Það er alltaf von að vekja fólk til vitundar um mikilvægi geðheilbrigðis Ellen Calmon skrifar 10. október 2024 14:00 Vitundarvakningarátaki Píeta samtakanna „Það er alltaf von!“ var hrint úr vör í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær að viðstöddum framhaldskólanemum. Átakið var sett af stað í tengslum við Alþjóðlega Geðheilbrigðisdaginn sem er í dag þann 10. október. Í ár leggur Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) áherslu á mikilvæg tengsl geðheilbrigðis og vinnu. Stjórnvöld, vinnuveitendur og samtök launafólks eru hvött til að ýta undir verndandi þætti á vinnustöðum til að bæta geðheilbrigði starfsfólks. Öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi getur verið verndandi þáttur fyrir andlega heilsu. Vinnuumhverfi þar sem óheilbrigð samskipti þrífast svo sem fordómar, mismunun og áreitni geta haft áhrif á geðheilsu og almenn lífsgæði sem svo getur leitt af sér minni framleiðni í starfi og félagslegri virkni. Stofnunin segir á heimasíðu sinni „Með 60% jarðarbúa í vinnu er brýnt að grípa til aðgerða til að tryggja að vinna komi í veg fyrir áhættu fyrir geðheilbrigði og verndar og styður geðheilbrigði á vinnustað.“ Með átakinu „Það er alltaf von!“ vilja Píeta samtökin beina sjónum sínum að unga fólkinu og forvörnum. Átakið var sett af stað í gær að viðstöddum framhaldsskólanemum þar sem lögð var áhersla á að skólar eru einnig vinnustaðir og það sé mikilvægt að ýta undir þessa verndandi þætti geðheilbrigðis í skólaumhverfinu sem vinnustað. Píeta samtökin vilja hvetja opinberar stofnanir sem og aðra vinnuveitendur að huga að verndandi þáttum í vinnuumhverfinu og ekki síst þar sem börn og ungmenni eiga aðild að. Þá telja samtökin brýnt að lagðir séu enn frekari kraftar og fjármagn í almennar geðheilbrigðisforvarnir og sjálfsvígsforvarnir með gagnreyndum nálgunum svo tryggt sé að öll fái jöfn tækifæri til að dafna í leik og starfi. Til hamingju með Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn og munum að það er er alltaf von! Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Skoðun Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vitundarvakningarátaki Píeta samtakanna „Það er alltaf von!“ var hrint úr vör í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær að viðstöddum framhaldskólanemum. Átakið var sett af stað í tengslum við Alþjóðlega Geðheilbrigðisdaginn sem er í dag þann 10. október. Í ár leggur Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) áherslu á mikilvæg tengsl geðheilbrigðis og vinnu. Stjórnvöld, vinnuveitendur og samtök launafólks eru hvött til að ýta undir verndandi þætti á vinnustöðum til að bæta geðheilbrigði starfsfólks. Öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi getur verið verndandi þáttur fyrir andlega heilsu. Vinnuumhverfi þar sem óheilbrigð samskipti þrífast svo sem fordómar, mismunun og áreitni geta haft áhrif á geðheilsu og almenn lífsgæði sem svo getur leitt af sér minni framleiðni í starfi og félagslegri virkni. Stofnunin segir á heimasíðu sinni „Með 60% jarðarbúa í vinnu er brýnt að grípa til aðgerða til að tryggja að vinna komi í veg fyrir áhættu fyrir geðheilbrigði og verndar og styður geðheilbrigði á vinnustað.“ Með átakinu „Það er alltaf von!“ vilja Píeta samtökin beina sjónum sínum að unga fólkinu og forvörnum. Átakið var sett af stað í gær að viðstöddum framhaldsskólanemum þar sem lögð var áhersla á að skólar eru einnig vinnustaðir og það sé mikilvægt að ýta undir þessa verndandi þætti geðheilbrigðis í skólaumhverfinu sem vinnustað. Píeta samtökin vilja hvetja opinberar stofnanir sem og aðra vinnuveitendur að huga að verndandi þáttum í vinnuumhverfinu og ekki síst þar sem börn og ungmenni eiga aðild að. Þá telja samtökin brýnt að lagðir séu enn frekari kraftar og fjármagn í almennar geðheilbrigðisforvarnir og sjálfsvígsforvarnir með gagnreyndum nálgunum svo tryggt sé að öll fái jöfn tækifæri til að dafna í leik og starfi. Til hamingju með Alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn og munum að það er er alltaf von! Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun