Frá vinnustofum til borðstofa Halla Margrét Hinriksdóttir og Inga Minelgaite skrifa 9. október 2024 14:31 Í dag upplifa margir að verkefnin séu að hrannast upp bæði í vinnu og einkalífi, og margir segja að þeir hafi aldrei áður haft jafn mikið á sinni könnu. Nýlegar rannsóknir okkar sýna að um 90% aðspurðra finna fyrir auknu álagi vegna þessa. Þetta kemur ekki á óvart, því við lifum á tímum þess sem er kallað verkefnavæðingar (e. projectification). Verkefnavæðing lýsir því hvernig við notum verkefni og verkefnastjórnunartól sífellt meira til að skipuleggja og vinna, bæði þegar kemur að störfum okkar sem og okkar einkalífi. Með þessari nálgun er verkum oft skipt upp í smærri einingar sem krefjast mikillar einbeitingar og hraða, svipað og í spretthlaupi. Vandamálið er hins vegar að margir upplifa lífið eins og maraþon sem hlaupið er á spretthraða. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að við upplifum streitu og jafnvel kulnun. En hvernig takast konur á við þetta aukna álag? Til að svara því beindum við sjónum okkar að íslenskum konum í leiðtogahlutverkum í viðskiptalífinu. Niðurstöður sýndu að nútímakonur eru undir töluverðu álagi og hafa þær þróað ýmsar mótvægisaðferðir til að halda jafnvægi. Sú helsta fólst í sér að þær nýttu sér færni í verkefnastjórnun til að nálgast atvinnu- og fjölskyldulíf. Margar þessara kvenna nýta sömu aðferðir í verkefnastjórnun heima fyrir og í vinnunni, til að takast á við dagleg verkefni heimilisins, hvort sem það er að skipuleggja afmæli, sjá um flutninga eða halda utan um tómstundir barnanna. Verkfærin sem þær beita í starfi reynast því ekki síður gagnleg á heimilinu. Við sjáum að aðferðir eins og LEAN virka jafn vel við að stýra heimilisframkvæmdum eins og við að koma nýrri vöru á markað eða innleiða nýtt kerfi. Konurnar sem rætt var við líta á sig sem „verkefnastjóra fjölskyldunnar,“ þar sem þær bera ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi (önnur vaktin) auk tilfinningalegs álags og skipulagningar fjölskyldutengdra verkefna (þriðja vaktin). Þrátt fyrir að ábyrgðinni sé oft deilt milli gagnkynja maka, finnst konum þær yfirleitt bera þyngri ábyrgð á þessum verkefnum, sem leiðir til aukins hugræns álags við að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Við lifum á tímum þar sem fólk er yfirbugað af fjölda verkefna, bæði í starfi og einkalífi. Að stjórna þessum verkefnum á skilvirkan hátt er því ekki lengur sérhæfður hæfileiki heldur ómissandi færni í daglegu lífi. Verkefnavæðingin, sem hefur fest sig í sessi í nútímasamfélagi, hefur endurspeglast í aukinni þekkingu og áhuga á verkefnastjórnun og þekkingu tengda henni. Samkvæmt Forbes hefur þessi atvinnugrein vaxið gríðarlega og gert er ráð fyrir að þörfin fyrir nýja verkefnastjóra aukist enn frekar á næstu árum – með um 25 milljón nýrra starfa á heimsvísu. Að tileinka sér verkefnastjórnun er því ekki lengur valkostur, heldur ákveðin nauðsyn í okkar hraða og verkefnamiðaða heimi. Niðurstaðan er einföld: Ef þú stjórnar ekki verkefnum þínum, stjórna þau þér. Þetta á jafnt við um vinnu og einkalíf. Eins og Maylor setti fram: „Lífið er eitt stórt verkefni.“ Reynslan af íslenskum viðskiptakonum sýnir að verkefnastjórnun gæti verið leyndarmálið að betra jafnvægi og minni streitu í fjölskyldulífinu. Halla Margrét Hinriksdóttir, verkefnastjóri fjárfestingaverkefna ON Dr.Inga Minelgaite, Prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Forstöðumaður MS náms í verkefnastjórnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Streita og kulnun Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag upplifa margir að verkefnin séu að hrannast upp bæði í vinnu og einkalífi, og margir segja að þeir hafi aldrei áður haft jafn mikið á sinni könnu. Nýlegar rannsóknir okkar sýna að um 90% aðspurðra finna fyrir auknu álagi vegna þessa. Þetta kemur ekki á óvart, því við lifum á tímum þess sem er kallað verkefnavæðingar (e. projectification). Verkefnavæðing lýsir því hvernig við notum verkefni og verkefnastjórnunartól sífellt meira til að skipuleggja og vinna, bæði þegar kemur að störfum okkar sem og okkar einkalífi. Með þessari nálgun er verkum oft skipt upp í smærri einingar sem krefjast mikillar einbeitingar og hraða, svipað og í spretthlaupi. Vandamálið er hins vegar að margir upplifa lífið eins og maraþon sem hlaupið er á spretthraða. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að við upplifum streitu og jafnvel kulnun. En hvernig takast konur á við þetta aukna álag? Til að svara því beindum við sjónum okkar að íslenskum konum í leiðtogahlutverkum í viðskiptalífinu. Niðurstöður sýndu að nútímakonur eru undir töluverðu álagi og hafa þær þróað ýmsar mótvægisaðferðir til að halda jafnvægi. Sú helsta fólst í sér að þær nýttu sér færni í verkefnastjórnun til að nálgast atvinnu- og fjölskyldulíf. Margar þessara kvenna nýta sömu aðferðir í verkefnastjórnun heima fyrir og í vinnunni, til að takast á við dagleg verkefni heimilisins, hvort sem það er að skipuleggja afmæli, sjá um flutninga eða halda utan um tómstundir barnanna. Verkfærin sem þær beita í starfi reynast því ekki síður gagnleg á heimilinu. Við sjáum að aðferðir eins og LEAN virka jafn vel við að stýra heimilisframkvæmdum eins og við að koma nýrri vöru á markað eða innleiða nýtt kerfi. Konurnar sem rætt var við líta á sig sem „verkefnastjóra fjölskyldunnar,“ þar sem þær bera ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi (önnur vaktin) auk tilfinningalegs álags og skipulagningar fjölskyldutengdra verkefna (þriðja vaktin). Þrátt fyrir að ábyrgðinni sé oft deilt milli gagnkynja maka, finnst konum þær yfirleitt bera þyngri ábyrgð á þessum verkefnum, sem leiðir til aukins hugræns álags við að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Við lifum á tímum þar sem fólk er yfirbugað af fjölda verkefna, bæði í starfi og einkalífi. Að stjórna þessum verkefnum á skilvirkan hátt er því ekki lengur sérhæfður hæfileiki heldur ómissandi færni í daglegu lífi. Verkefnavæðingin, sem hefur fest sig í sessi í nútímasamfélagi, hefur endurspeglast í aukinni þekkingu og áhuga á verkefnastjórnun og þekkingu tengda henni. Samkvæmt Forbes hefur þessi atvinnugrein vaxið gríðarlega og gert er ráð fyrir að þörfin fyrir nýja verkefnastjóra aukist enn frekar á næstu árum – með um 25 milljón nýrra starfa á heimsvísu. Að tileinka sér verkefnastjórnun er því ekki lengur valkostur, heldur ákveðin nauðsyn í okkar hraða og verkefnamiðaða heimi. Niðurstaðan er einföld: Ef þú stjórnar ekki verkefnum þínum, stjórna þau þér. Þetta á jafnt við um vinnu og einkalíf. Eins og Maylor setti fram: „Lífið er eitt stórt verkefni.“ Reynslan af íslenskum viðskiptakonum sýnir að verkefnastjórnun gæti verið leyndarmálið að betra jafnvægi og minni streitu í fjölskyldulífinu. Halla Margrét Hinriksdóttir, verkefnastjóri fjárfestingaverkefna ON Dr.Inga Minelgaite, Prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Forstöðumaður MS náms í verkefnastjórnun
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun