Hvernig líður þér í dag? Hildur Vilhelmsdóttir skrifar 10. október 2024 15:32 Í dag, 10. október, er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Í ár ber dagurinn heitið: "It is Time to Prioritize Mental Health in the Workplace" þar sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) beinir sjónum sínum að geðheilbrigði á vinnustöðum. Hún hvetur vinnustaði og stofnanir til að standa vörð um andlega heilsu starfsfólks síns. Fólk á vinnumarkaði ver meirihluta af vökutíma sínum í vinnu, eða að meðaltali um 168 klst. á mánuði á íslenskum vinnumarkaði. Því er mikilvægt að skoða hvaða áhrif vinnuumhverfið hefurá heilsu starfsfólks. Geta vinnustaðir gert eitthvað til að hlúa að starfsfólki sínu og stuðla að vellíðan þeirra? Vinnustaðir geta í raun gert fjölmargt til að stuðla að vellíðan starfsfólks, hvort sem um er að ræða líkamlega, andlega eða félagslega vellíðan. Mikilvægt er að huga að líðan starfsfólks heildrænt, þar sem ekki nægir að fjárfesta í besta stólnum ef á sama tíma er litið framhjá óæskilegri samskiptahegðun eða langvarandi álagi. Eru einhverjir þættir í starfsumhverfinu sem tæma orku starfsfólks og hafa neikvæð áhrif á vellíðan? Getum við mögulega hjálpast að við að bæta líðan starfsfólks með nærandi starfsumhverfi og hvað felst í nærandi starfsumhverfi? Starfsfólki, sem líður vel í vinnunni sýnir betri afköst, upplifir minni streitu, er ólíklegra til að upplifa einkenni kulnunar og tekur að jafnaði færri veikindadaga en það starfsfólk sem líður illa á vinnustaðnum, þá dregur vellíðan starfsfólks úr starfsmannaveltu Því er mikilvægt fyrir fyrirtæki að tryggja að starfsfólki þeirra líði vel og vellíðan starfsfólks ætti alltaf að vera forgangsmál stjórnenda. Á vinnustöðum er nauðsynlegt að vinna markvisst að því að tryggja jákvæð samskipti, öfluga samvinnu, skýra ferla og boðleiðir, styrkja stjórnun og skapa heilbrigða vinnustaðamenningu. Með því móti minnkum við líkur á árekstrum. Það er ekki síður mikilvægt að starfsfólk upplifi að það tilheyri, að skoðanir þeirra skipti máli og þau fái stuðning frá samstarfsfólki og stjórnendum. Heilbrigt vinnuumhverfi er sameiginlegt verkefni allra á vinnustaðnum. Sköpum í sameiningu umhverfi sem stuðlar að vellíðan starfsfólks, bæði í leik og starfi. Tökum eftir hvert öðru, bætt líðan starfsfólks byrjar hjá okkur sjálfum – öll höfum við áhrif. Höfundur er mannauðsráðgjafi hjá Attentus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Streita og kulnun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 10. október, er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Í ár ber dagurinn heitið: "It is Time to Prioritize Mental Health in the Workplace" þar sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) beinir sjónum sínum að geðheilbrigði á vinnustöðum. Hún hvetur vinnustaði og stofnanir til að standa vörð um andlega heilsu starfsfólks síns. Fólk á vinnumarkaði ver meirihluta af vökutíma sínum í vinnu, eða að meðaltali um 168 klst. á mánuði á íslenskum vinnumarkaði. Því er mikilvægt að skoða hvaða áhrif vinnuumhverfið hefurá heilsu starfsfólks. Geta vinnustaðir gert eitthvað til að hlúa að starfsfólki sínu og stuðla að vellíðan þeirra? Vinnustaðir geta í raun gert fjölmargt til að stuðla að vellíðan starfsfólks, hvort sem um er að ræða líkamlega, andlega eða félagslega vellíðan. Mikilvægt er að huga að líðan starfsfólks heildrænt, þar sem ekki nægir að fjárfesta í besta stólnum ef á sama tíma er litið framhjá óæskilegri samskiptahegðun eða langvarandi álagi. Eru einhverjir þættir í starfsumhverfinu sem tæma orku starfsfólks og hafa neikvæð áhrif á vellíðan? Getum við mögulega hjálpast að við að bæta líðan starfsfólks með nærandi starfsumhverfi og hvað felst í nærandi starfsumhverfi? Starfsfólki, sem líður vel í vinnunni sýnir betri afköst, upplifir minni streitu, er ólíklegra til að upplifa einkenni kulnunar og tekur að jafnaði færri veikindadaga en það starfsfólk sem líður illa á vinnustaðnum, þá dregur vellíðan starfsfólks úr starfsmannaveltu Því er mikilvægt fyrir fyrirtæki að tryggja að starfsfólki þeirra líði vel og vellíðan starfsfólks ætti alltaf að vera forgangsmál stjórnenda. Á vinnustöðum er nauðsynlegt að vinna markvisst að því að tryggja jákvæð samskipti, öfluga samvinnu, skýra ferla og boðleiðir, styrkja stjórnun og skapa heilbrigða vinnustaðamenningu. Með því móti minnkum við líkur á árekstrum. Það er ekki síður mikilvægt að starfsfólk upplifi að það tilheyri, að skoðanir þeirra skipti máli og þau fái stuðning frá samstarfsfólki og stjórnendum. Heilbrigt vinnuumhverfi er sameiginlegt verkefni allra á vinnustaðnum. Sköpum í sameiningu umhverfi sem stuðlar að vellíðan starfsfólks, bæði í leik og starfi. Tökum eftir hvert öðru, bætt líðan starfsfólks byrjar hjá okkur sjálfum – öll höfum við áhrif. Höfundur er mannauðsráðgjafi hjá Attentus.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun