reyna á mörk almennra tekna og fjármagnstekna, og hvort slíkt sé betra eða verra en að eiga eign í lágskattaríki og gefa hana upp til skatts. Hvað finnst okkur um meðferð dómsmálaráðherra á lögmætisreglunni? Geta Píratar stjórnað landinu ef þeir geta ekki stjórnað eigin flokki? Sambærilegri lýðræðislegri ábyrgð er ekki til að dreifa gagnvart stjórnvöldum, þ.e. taki stjórnvald ákvörðun, setji reglur eða misbeiti valdi sínu, þá getur fólk illa beitt sér með beinum hætti til að breyta því. Í ljósi þessarar vöntunar á lýðræðislegri ábyrgð er bagalegt hve stór þáttur löggjafarvaldsins er óbeint hjá handhöfum framkvæmdavalds. Að breyta Wikipedia til að vinna rifrildi Flest þingmál, sem síðar verða að lögum, eru samin í ráðuneytum, stundum í samráði við þau stjórnvöld sem síðan sýsla með þau, hagsmunaaðila og almenning allan. Eftir setningu laganna er algengt að þau séu útfærð nánar með reglugerðum. Þegar málaflokkurinn kemur næst til endurskoðunar, geymir frumvarpið litla orðalagsbreytingu, en samkvæmt greinargerð er ekki um efnisbreytingu að ræða, heldur aðeins verið að færa ákvæði úr reglugerðum í lög. Ekki nóg með að ráðuneytin semji frumvörpin, heldur eru þau líka byrjuð að taka saman minnisblöð til að blessa eða fordæma breytingartillögur sem fastanefndum þingsins berast. Raunar á ég mér uppáhalds slíkt. Það er frá 12. júní sl. en þar sagði innviðaráðuneytið þinginu, að „í ljósi vilja löggjafans eins og hann kemur fram í frumvarpinu“, að aki maður rafhlaupahjóli drukkinn þá skuli það varða sekt. Eða með öðrum orðum, þetta er þinn vilji þótt við höfum samið frumvarpið. Það má deila um hvort slíkt sé fýsilegt, en slík tilraun gaslýsing er þó skömminni skárri en þegar stjórnvöld, í skjóli sérfræðiþekkingar sinnar, fara frjálslega með staðreyndir við meðferð þingmála. Þess þekkjast til að mynda dæmi, fleiri en eitt og fleiri en tvö, að fullyrt sé í greinargerð að tiltekin tillaga feli í sér litla eða enga breytingu, þegar raunin er að um talsverða stefnubreytingu er að ræða. Nú eða að fullyrt sé í greinargerð frumvarps, lögðu fram af fastanefnd en pantað af stjórnvaldi, að aðeins sé verið að „árétta meginreglu“, þegar raunin er að stjórnvöld höfðu verið gerð afturreka með fyrri framkvæmd. Því má líkja við að breyta Wikipedia grein til að vinna rifrildi. Þá eru enn ótalin öll þau tilvik þegar stjórnvöld láta reyna á hvað rúmast innan texta laga og breyta stjórnsýsluframkvæmd, sem jafnvel spannar áratugi, án þess að nokkrum lögum hafi verið breytt. Valdið þangað sem ábyrgðin hvílir Þrátt fyrir allt þá fer því fjarri að framangreint feli ávallt í sér slæmar ákvarðanir eða verið sé að ýja að því að stjórnvöld starfi ekki af heilindum. Þvert á móti. Þorri fyrrnefndra dæma, ekki án undantekninga þó, er dæmi um það að stjórnvöld séu að forða þingmönnum frá enn stærri glappaskotum. Þótt það sé góðra gjalda vert, og landi og þjóð eflaust til heilla, þá er slíkt, ef ekki í reynd í það minnsta í ásýnd, til þess fallið að útvatna löggjafarvaldið og færa vald til handhafa framkvæmdavalds, frá fólki sem fengið hefur lýðræðislegt umboð til lagasetningar. Þegar matvælaráðherrar keppast um að bæta Íslandsmetið í svívirðu stjórnarskrárvarinna réttinda án atrennu, þá er það eitthvað sem kjósendur geta sagt skoðun sína á. Sömu sögu er að segja af því þegar fastanefnd þingsins ákveður að endurskrifa frumvarp milli fyrstu og annarrar umræðu og presentera það sem breytingartillögu. Af tvennu illu er betra að slík obbossí séu kjörinna fulltrúa, þar sem þeir þurfa að standa kjósendum skil gjörða sinna. Það er þó ekki svo að þingmenn sjálfir séu stikkfrí í þessum efnum enda verið duglegir að hlýta fyrirmælum sérfræðinganna. Ekki má gleyma ráðherrum sem samhliða nýjum titli verða ósammála fortíðarútgáfunum af sjálfum sér, því ellegar myndi starfsfólk ráðuneytisins leggja niður störf og neita að semja frumvörpin þeirra. Að sama skapi virðist vart mega setja ný heildarlög án þess að koma á fót sjálfstæðri stofnun, sem skal sjá um að framkvæma lögin og móta stefnumarkandi meginreglur þingsins, allt í nafni faglegra og hlutlægra ákvarðana, sem byggja eiga á sérþekkingu en ekki pólitík. Þar skal valdið vera, en ábyrgðin áfram ráðherranna. Réttast væri að vald yrði að meginstefnu togað aftur þangað sem ábyrgðin hvílir og að þingmenn myndu rýna umsagnir og ráðgjöf stjórnvalda með sömu tortryggni annarra. Öðrum kosti er hætta á því að kjósendur upplifi það að atkvæði þeirra skipti minna máli en áður. Það má ekki gerast. Höfundur er áhugamaður um efni á Alþingisvefnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Alþingi Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Reglulega heyrum við af hinum ýmsu atriðum sem eru til þess fallin að ógna lýðræðinu. Fjölmiðlar, samfélagsmiðlar, afskipti erlendra ríkja, lélegt læsi, kvótakerfið, öfgahópar ýmsir, og svo mætti lengi telja. Hér langar mig að vekja athygli á einu slíku atriði, þótt ekki skuli gengið svo langt að kalla það ógn við lýðræðið. Í grunninn byggir íslensk stjórnskipan á þrígreiningu ríkisvaldsins. Þingmenn setja lög, stjórnvöld framkvæma lög og dómstólar leiða til lykta ágreining um lög. Fyrirkomulagið sem við búum við byggir að auki á því að borgarar megi gera allt sem lög banna ekki, en stjórnvöld aðeins það sem lög leyfa eða áskilja. Kerfið allt byggir á þeirri grundvallarreglu að valdi fylgi ábyrgð. Mislíki kjósendum hvernig kjörnir fulltrúar fara með valdið sem þeim er fengið, geta þeir, einu sinni á fjögurra ára fresti, oftar þegar vindar blása þannig, dregið þá til ábyrgðar. Fyrst gegnum prófkjör og síðar í kjörklefanum. Með tveimur strikum, krotuðum með vel ydduðu ritblýi, getur kjósandi látið í ljós hvort honum þyki þyki fýsilegt að frambjóðandi hafi freistast til að spara sér nokkrar krónur með því að láta reyna á mörk almennra tekna og fjármagnstekna, og hvort slíkt sé betra eða verra en að eiga eign í lágskattaríki og gefa hana upp til skatts. Hvað finnst okkur um meðferð dómsmálaráðherra á lögmætisreglunni? Geta Píratar stjórnað landinu ef þeir geta ekki stjórnað eigin flokki? Sambærilegri lýðræðislegri ábyrgð er ekki til að dreifa gagnvart stjórnvöldum, þ.e. taki stjórnvald ákvörðun, setji reglur eða misbeiti valdi sínu, þá getur fólk illa beitt sér með beinum hætti til að breyta því. Í ljósi þessarar vöntunar á lýðræðislegri ábyrgð er bagalegt hve stór þáttur löggjafarvaldsins er óbeint hjá handhöfum framkvæmdavalds. Að breyta Wikipedia til að vinna rifrildi Flest þingmál, sem síðar verða að lögum, eru samin í ráðuneytum, stundum í samráði við þau stjórnvöld sem síðan sýsla með þau, hagsmunaaðila og almenning allan. Eftir setningu laganna er algengt að þau séu útfærð nánar með reglugerðum. Þegar málaflokkurinn kemur næst til endurskoðunar, geymir frumvarpið litla orðalagsbreytingu, en samkvæmt greinargerð er ekki um efnisbreytingu að ræða, heldur aðeins verið að færa ákvæði úr reglugerðum í lög. Ekki nóg með að ráðuneytin semji frumvörpin, heldur eru þau líka byrjuð að taka saman minnisblöð til að blessa eða fordæma breytingartillögur sem fastanefndum þingsins berast. Raunar á ég mér uppáhalds slíkt. Það er frá 12. júní sl. en þar sagði innviðaráðuneytið þinginu, að „í ljósi vilja löggjafans eins og hann kemur fram í frumvarpinu“, að aki maður rafhlaupahjóli drukkinn þá skuli það varða sekt. Eða með öðrum orðum, þetta er þinn vilji þótt við höfum samið frumvarpið. Það má deila um hvort slíkt sé fýsilegt, en slík tilraun gaslýsing er þó skömminni skárri en þegar stjórnvöld, í skjóli sérfræðiþekkingar sinnar, fara frjálslega með staðreyndir við meðferð þingmála. Þess þekkjast til að mynda dæmi, fleiri en eitt og fleiri en tvö, að fullyrt sé í greinargerð að tiltekin tillaga feli í sér litla eða enga breytingu, þegar raunin er að um talsverða stefnubreytingu er að ræða. Nú eða að fullyrt sé í greinargerð frumvarps, lögðu fram af fastanefnd en pantað af stjórnvaldi, að aðeins sé verið að „árétta meginreglu“, þegar raunin er að stjórnvöld höfðu verið gerð afturreka með fyrri framkvæmd. Því má líkja við að breyta Wikipedia grein til að vinna rifrildi. Þá eru enn ótalin öll þau tilvik þegar stjórnvöld láta reyna á hvað rúmast innan texta laga og breyta stjórnsýsluframkvæmd, sem jafnvel spannar áratugi, án þess að nokkrum lögum hafi verið breytt. Valdið þangað sem ábyrgðin hvílir Þrátt fyrir allt þá fer því fjarri að framangreint feli ávallt í sér slæmar ákvarðanir eða verið sé að ýja að því að stjórnvöld starfi ekki af heilindum. Þvert á móti. Þorri fyrrnefndra dæma, ekki án undantekninga þó, er dæmi um það að stjórnvöld séu að forða þingmönnum frá enn stærri glappaskotum. Þótt það sé góðra gjalda vert, og landi og þjóð eflaust til heilla, þá er slíkt, ef ekki í reynd í það minnsta í ásýnd, til þess fallið að útvatna löggjafarvaldið og færa vald til handhafa framkvæmdavalds, frá fólki sem fengið hefur lýðræðislegt umboð til lagasetningar. Þegar matvælaráðherrar keppast um að bæta Íslandsmetið í svívirðu stjórnarskrárvarinna réttinda án atrennu, þá er það eitthvað sem kjósendur geta sagt skoðun sína á. Sömu sögu er að segja af því þegar fastanefnd þingsins ákveður að endurskrifa frumvarp milli fyrstu og annarrar umræðu og presentera það sem breytingartillögu. Af tvennu illu er betra að slík obbossí séu kjörinna fulltrúa, þar sem þeir þurfa að standa kjósendum skil gjörða sinna. Það er þó ekki svo að þingmenn sjálfir séu stikkfrí í þessum efnum enda verið duglegir að hlýta fyrirmælum sérfræðinganna. Ekki má gleyma ráðherrum sem samhliða nýjum titli verða ósammála fortíðarútgáfunum af sjálfum sér, því ellegar myndi starfsfólk ráðuneytisins leggja niður störf og neita að semja frumvörpin þeirra. Að sama skapi virðist vart mega setja ný heildarlög án þess að koma á fót sjálfstæðri stofnun, sem skal sjá um að framkvæma lögin og móta stefnumarkandi meginreglur þingsins, allt í nafni faglegra og hlutlægra ákvarðana, sem byggja eiga á sérþekkingu en ekki pólitík. Þar skal valdið vera, en ábyrgðin áfram ráðherranna. Réttast væri að vald yrði að meginstefnu togað aftur þangað sem ábyrgðin hvílir og að þingmenn myndu rýna umsagnir og ráðgjöf stjórnvalda með sömu tortryggni annarra. Öðrum kosti er hætta á því að kjósendur upplifi það að atkvæði þeirra skipti minna máli en áður. Það má ekki gerast. Höfundur er áhugamaður um efni á Alþingisvefnum.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun