Það er alltaf von að vekja fólk til vitundar um mikilvægi geðheilbrigðis Ellen Calmon skrifar 10. október 2024 14:00 Vitundarvakningarátaki Píeta samtakanna „Það er alltaf von!“ var hrint úr vör í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær að viðstöddum framhaldskólanemum. Átakið var sett af stað í tengslum við Alþjóðlega Geðheilbrigðisdaginn sem er í dag þann 10. október. Í ár leggur Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) áherslu á mikilvæg tengsl geðheilbrigðis og vinnu. Stjórnvöld, vinnuveitendur og samtök launafólks eru hvött til að ýta undir verndandi þætti á vinnustöðum til að bæta geðheilbrigði starfsfólks. Öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi getur verið verndandi þáttur fyrir andlega heilsu. Vinnuumhverfi þar sem óheilbrigð samskipti þrífast svo sem fordómar, mismunun og áreitni geta haft áhrif á geðheilsu og almenn lífsgæði sem svo getur leitt af sér minni framleiðni í starfi og félagslegri virkni. Stofnunin segir á heimasíðu sinni „Með 60% jarðarbúa í vinnu er brýnt að grípa til aðgerða til að tryggja að vinna komi í veg fyrir áhættu fyrir geðheilbrigði og verndar og styður geðheilbrigði á vinnustað.“ Með átakinu „Það er alltaf von!“ vilja Píeta samtökin beina sjónum sínum að unga fólkinu og forvörnum. Átakið var sett af stað í gær að viðstöddum framhaldsskólanemum þar sem lögð var áhersla á að skólar eru einnig vinnustaðir og það sé mikilvægt að ýta undir þessa verndandi þætti geðheilbrigðis í skólaumhverfinu sem vinnustað. Píeta samtökin vilja hvetja opinberar stofnanir sem og aðra vinnuveitendur að huga að verndandi þáttum í vinnuumhverfinu og ekki síst þar sem börn og ungmenni eiga aðild að. Þá telja samtökin brýnt að lagðir séu enn frekari kraftar og fjármagn í almennar geðheilbrigðisforvarnir og sjálfsvígsforvarnir með gagnreyndum nálgunum svo tryggt sé að öll fái jöfn tækifæri til að dafna í leik og starfi. Til hamingju með Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn og munum að það er er alltaf von! Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Vitundarvakningarátaki Píeta samtakanna „Það er alltaf von!“ var hrint úr vör í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær að viðstöddum framhaldskólanemum. Átakið var sett af stað í tengslum við Alþjóðlega Geðheilbrigðisdaginn sem er í dag þann 10. október. Í ár leggur Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) áherslu á mikilvæg tengsl geðheilbrigðis og vinnu. Stjórnvöld, vinnuveitendur og samtök launafólks eru hvött til að ýta undir verndandi þætti á vinnustöðum til að bæta geðheilbrigði starfsfólks. Öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi getur verið verndandi þáttur fyrir andlega heilsu. Vinnuumhverfi þar sem óheilbrigð samskipti þrífast svo sem fordómar, mismunun og áreitni geta haft áhrif á geðheilsu og almenn lífsgæði sem svo getur leitt af sér minni framleiðni í starfi og félagslegri virkni. Stofnunin segir á heimasíðu sinni „Með 60% jarðarbúa í vinnu er brýnt að grípa til aðgerða til að tryggja að vinna komi í veg fyrir áhættu fyrir geðheilbrigði og verndar og styður geðheilbrigði á vinnustað.“ Með átakinu „Það er alltaf von!“ vilja Píeta samtökin beina sjónum sínum að unga fólkinu og forvörnum. Átakið var sett af stað í gær að viðstöddum framhaldsskólanemum þar sem lögð var áhersla á að skólar eru einnig vinnustaðir og það sé mikilvægt að ýta undir þessa verndandi þætti geðheilbrigðis í skólaumhverfinu sem vinnustað. Píeta samtökin vilja hvetja opinberar stofnanir sem og aðra vinnuveitendur að huga að verndandi þáttum í vinnuumhverfinu og ekki síst þar sem börn og ungmenni eiga aðild að. Þá telja samtökin brýnt að lagðir séu enn frekari kraftar og fjármagn í almennar geðheilbrigðisforvarnir og sjálfsvígsforvarnir með gagnreyndum nálgunum svo tryggt sé að öll fái jöfn tækifæri til að dafna í leik og starfi. Til hamingju með Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn og munum að það er er alltaf von! Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun