Kalt er það, Einar! Arnór Heiðar Benónýsson skrifar 14. október 2024 07:02 Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, sem fram fór síðustu helgi, sagði borgarstjóri Reykjavíkur meðal annars að; „að kennararnir séu að biðja um að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr, kenna minna og einhvern veginn fleiri undirbúningstímar“. Sem starfandi kennari í Reykjavík finn ég mig knúinn til að tjá mikla óánægju með þessi ummæli, sem endurspegla ekki einungis vanvirðingu í garð kennarastéttarinnar heldur taka ekki með í reikninginn það mikla álag og þær erfiðu starfsaðstæður sem kennarar standa frammi fyrir á hverjum degi . Á síðustu árum hafa bekkjarstærðir stækkað til muna, nemendahóparnir eru fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr og stuðningur í bekkjum er oft ekki nægilegur. Kennarar eru að takast á við nemendur með mjög ólíkar þarfir, hvort sem það snýr að námsörðugleikum, hegðunarvanda eða félagslegum aðstæðum, án þess að fá viðeigandi aðstoð til að sinna þessu hlutverki. Þetta eykur álagið á kennara gríðarlega og tekur sinn toll af bæði andlegri og líkamlegri heilsu. Það er óásættanlegt að borgarstjóri líti framhjá mikilvægi þessa þátta þegar hann tjáir sig opinberlega. Í stað þess að gagnrýna kennara fyrir veikindi og aukinn undirbúning ætti að beina athyglinni að því að bæta starfsumhverfi þeirra. Fyrrnefndur skortur á stuðningsúrræðum, aukin ábyrgð í starfi og gamlar og illa farnar skólabyggingar, svo einhverjir þættir séu nefndir, skapa álag sem hefur óhjákvæmilega áhrif á heilsu og starfsgetu kennara. Það er nauðsynleg að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að sinna starfinu með viðunandi hætti. Því þeir vilja sinna því af heilindum, en án nægilegs stuðnings og heilbrigðra vinnuaðstæðna verður það sífellt erfiðara. Það er æðsta yfirmanni reykvískra kennara ekki við hæfi að skella ábyrgðinni á kennarana sjálfa, þegar álagið í starfinu er orðið svo mikið að það hefur bein áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra. Það er löngu tímabært að yfirvöld axli ábyrgð og bæti aðstæður í skólum landsins, bæði hvað varðar gæði bygginga og þann stuðning sem kennarar þurfa til að mæta kröfum starfsins. Samfélagið þarf menntakerfi þar sem nemendur fá þann stuðning sem þeir eiga skilið, en það krefst þess að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að sinna sínu mikilvæga starfi. Með þingkosningar á næsta leyti þá kalla ég eftir kjarki frá þeim sem sækjast eftir að leiða landið okkar. Kjarki til að tjá sig með afgerandi hætti um stöðu menntamála í landinu og til að taka afstöðu með börnunum okkar, sem þurfa svo sannarlega á kennurunum sínum að halda. Höfundur starfar sem grunnskólakennari í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Borgarstjórn Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, sem fram fór síðustu helgi, sagði borgarstjóri Reykjavíkur meðal annars að; „að kennararnir séu að biðja um að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr, kenna minna og einhvern veginn fleiri undirbúningstímar“. Sem starfandi kennari í Reykjavík finn ég mig knúinn til að tjá mikla óánægju með þessi ummæli, sem endurspegla ekki einungis vanvirðingu í garð kennarastéttarinnar heldur taka ekki með í reikninginn það mikla álag og þær erfiðu starfsaðstæður sem kennarar standa frammi fyrir á hverjum degi . Á síðustu árum hafa bekkjarstærðir stækkað til muna, nemendahóparnir eru fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr og stuðningur í bekkjum er oft ekki nægilegur. Kennarar eru að takast á við nemendur með mjög ólíkar þarfir, hvort sem það snýr að námsörðugleikum, hegðunarvanda eða félagslegum aðstæðum, án þess að fá viðeigandi aðstoð til að sinna þessu hlutverki. Þetta eykur álagið á kennara gríðarlega og tekur sinn toll af bæði andlegri og líkamlegri heilsu. Það er óásættanlegt að borgarstjóri líti framhjá mikilvægi þessa þátta þegar hann tjáir sig opinberlega. Í stað þess að gagnrýna kennara fyrir veikindi og aukinn undirbúning ætti að beina athyglinni að því að bæta starfsumhverfi þeirra. Fyrrnefndur skortur á stuðningsúrræðum, aukin ábyrgð í starfi og gamlar og illa farnar skólabyggingar, svo einhverjir þættir séu nefndir, skapa álag sem hefur óhjákvæmilega áhrif á heilsu og starfsgetu kennara. Það er nauðsynleg að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að sinna starfinu með viðunandi hætti. Því þeir vilja sinna því af heilindum, en án nægilegs stuðnings og heilbrigðra vinnuaðstæðna verður það sífellt erfiðara. Það er æðsta yfirmanni reykvískra kennara ekki við hæfi að skella ábyrgðinni á kennarana sjálfa, þegar álagið í starfinu er orðið svo mikið að það hefur bein áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra. Það er löngu tímabært að yfirvöld axli ábyrgð og bæti aðstæður í skólum landsins, bæði hvað varðar gæði bygginga og þann stuðning sem kennarar þurfa til að mæta kröfum starfsins. Samfélagið þarf menntakerfi þar sem nemendur fá þann stuðning sem þeir eiga skilið, en það krefst þess að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að sinna sínu mikilvæga starfi. Með þingkosningar á næsta leyti þá kalla ég eftir kjarki frá þeim sem sækjast eftir að leiða landið okkar. Kjarki til að tjá sig með afgerandi hætti um stöðu menntamála í landinu og til að taka afstöðu með börnunum okkar, sem þurfa svo sannarlega á kennurunum sínum að halda. Höfundur starfar sem grunnskólakennari í Reykjavík.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar